Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 140

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 140
1971 — 138 — Ályktun: Með tilvísun til þess, sem áður segir í örorkumati undir- ritaðs af afleiðingum þessa slyss, má vafalítið rekja bakóþægindi slas- aða að einhverju leyti til áverkans, sem hann hlaut á bak, sem var veilt fyrir. 1 framhaldi af því, sem áður getur um vinnugetu slasaða eftir slysið, telst hún enn verulega skert til ársloka 1969 og eftir það nokkuð skert til miðs maímánaðar s. 1. Það langt er nú liðið, frá því að slys þetta vildi til, að tæpast er að vænta frekari bata en fenginn er, og þykir því tímabært að meta nú þá örorku, sem slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem nú greinir: Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 50%. Frá 14. janúar 1969 í tvær vikur 100%. Eftir það til 24. júní 1969 50%. Eftir það í einn mánuð 100%. Eftir það í 5 mánuði 50%. Eftir það í 6 mánuði 25%. Eftir það varanlega 10%.“ Tilvitnað læknisvottorð Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, dags. 6. júlí 1970, og tilvitnuð umsögn Röntgendeildar Landspítalans, dags. 15. júlí 1970, liggja fyrir í málinu. 3. örorkumat sama læknis, dags. 21. júní 1972, svohljóðandi: „Vinnuslys 21. desember 1968. Vísa til örorkumats, er undirritaður gerði 15. 10. 1969, og framhalds- örorkumats frá 14. 8. 1970 vegna sama slyss á sama manni. Síðan hefur slasaði fengið meðferð hjá nuddlækni vegna afleiðinga þessa slyss samtals í 20 skipti á árunum 1970 og 1971. Fyrir liggur nú nýtt vottorð .... læknis [sérfræðings í bæklunar- sjúkdómum], Reykjavík, dagsett 11. 6. 1972, svohljóðandi: „Hér með sendist yður, herra tryggingayfirlæknir, álit varðandi ofannefndan sjúkling. Ég sá og skoðaði sjúkling þennan á stofu minni hinn 19. 5. og 2. 6. síðast liðinn. Sjúkrasaga sjúklings er í stuttu máli sú, að hinn 21. 12. 1968 fær hann spark í mjóbak hægra megin við hrygg. Sjúklingur telur sig hafa verið einkennalausan frá baki fram að þeim tíma. Frá þessum tíma er hann hins vegar stöðugt veill í baki. Hann kveðst ekki þola nein átök eða áreynslu. Við átök kveðst sjúklingur fá verki hægra megin í mjóbak. Verkir þessir leiða allt upp í háls hægra megin svo og út í hægri öxl. Liggja einnig niður í hægra læri, kálfa og allt niður í hásin hægra megin. Aldrei óþægindi vinstra megin. Er oft nokkra daga að jafna sig, ef hann verður fyrir áreynslu og fær verkjakast. Hefur alloft fengið gigtar- meðferð, það er stuttbylgjur og aðra hitameðferð á bak og lagast af því, en aðeins um tíma. Milli verkjakasta er sjúklingur óþægindalaus frá baki við venjulegan gang og hreyfingar, ef ekki kemur til átaka eða áreynslu. Objectiv skoðun leiðir í ljós lágvaxinn mann, þrekvaxinn, feitlaginn. Við skoðun á hrygg eru nokkur palpations- og percussionseymsli í hægri síðu og yfir erector trunci vöðvum hægra megin við neðstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.