Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Side 91

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Side 91
og nota efni og efnasamsetningar í X- og A-hættuflokkum. Mælt var með öllum umsóknum nema 4 (66 frá garðyrkjumönnum, garðyrkjubændum eða bændum, 3 frá meindýraeyðum, 3 frá skógræktarmönnum og 5 frá öðrum). í 5 tilvikum var ekki tekin endanleg afstaða til umsókna vegna þess, að upplýsingar voru ófullnægjandi. Nefndin mælti með öllum 5 umsóknum, er bárust um leyfis- skírteini (rauð) til þess að mega kaupa og nota fenemal og tríbrómetanól til útrýmingar á svartbaki og hrafni í æðarvarpi. Mælt var með 22 af sam- tals 23 umsóknum um leyfisskírteini (rauð) til þess að mega kaupa og nota tiltekin eiturefni í hættuflokkum I og II. Nefndin fjallaði um framlengingu söluleyfis Sölufélags garðyrkjumanna hf., sbr. ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 132/1971. Mælti nefndin með framlengingu söluleyfis. Nefndin samdi drög að reglugerð um breyting á reglugerð nr. 129/1971 um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna og sendi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Var reglugerð þessi (um vatnsblöndun metanóls) síðan staðfest og gefin út (nr. 624/1980). Nefndin samdi einnig drög að reglugerð um mörk lindans (hexicíðs) og ísómera þess í tilteknum matjurtum, smjörfitu og smjörlíkisfitu. Var reglugerð þessi staðfest og gefin út (nr. 525/1980). Fjallað var um 37 umsóknir um skráningu eiturefna og hættu- legra efna til nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Mælti nefndin með 16 umsóknum, hafnaði tveimur, en endanleg afstaða var ekki tekin til annarra umsókna. Felldar voru af skrá samtals fjórar efnasamsetn- ingar. Gengið var frá tilkynningu 7/1980 L um yfirlit yfir plöntulyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingarefni, er flytja má til landsins, selja eða nota, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 132/1971, og skrá yfir framleið- endur og umboðsmenn, er heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf út 21.5. Farið var yfir sölubækur fyrirtækja, er selja færsluskyld efni og efnasam- setningar, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 455/1975. Er gerð grein fyrir sölu umræddra efna í fylglskjölum I og II. 4, Ýmis mál Nefndin beindi þeim tilmælum til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, að eigi yrði framvegis notað benzen til þess að menga spíritus. Voru þessi til mæli fram komin vegna alvarlegra eiturhrifa benzens. Allmiklar umræður urðu um notkun nítríta og nítrata í matvæli og var samþykkt að endurskoða gildand reglugerð um þetta efni (nr. 243/1974). Rætt var við yfirskólatannlækni um dreifingu á flúortöflum til skólabarna og notkun flúortannkrems. Álit nefnd arinnar var, að nauðsyn bæri til þess að skrá flúortannkrem. Fjallað var um freon-sambönd og hættu á eyðingu ózonlags í háloftum. Nefndin tók ekki afstöðu til banns við notkun þessara efna í úðabrúsum að sinni. Til umræðu kom margháttuð notkun asbests, m.a. í rör, í lyfjaiðnaði og við matvælafram- leiðslu. Sendi nefndin heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu allýtarlega greinargerð um þessi atriði. Upp komu á árinu nokkur mál um förgun eitur- efna. Telur nefndin, að fyllri ákvæða sé þörf um slík mál. Nefndin lagði til, að settar yrðu reglur um sölu metanóls, blandað ricínusolíu, til elds- neytis á svokallaða módel-mótora. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu var bent á, að kaffein gæti hugsanlega skaðað mannsfóstur. Gerðar voru til- lögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um nauðsyn frekari rannsókna í mengun í og í námunda við álverið í Straumsvík. Var það gert í framhaldi af niðurstöðutölum rannsókna nefndarinnar, sem birtast munu á prenti. Fjallað var um veitingu starfsleyfis fyrir nýja saltpéturssýruverk- smiðju við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Á grundvelli fyrri rannsókna sinna um mengun frá verjcsmiðjunni setti nefndin fram ákveðnar kröfur um mengunarvarnir og mælingar. Var á þetta fallist. Til umræðu var hugsanleg tnengun af völdum lífrænna leysiefna í tússpennum. Fjallað var um hættu á flúoreitrun vegna tækjabilunar í vatnsveitum þar, sem flúor er bætt í drykkjarvatn. HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.