Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 127
Ólafur Ólafsson, Ólafur Hergill Oddsson
AUKNING Á TÍÐNISKRÁÐS LEKANDA
Á ÍSLANDI
Veruleg aukning var á skráðum tilfellum af
Iekanda á íslandi á árunum 1975-1978. Hver
sem skýringin er á þessari aukningu, pá er
ljóst, að íslenskir læknar þurfa að halda vöku
sinni varðandi þennan sjúkdóm, og að bæta
verður fræðslu og ráðgjöf til áhættuhópa.
Aukning á skráðum lekandatilfellum á Is-
landi og í nokkrum öðrum löndum sést á
mynd 1(1).
Fjöldi tilfella lækkaði hratt á árunum 1955-
1959 eða úr nær 300 í rúm 50 tilfelli árlega á
100.000 íbúa. Fjöldi tilfella var síðan minni en
100/ár/100 púsund íbúa, par til strax upp úr
1970, en lekandatilfellum fjölgar mest á árun-
um 1975-1978. Nú er nýgengi sjúkdómsins
svipað og á hinum Norðurlöndunum.
HVERJIR SÝKJAST AF LEKANDA?
Á peim farsóttaskráningaeyðublöðum, sem
giltu til áramóta 1979/1980 var skráð kyn og
aldur sýktra. Tafla I sýnir aldursdreifingu
lekandatilfella 1973 og 1977.
Nýgengi er hæst meðal karla 20-24 ára og
kvenna 15-19 ára. Veruleg fjölgun lekandatil-
fella var í öllum aldursflokkum en pó langmest
meðal fólks á aldrinum 25-34 ára eða 186%.
Meðal kvenna í peim aldurshóp hefur nýgeng-
ið margfaldast, aðallega í hópnum 15-19 ára
eða 109 %. Minnsta aukningin hefur orðið
meðal karla á aldrinum 20-24 ára eða 42,4 %.
Meðal karla og kvenna 34 ára og eldri hefur
orðið nokkur fjölgun.
Hlutfallsleg dreifing á milli aldurshópa er í
aðalatriðum svipuð og á hinum Norðurlönd-
unum og í Bretlandi, p.e.a.s. lekandi er fyrst og
fremst sjúkdómur ungs fólks á aldrinum 15-24
ára og eru konur að jafnaði yngri við sýkingu.
Þó sýkjast fleiri karlar en konur.
ATVINNU- OG HJÚSKAPARSTÉTTIR
Á árinu 1980 voru 224 einstaklingar sem
leituðu til Kynsjúkdómadeildar Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur skráðir með lekanda
en 197 með pvagrásarbólgu, sem ekki var af
lekanda uppruna. í töflu II má sjá hvernig
hópurinn skiptist eftir atvinnustéttarlykli Hag-
stofu íslands.
Fjölmennasti hópurinn voru nemendur en
síðar kom ófaglært iðnaðarfólk og atvinnuleys-
ingjar og peir er ekki voru skráðir í atvinnu-
stétt. Athygli vekur, að sjómenn eru í miðjum
hópi eða með svipaða tíðni og fólk með æðri
menntun og eða við verslunar- og skrifstofu-
störf. Ekki er vitað um heildarfjölda fólks í
peim stéttum sem hér eru nefndar og pví ekki
unnt að reikna út hlutfall einstakra stétta
meðal peirra er skráðir eru með lekanda. Svo
virdist pó ad lekandasýking geti komid fyrir í
flestum stéttum.
Nýgengi í dreifbýli og þéttbýli
I töflu III sést dreifing og tíðni tilfella í
Reykjavík og á landsbyggðinni árið 1973 og
1977.
Hér er stuðst við hvar tilfellin eru skráð og
reyndist um 2/3 hluti tilfella skráð í Reykjavík.
Hugsanlegt er, að utanbæjarfólk leiti nokkuð
til Reykjavíkur til meðferðar.
Aukning á milli ára er svipuð á báðum
stöðunum, p.e. 93,3 % í Reykjavík og 105,2 %
á landsbyggðinni, en alls 96,6 %.
Tafla I. Kynsjúkdómar.
1973 1977
ka. ko. ka. ko.
14 ára....... 3
15-19 ára....... 38 42 75 88
20-24 ára....... 99 37 141 71
25-34 ára....... 41 5 86 46
35-44 ára....... 4 2 14 7
45-64 ára....... 2 — — —
65- ............ - - — -
184 + 86 = 270 316 + 215 = 531
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
125