Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 81

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 81
í framkvæmdastjórn SÁÁ fyrir hönd borgarinnar og í stjórn sjúkrastöðvar SÁÁ þar til í ágúst. Markmið áfengisvarnardeildar er tvíþætt. Annars vegar er þjónusta við þá sem komnir eru í vanda vegna drykkju eða annarrar vímu- gjafaneyslu aðstandenda sinna, og hins vegar fræðsla og fyrirbyggjandi starf. Húð- og kynsjúkdómar A deildina komu 1108 einstaklingar, þar af 961 vegna kynsjúkdóma. Heimsókn- ir á deildina voru 2925. Af þessu fólki reyndust: 2 hafa sárasótt (þar af 1 nýtt tilfelli á þessu ári), 2 hafa linsæri (2 karlar) og 273 hafa lekanda (111 konur, 162 karlar). Atvinnusjúkdómar Menn leituðu til atvinnusjúkdómadeildar af sjálfsdáðum, eftir ábendingum öryggiseftirlitsmanna, heilbrigðisfulltrúa og lækna. Skoðaðir voru vinnu- staðir að tilmælum sömu aðila og einnig atvinnurekenda. Almenn upplýsinga- þjónusta var alltímafrekt starf. Meðal annars voru veittar upplýsingar um hættuleg efni, ýmsa áhættuþætti á vinnustöðum, hvernig og hvert sé hægt að snúa sér, þegar vandamál koma upp o.s.frv. Deildin safnaði í samvinnu við bókasafn Heilsuverndarstöðvarinnar upplýsingum úr ýmsum ritum. Keypt voru nokkur tímarit sem fjalla um atvinnuheilbrigðismál sérstaklega og önnur er fjalla um faraldsfræði, samfélagslækningar og umhverfisheilbrigðismál. Atvinnusjúkdómadeild stóð að hópskoðunum á starfshópum. Umfangsmest var þetta í sambandi við rannsóknir Iðntæknistofnunar á blýi í umhverfi manna og var það framkvæmt í samvinnu við rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskól- ann. Þá var höfð samvinna við Heyrnar- og talmeinastöð Islands um athugan- ir á hávaða á vinnustöðum og heyrnartjón af hans völdum. Smærri hópar manna voru skoðaðir og rannsakaðir vegna ýmissa vandamála, oftast vegna kvartana um atvinnusjúkdóma, sem upp hafa komið meðal starfsmanna á ýmsum vinnustöðum. Tannlækningar í barnaskólum Alls komu til skoðunar 11427 börn, þar af 6901 á aldrinum 6-12 ára. Til einkatannlækna fóru 1428 eða, 16,64%. 243 börn 6-12 ára, eða 2,8%, fóru ekki til skólatannlæknis né fengu áritaða reikninga fyrir tannlæknishjálp. Allg unnu 28 tannlæknar 4596 vinnudaga. Þeir meðhöndluðu börn í 34631 skipti, lögðu 27388 varanlegar fyllingar, gerðu 2126 rótaraðgerðir, tóku 14920 röntgenmyndir og drógu 1825 tennur. Flúortöflur voru afhentar á barna- deildum heilsugæslustöðva og hjá skólatannlæknum. Mikið hefir dregið úr þeim áhuga á flúortöflum, sem var í upphafi. Þær umræður um flúor, sem farið hafa fram í fjölmiðlum,-hafa því miður verkað andstætt því sem til var ætlast. Fræðslustarfsemi var rekin í skólum með líku sniði og áður. Hún þyrfti þó að vera meiri og fjölbreyttari. HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.