Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Síða 40
RHESUS-VARNIR
Um starfsemi Blóðbankans í Reykjavík í þágu Rhesus-varna vísast til
skýrslu hans.
Tafla 1 sýnir dreifingu fæðinga á helstu fæðingarstaði í landinu, fjölda
Rhesus-neikvæðra kvenna, fjölda Rhesus-jákvæðra barna þeirra og loks
fjölda þeirra kvenna, sem gefið var Rh-immune globulin. Sýnir taflan,
að áframhaldandi er ágætlega að þessum málum staðið hvarvetna í landinu.
Tafla 2 sýnir fjölda fósturláta og fóstureyðinga á helstu sjúkrahúsum í
landinu, fjölda blóðflokkana, fjölda þeirra kvenna, sem reyndust vera
Rhesus-neikvæðar og loks Rh-immune globulingjafir. Segja má, að nú sé
loks komið jafngott lag á Rh-immune globulingjafir í tengslum við fóstur-
eyðingar og fósturlát, eins og verið hefur lengstum í sambandi við fæðing-
ar. Einkum er eftirtektarverður hinn góði árangur, sem fengist hefur á
Kvennadeild Landspítalans sl. 2 ár, en þar er einmitt mjög erfitt um vik
vegna fjölda tilfella.
Tafla 3 sýnir konur með utanlegsþykkt á Landspítalanum 1977-1979. Tölur
vantar fyrir árið 1980, en þær verða tiltækar er næsta ársskýrsla verður
gefin út (1981).
Tafla 4 sýnir fjölda barna með Rhesus-sjúkdóm á Kvennadeild Landspítalans
og fjolda þeirra, sem hlutu blóðskipti. Taflan sýnir, að fjöldi barna með
Rhesus-sjúkdóm var mjög breytilegur frá ári til árs vegna smæðar efnivið-
arins, sem fjallað er um. Fækkun tilfella sl. 3 ár virðist þó vera greini-
leg og gefur það til kynna, að konum með Rhesus-mótefni fer nú fækkandi.
Ef athuguð eru nánar tilfellin átta árið 1980, kemur eftirfarandi í ljós:
4 konur tóku að mynda mótefni fyrir árið 1970 (þ.e. fyrir daga Rhesus-varna)
3 konur tóku að mynda mótefni í núverandi meðgöngu (foetomaternal trans-
fusion). 1 kona tók að mynda mótefni árið 1970 vegna þess, að henni var
þá ekki gefið Rh-Immune globulin í lok fæðingar. 1 þessu sambandi má geta
þess, að 1 Rhesus-neikvæð kona, sem fæddi Rhesus-neikvætt barn árið 1980,
reyndist eigi að síður vera með mótefni. Kona þessi á tvö börn fyrir
fædd 1970 og 1975. Var konunni gefið Rh-immune globulin eftir fæðingu 1970,
en ekki eftir fæðingu 1975.
38
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980