Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 40

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 40
RHESUS-VARNIR Um starfsemi Blóðbankans í Reykjavík í þágu Rhesus-varna vísast til skýrslu hans. Tafla 1 sýnir dreifingu fæðinga á helstu fæðingarstaði í landinu, fjölda Rhesus-neikvæðra kvenna, fjölda Rhesus-jákvæðra barna þeirra og loks fjölda þeirra kvenna, sem gefið var Rh-immune globulin. Sýnir taflan, að áframhaldandi er ágætlega að þessum málum staðið hvarvetna í landinu. Tafla 2 sýnir fjölda fósturláta og fóstureyðinga á helstu sjúkrahúsum í landinu, fjölda blóðflokkana, fjölda þeirra kvenna, sem reyndust vera Rhesus-neikvæðar og loks Rh-immune globulingjafir. Segja má, að nú sé loks komið jafngott lag á Rh-immune globulingjafir í tengslum við fóstur- eyðingar og fósturlát, eins og verið hefur lengstum í sambandi við fæðing- ar. Einkum er eftirtektarverður hinn góði árangur, sem fengist hefur á Kvennadeild Landspítalans sl. 2 ár, en þar er einmitt mjög erfitt um vik vegna fjölda tilfella. Tafla 3 sýnir konur með utanlegsþykkt á Landspítalanum 1977-1979. Tölur vantar fyrir árið 1980, en þær verða tiltækar er næsta ársskýrsla verður gefin út (1981). Tafla 4 sýnir fjölda barna með Rhesus-sjúkdóm á Kvennadeild Landspítalans og fjolda þeirra, sem hlutu blóðskipti. Taflan sýnir, að fjöldi barna með Rhesus-sjúkdóm var mjög breytilegur frá ári til árs vegna smæðar efnivið- arins, sem fjallað er um. Fækkun tilfella sl. 3 ár virðist þó vera greini- leg og gefur það til kynna, að konum með Rhesus-mótefni fer nú fækkandi. Ef athuguð eru nánar tilfellin átta árið 1980, kemur eftirfarandi í ljós: 4 konur tóku að mynda mótefni fyrir árið 1970 (þ.e. fyrir daga Rhesus-varna) 3 konur tóku að mynda mótefni í núverandi meðgöngu (foetomaternal trans- fusion). 1 kona tók að mynda mótefni árið 1970 vegna þess, að henni var þá ekki gefið Rh-Immune globulin í lok fæðingar. 1 þessu sambandi má geta þess, að 1 Rhesus-neikvæð kona, sem fæddi Rhesus-neikvætt barn árið 1980, reyndist eigi að síður vera með mótefni. Kona þessi á tvö börn fyrir fædd 1970 og 1975. Var konunni gefið Rh-immune globulin eftir fæðingu 1970, en ekki eftir fæðingu 1975. 38 HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.