Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Síða 81
í framkvæmdastjórn SÁÁ fyrir hönd borgarinnar og í stjórn sjúkrastöðvar
SÁÁ þar til í ágúst. Markmið áfengisvarnardeildar er tvíþætt. Annars vegar
er þjónusta við þá sem komnir eru í vanda vegna drykkju eða annarrar vímu-
gjafaneyslu aðstandenda sinna, og hins vegar fræðsla og fyrirbyggjandi starf.
Húð- og kynsjúkdómar
A deildina komu 1108 einstaklingar, þar af 961 vegna kynsjúkdóma. Heimsókn-
ir á deildina voru 2925.
Af þessu fólki reyndust:
2 hafa sárasótt (þar af 1 nýtt tilfelli á þessu ári),
2 hafa linsæri (2 karlar) og
273 hafa lekanda (111 konur, 162 karlar).
Atvinnusjúkdómar
Menn leituðu til atvinnusjúkdómadeildar af sjálfsdáðum, eftir ábendingum
öryggiseftirlitsmanna, heilbrigðisfulltrúa og lækna. Skoðaðir voru vinnu-
staðir að tilmælum sömu aðila og einnig atvinnurekenda. Almenn upplýsinga-
þjónusta var alltímafrekt starf. Meðal annars voru veittar upplýsingar um
hættuleg efni, ýmsa áhættuþætti á vinnustöðum, hvernig og hvert sé hægt að
snúa sér, þegar vandamál koma upp o.s.frv. Deildin safnaði í samvinnu við
bókasafn Heilsuverndarstöðvarinnar upplýsingum úr ýmsum ritum. Keypt voru
nokkur tímarit sem fjalla um atvinnuheilbrigðismál sérstaklega og önnur er
fjalla um faraldsfræði, samfélagslækningar og umhverfisheilbrigðismál.
Atvinnusjúkdómadeild stóð að hópskoðunum á starfshópum. Umfangsmest var
þetta í sambandi við rannsóknir Iðntæknistofnunar á blýi í umhverfi manna
og var það framkvæmt í samvinnu við rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskól-
ann. Þá var höfð samvinna við Heyrnar- og talmeinastöð Islands um athugan-
ir á hávaða á vinnustöðum og heyrnartjón af hans völdum. Smærri hópar manna
voru skoðaðir og rannsakaðir vegna ýmissa vandamála, oftast vegna kvartana
um atvinnusjúkdóma, sem upp hafa komið meðal starfsmanna á ýmsum vinnustöðum.
Tannlækningar í barnaskólum
Alls komu til skoðunar 11427 börn, þar af 6901 á aldrinum 6-12 ára. Til
einkatannlækna fóru 1428 eða, 16,64%. 243 börn 6-12 ára, eða 2,8%, fóru
ekki til skólatannlæknis né fengu áritaða reikninga fyrir tannlæknishjálp.
Allg unnu 28 tannlæknar 4596 vinnudaga. Þeir meðhöndluðu börn í 34631
skipti, lögðu 27388 varanlegar fyllingar, gerðu 2126 rótaraðgerðir, tóku
14920 röntgenmyndir og drógu 1825 tennur. Flúortöflur voru afhentar á barna-
deildum heilsugæslustöðva og hjá skólatannlæknum. Mikið hefir dregið úr
þeim áhuga á flúortöflum, sem var í upphafi. Þær umræður um flúor, sem farið
hafa fram í fjölmiðlum,-hafa því miður verkað andstætt því sem til var ætlast.
Fræðslustarfsemi var rekin í skólum með líku sniði og áður. Hún þyrfti þó
að vera meiri og fjölbreyttari.
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
79