Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 4

Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 4
4 NYTT LAND frtals þtqð Forleikur Tjaldið lyftist með því að Lúðvík Jósefsson og félagar ákveða Landsfund Alþýðu- bandalagsins fyrstu helgi í nóvember. Var ætlun þeirra að hafa það fyrir flokksþing Sósíalistaflokksins, svo að flokksmenn þar stæðu framtrii fyrir orðnum hlut, sem engu tjóaði um að þoka. Mundi þá og líta svo út, sem þetta færi fram án frumkvæðis og þvingunar Sósíalistaflokksins. En Einar reyndist þeim miklu klókari. Líf tók að færast í dofna og stirðnaða Iimi Siósíalistaflokksins. Á miðs.:jórnarfundi var Lúð- vík ofurliði borinn og sárn- þykkt með 19 atkvæðum gegn 7 að halda flokksþing Sósíalistaflokksins viku á undan landsfundinum.Skildu allir til hvers refirnir voru skornir: Á flokksþinginu skyldu s kilyrðin sett fyrir því, hversu AB yrði heiman búið. Og nú tók heldur betur að koma líf í tuskurnar. Einar þeysti sjálfur persónulega út um allar jarðar og er í frá- sögur fært, að „ekki hafi enn í manna minnum/meira rið ið nokkur íslen<Jingur‘‘. Spruttu hvarvetna úr hóffari hans endurvakin Sósíalista- ^ „Brúðuleikhúsið hans Einars" sýnir: §0 GAMLAR LUMMUR 3 einþáttunga úr gömlum revýum féfeg, eins og grasleysið úr hóffari fyrirrennara hans, Atla Húnakonungs. Lagði hann hendur yfir hina villu- ráfaridi og reikulu í trúnni, læknaði kranka og niður- fallssjúka og reisti margfram liðin og meðliinalaus Sósíal- istafélög enn upp frá dauð- um. Og mörg fleiri krafta- verk vann hann. Kusu svo þessi félög full- trúa eftir meðlimaskrám fornum frá blómaskeiði flokksins, og mun láta nærri að þeir hafi verið helming- ur þingfulltrúai Hinir komu frá, Sósíalis.tafélagi Reykja- víkur. Leið svo og beið fram á haustið og höfðu allir kosið nema hið eina lifandi félag flokksins, höfuðvígi hinnar hreinu og ómenguðu trúar- játningar, Sósíalistafélag Reýkjavíkur. Með því að „slík kpsning-gengur fyrir sig eftir föstum reglum skulum við fletta upp í SÍA-skýrslu Hjörleifs Guttormssonar, formanns kjördæmaráðs AB á Austfjörðum, en hann lýsir aðdraganda flokksþings- ins 1960 svo: „1. Forleikur: Um það leyti sem mig bar á land (þ. e. frá Austur-Þýzkalandi), var kosningabaráttan í full- um gangi. Meðal félaga var mikið rætt um „lista“, sem í gangi voru og höfðu sum- ir séð þrjá, en aðrir fjóra eða fleiri. Loft var allt lævi blandið, svo sem stórviðburð ir væru í aðsigi. Menn gengu um hljóðlega, en þó margir með nokkurri skyndingu, ræddust við í hópum, sem þó þögnuðu, ef „óviðkom- andi“ félagi nálgaðist. Á skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur var mikið ann- ríki og hlóðust inn félags- gjöld úr ólíklegustu áttum. Minntust nú margir flokks- ins síns og borguðu upp maigra ára skíldir (félags- gjöld). Jón Rafnsson var ekki einu sinni viss um að hafa litið þá alla augum fyrr... „Rógburður og grýlusögur »,.... Þannig er andrúms loftið í höfuðfélagi Sósíal- istaflokksins dagana fyrir fulltrúakjör, sem fara skyldi fram aðeins einum degi fyr- ir setningu flokksþingsins. Listunum fylgdi rógburður og grýlusögur um framá- menn flokksins, og aðra fé- laga, sem stungið hefur ver- ið upp á, og flestar með ó- líkindum. Náði efni þeirra allt upp í fjársvik, er næmi tveimur til þremur milljón- um króna, en ekki dettur mér í hug að festa neitt frek ar af þeirri viðbjóðslegu framleiðslu á pappír. Aðeins samjöfnuður við hatrömm- ustu togstreitu innan borg- • araflokkanna' kemu'r hér’ til greina, og meðulin eftir því. Rétt er að geta þess hér, að I. NÁBJARGIRNAR Var flokksþingið riú sett og til að fá nokkurn for- smekk af upphafi slíkra samkvæma skal enn flett upp í skýrslu Hjörleifs frá 1960: „í upphafi kvöldfundar flutti Ingi R. Helgason álit kjörbréfanefndar. Lagði hún til að öll kjörbréf 117 full- trúa og 6 áheyrnarfulltrúa yrðu samþykkt, enda þótt nokkra meinbugi væri að finna á sumum þeirra. Kjör- bréf einstakra fulltrúa utan af landi höfðu t. d. verið rit uð i Reykjavik, EFTIR komu þingfulltrúa þangað og meðlimaskrá hlutaðeig- andi félags samin eftir minni.“ (!!) Enginn mun þó hafa ver- ið framliðnari á þinginu en Geir Gunnarsson, en hann var fulltrúi félags í Hafnarfirði, sem fyrir margt löngu hafði samþykkt og bókað að leggja sjálft sig niður. Gekki hann því með dánarvottorð upp á vasann í stað flokksskírteinis. Reynd ar afsakaði Geir þetta til- tæki við félaga, en hvað hefði hann átt að gera úr því Einar bað hann að láta ekki smá formsatriði standa í vegi fyrir þingsetu! Gekk svo allt sinn vana- gang, nema hvað Kjartan Helgason vann þau helgi- spjöll að hæla Hannibal: hvað sem um skoðanir hans mætti segja, þá væri hann ófeiminn að láta þær í ljós og standa við þær, og væri það munur eða kamelljón miðjumanna (þ. e. Einars- sinna) sem skiptu lit eftir þvx að hvaða klíkum þau sneru í það og það skiptið. Sló felmtri á þingfulltrúa og stóð upp Bjarni Þórðar- son frá Neskaupstað og kvað það firn mikil að menn nefndu snöru í húsi hins framliðna meðan hann enn lægi á llkbörunum. Er svo ekki að orðlengja það, að samþykkt var með drjúgum meirihluta að veita flokknum nábjargirn- ar, þar sem „íslenzk alþýða“ yrði ekki framar sameinuð í Sameiningarflokki sínum Sósíalistaflokknum, eins og það var orðað. Var síðan skorað á ís- MEGA ÞEIR EKKI GRÆÐA? Morgunblaðið og Vísir eru sífellt að tönnlast á því, að vondir vinstri menn hafi eitrað hugarfar þjóðarinnar: Hér megi enginn græða á atvinnurekstri. Það þyki ganga glæpi næst. Fólk rjúki upp til handa og fóta: gríp- ið sökudólginn, hrifsið af honum gróðann. Refsið hon um! Og Vísir fer að útskýra fyrir okkur að gróði sé alls ekki dregið af græðgi(l), heldur sögninni að gróa, að láta eitthvað vaxa og dafna. Gróðanum sé ætlað að við- halda tækjum og mannvirkj- um, kaupa og byggja ný, afla rekstrarfjár, svo að fyr- irtækin megi eflast af eigin fé, en ekki náðarbrauði hálfpólitískra bankastofn- ana, skila arði af fjármagni eigenda og lánveitenda. Það sé hreint ekkert óhreint við blessaðan gróðann. Þvert á móti sé það öllum til hags- bóta að hann sé sem rífleg- astur. Erum við vinstri menn virkilega svona vondir. Höf- um við bitið hendurnar sem hafa fætt okkur, hundelt fyrirtækin sem við eigum af- komu okkar undir, varnað þeim að eflast af eigin fé, koma upp eigin sjóðum, hleypt á þau gírugri skatt- heimtuvél, sem hremmir hvern eyri, sem þau ekki skjóta undan sér til lífs- bjargar, rægt þau og ofsótt á alla lund? Það er eins og mann minni, að undanfarin 10 ár „Stillir sina strengi af slikri fingrafimi, að menn gcetu haldið, að brúðurnar vceru lifandi." engin teljandi átök um full- trúakjör urðu í öðrum félög um (þeim dauðu! (Innsk.gr. höf.), en víðast fullur ein- hugur og var Sósíalistafélag Reykjavíkur síðast Sósíalista félaga til að kjósa fulltrúa.“ Úrslit urðu nú sem jafn- an áður: Enda þótt hinum sanntrúuðu væri í lófa lag- ið að taka alla fulltrúana, glopruðu þeir þriðjungi til Einarsmanna, sökum með- fæddrar óbeitar hinnar kúg- uðu stéttar á því að vera í meirihluta. Þeir kjósa sér það hlutskipti að vera á móti meirihlutanum. Voru 'Örlög- flokksins þannig inn- ■ sigluð og það eitt eftir að spyrna móti broddunum! lenzka sósíalista að samein- ast í Alþýðubandalaginu. Þó var sá böggull látinn fylgja skammrifi, að líkið yrði látið standa uppi fram til áramóta, og þá því að- eins holað ofan í jörðina, að Einari líkaði samsetning forystu hins nýja Alþýðu- bandalags. Brygðist hún von um hans, yrði líkið látið látið standa uppi í híbýlum Alþýðubandalagsins til ei- lífðarnóns. Að lokum sungu menn „innt er: Nasjón alinn“ og hélt svo hver heim til sín. hafi setið í landinu ríkis- stjórn, sem hafi talið sig vel- viljaða og hliðholla at- vinnu- og verzlunarrekstri. Hún ætlaði að færa þessum aðilum ótakmarkað frelsi. Hún setti sérstök skattalög, sem áttu að gera hverjum manni loksins fært að reka fyrirtæki án þess að svíkja undan skatti. Því til á- herzlu setti hún upp j kjöl- farið skattalögreglu, sem átti miskunnarlaust að hafa Framh. á bla. 10.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.