Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Síða 73
RANNSÓKNASTOFA í VEIRUFRÆÐI V/EIRÍKSGÖTU
YFIRLIT UM VERKEFNI
Eins og undanfarin ár voru verkefni Rannsóknastofu í veirufræði v/Eiríks-
götu tvíþætt. Annars vegar var unnið að greiningu veirusótta fyrir
sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og starfandi lækna. Bárust 1489 sýni frá
1090 sjúklingum og voru gerðar á þeim 6168 rannsóknir á árinu. Hins vegar
var eins og áður unnið að rannsóknum á útbreiðslu veirusýkinga, ónæmi gegn
þeim og árangri ónæmisaðgerða. Rannsóknir á ónæmisástandi íslenskra kvenna
á barneignaskeiði gegn rauðum hundum voru enn sem fyrr stærsta verkefnið.
Um 12000 blóðsýni voru tekin sérstaklega til þeirra rannsókna á árinu.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkefnum á árinu.
Rauðir hundar
f Heilbrigðisskýrslum 1978 -'79 er getið um skipulega leit að mótefnum
gegn rauðum hundum í blóði kvenna á barneignaskeiði. Þessi leit hófst
á miðju sumri 1979 og var ætlunin að ná til sem allra flestra kvenna á
næstu tveimur árum, kanna ónæmisástand þeirra gegn rauðum hundum, ef það
væri ekki þegar þekkt, og bjóða mótefnalausum konum bólusetningu þeim að
kostnaðarlausu. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við landlækni. Ónæm-
isástand sérhverrar 12 ára telpu verður síðan kannað við skólaskoðun og
þeim mótefnalausu boðin bólusetning. Ef mótefni eftir bólusetningu endast
vel ætti þannig að mega koma alveg í veg fyrir fósturskemmdir af völdum
rauðra hunda í framtíðinni. Allt árið vann starfsfólk Rannsóknastofu í
veirufræði að þessum mælingum. Farið var í alla skóla á Reykjavíkursvæð-
inu og mældar allar skólastúlkur 12 ára og eldri, sem til náðist. Að auki
bárust 9313 sýni úr eldri árgöngum af Reykjavíkursvæðinu og utan af landi.
Haldið var áfram mótefnamælingum á blóðsýnum frá verðandi mæðrum, sem ekki
áttu eldri mælingar, höfðu mælst með lág mótefni áður eða verið bólusettar.
Miðaði þessum mótefnamælingum því vel áfram á árinu. Endanlegt uppgjör á
þessu mikla verki verður ekki tilbúið fyrr en árið 1982.
Sýkingar í öndunarvegum
Vegna sýkinga í öndunarvegum bárust Rannsóknastofu í veirufræði blóðsýni
frá 199 sjúklingum víðs vegar að af landinu á árinu. Flest sýnin komu
af sjúkrahúsum úr öllum landsfjórðungum. Tvö blóðsýni, bráðasýni, tekið
í byrjun veikinda, og batasýni, tekið 2-3 vikum síðar, bárust frá 124
þessarra sjúklinga. Reyndist tæpur helmingur þessa hóps hafa haft virkar
veiru- eða mýkóplasmasýkingar, sem hægt var að greina með komplementbind-
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
71