Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 1

Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 1
LAND FRJÁLS ÞJÖÐ_ MÁLSVARI VERKALÝÐSHRE YFINGAR OG VINSTRI STEFNU 9 1. tbl. 17. janúar 1969. 1. árg. Síðustu f réttir Þegar blaðið fór í prentnn var talið líklegt að undirritað yrði sd. í dag samkomulag milli ríkisstjómarinnar, atvmnurek- enda og A.S.Í. Kveður það á um að komið verði upp atvinnu- nefndum í öllum kjördæmum, undir stjóm Atvinnumálanefnd ar, er fái 300 millj. kr. til ráð- stöfunar. Þá gefur rstj. fyririseit um að aukið verði framlag til Byggingasjóðs og rekstrarlán til atvinnufyrirtækja stóraukin. > n ... „J NÝTT Til þess að bót á atvinnuleysinu þarf „STÓRFÉ það dugir ei minna” niiiiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitfiiiiiiiuiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiJL Forsíðuleiðari | Um tvennt að velja | Eftir Björn Jónsson Hverju mannsbarni er nú orðið ljóst, að gengisfellingin I 1 mikla í nóvember sl., sem ríkisstjórnin fullyrti að mundi \ I skapa atvinnuvegunum traustan starfsgrundvöll og í kjöl- I | far þess færa vinnustéttunum atvinnuöryggi, hefur í fram- I § kvæmd leitt til þveröfugrar áttar. f stað stöðugrar og nægr- j = ar atvinnu, sem Alþýðuflckkuriiui boðaði á flokksþingi sem | i grundvallarskiiyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi | : við Sjálfstæðisflokkinn og foringjar hins síðartalda hafa í = við hvert tækifæri geypað um sem sitt helgasta baráttumál, | | hefur þjóðin fengið yfir sig slíkt atvinnuleysi að þess eru i i engin dæmi síðan á kreppuárunum á f jórða tugi aldarinnar. | = Á hverjum degi bætast tugir og jafnvel hundruð verkafólks i i úr flestum starfsgreinum í atvinnuleysingjahópinn og er i i nú ekki ofáætlað að heildartala atvinnulausra sé á fimmta \ I þúsundinu. i Þótt svo hörmulega sé komið fer því þó fjarri að nokkrar | i líkur séu til að hér verði á stórbreytingar til batnaðar í § I náinni framtíð að óbreyttri stefnu ríkisstjómarinnar og Í i þeirra skólaspeki hennar, sem hún sækir öll ráð til varðandi | i aðgerðir í efnahagsmálum og stjórn peningamála. Sú stefna \ i byggir öðru fremur á því að „Ieysa“ vandamál utanríkis- § í viðskipta þjóðarinnar einhliða með neikvæðum aðgerðum, f i allsherjarsamdrætti í neyzlu, hrapandi kaupmætti verka- I = manna og þarafleiðandi stórfelldum samdrætti í innflutn- | I ingi. f samræmi við þessa stefnu þverskallast „sérfræðing- i Framhald á bls. 2. i Atvinnuleysið á íslandi í dag er sök ríkisstjórnarinnar og sér fræðinga hennar. Það stafar hvorki af verðhruni afurða er- lendis, minnkandi afla, eða erf- iðu árferði. Það er bein afleið- ing síðustu efnahagsráðstafana. í kjölfar gengislækkunarinnar þurfti atvinnureksturinn á stór- auknu rekstrarfé að halda til að mæta þeim kostnaði sem 100% hækkun erlends gjaldeyris á einu ári hefur í för með sér. Það rekstursfé fær hann ekki og er þá nauðugur einn kostur að draga saman seglin, minnka framleiðsluna og segja upp verkafólki. Og sá samdráttur er takmark rif'isstjórnarinnar og sérfræðinga hennar. Hann er ó- lijákvæmilegur þáttur í þeirra „Iausn“ á efnahagsvandanum. Með peningalegum ráðstöfunum á að skapa þann samdrátt sem nægi til almennrar neyzluskerð ingar, sem aftur á að draga úr innflutningnum og rétta við greiðsluhallann við útlönd. Það er yfirveguð og þrauthugs uð stefna ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar, að bæði fólk og atvinnuvegir svelti, þar til því takmarki er náð. ÁLYKTANIR ASÍ-ÞINGS Ríkisstjómin ber alla sök á vandamum. Það er hennar að leysa hann. Framh. á bls. 2. jiiiiftiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiitHtiiiiimiiiiititfttirauuwiuuuiiiiimwtiiuiiinmiuMiunttJiiitiiiiHiiiHiiiiiiiiimH ÁVARP iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiii) Blaðið, sem í dag hefur göngu sína, og hlotið hefur nafh- 3 ið Nýtt land — Frjáls þjóð, boðaði komu sína í seinasta | tölublaði Frjálsrar þjóðar, og vísum vér til þeirra upplýs- | inga, er þar birtust. Með tilkomu nýrra manna í „Hlutafélagið Huginn“, er | útgáfu blaðsins komið á nýjan og breiðari grundvöll. Ekki þurfa menn að renna blint í sjó um það, hver verði 1 meginstefna þess blaðs, sem tekur í arf varðstöðu í þjóð- | frelsismálum íslendinga, færist það í fang að sameina | sundruð öfl vinstri hreyfimgar í landinu og verður m. a. | málgagn þrautreyndra forustumanna í verkalýðshreyfingu I og þjóðmálabaráttu, eins og Bjöms Jónssonar og Hannibals § Valdimarssonar. Þessa menn er a. m. k. óþarft að kynna | íslenzkum blaðalesendum, enda verður það ekki gert í | þessum ávarpsorðum. Vinstri menn á íslandi hafa lengi þráð að geta tekið f höndum saman til myndunar sterku og áhrifaríku þjóð- 1 félagsafli, en til þessa hafa allar slíkar tilraunir misheppn- | azt. Og sjaldan eða aldrei hafa menn virzt fjarlægari því I takmarki en einmitt nú. Ófarsæl ofstækisöfl hafa gengið af Alþýðubandalaginu | dauðu, og er liðskostur þess nú a. m. k. klofinn í þrjá hluta. | Alþýðuflokkurinn hefur í heilan áratug kosið sér sam- 1 fylgd með íhaldsöflunum, og sjást þess engin merki, að | þau ástbönd slitni í bráð. Og þótt Framsóknarflokkurinn sé harður í stjórnarand- | stöðu, telja menn sig hafa af því margfalda reynslu, að | honum sé síður en svo fulltreystandi til að framfylgja svo | = Framh. a bls. 2. riiiiiiiiiiMitiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiimiiiiiiiiitiiiiiiiiHiiiiiHiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiifimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hver vill skælast út á sjó fyrir 8-10 þúsund kr. á mánuði Samningarnir snúast um það, hvort eigi að manna flotann eða ekki, segir Tryggvi Helgason í viðtali við blaðið „Án verulegrar kjarabótar sem geri mönnum kleift að fram- fleyta fjölskyldu af tekjum sín- um. má búast við að stór hluti sjómannastéttarinnar gefizt upp, taki pokann sinn og fari í land. Það lifir enginn af þeim 9—10 þús. krónum sem kaup- tryggingin gerir nú að frádregn um fæðiskostnaði. Og það Iifir enginn í ár af hátekjunum frá því í hitteðfyrra.“ Þannig fórust Tryggva Helga- syni form. Sjómannafélags Ak- ureyrar orð, er við hittum hann að máli, en hann er einn af samningamönnum sjómanna. Við hófum viðtalið með því að spyrja Tryggva: Sp.: Hvernig hafa kjör báta- sjómanna verið undanfarin ár? Þar hefur í sem fæstum orð- um sagt verið um algert hrun að ræða hjá þeim hluta flotans, sem hefur stundað síldveiðar. Á öðrum veiðum hofur naumast verið um nokkur uppgrip að ræða, en þó hefur ástandið þar versnað líka með minnkandi afla magni og lækkandi verðlagi. Sem dæmi um þetta má nefna, að árið 1966 var hásetahlutur á einum síldveiðibátanna 352 þús. kr., en fór niður í 197 þús. kr. árið 1967 — og þá þurftu þeir að borga skattana af hátekjun- um árið áður — og svo alveg í botn á sl. ári, þá fékkst bara tryggingin, ca 140 þús. kr. yfir árið — sem að frádregnu fæði gerir lítið yfir 80 þús. kr. Nú má heita að mikill hluti stéttar- innar sé á föstum launum — tryggingunni — og þá kemur berlega í ljós hvað hún er óhæfi lega lág. Sp.: Hverjar eru meginkröfur sjómanna, Tryggvi? Meginkröfur sjómannaerutvær og gætu varla verið einfaldari: 1. Frítt fæði um borð. 2. Aðild bátasjómanna að líf- eyrissjóði togaramanna og far- manna. Sp.: Hvers vegna kusuð þið heldur að setja kröfurnar fram í þessu formi fremur en taka upp slaginn gegn Iögþving- aðri lækkun aflahluta? í fyrsta lagi vegna þess, að þegar meiri hluti bátaflotans er kominn á fast kaup — trygg- inguna — hefur aflaprósentan minna að segja heldur en þegar vel veiðist. í öðru lagi þá verður hins veg- Tryggvi Helgason ar fæðið tilfinnanleg tekjuskerð ing, gleypir upp allt of stóran hlut þessara lægri tekna. í þriðja lagi; togaramenn og Framhald á bls. 9.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.