Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 12

Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Blaðsíða 12
NÝTTLAND FRTÁLS ÞJQÐ MÁLSVARI verkalýðshreyfingar og vinstri stefnu 17. janúar 1969 STÓRÁFALL SÍS VIÐ SÖLU ELDRI FISKVERKSMIÐJUNNAR I USA? Á árinu 1966 tók til starfa ný fiskverksmiðja Iceland Pro- ducts, Inc., dótturfyrirtækis SÍS í Bandaríkjunum. Var gamla verksmiðjan þá sett á sölulista hjá fasteignasölum en lengi vel án þess nokkurt tilboð bær- ist. Hins vegar gerðist það, skömmu eftir að SÍS hafði að kröfu Seðlabanka og Lands- banka, vikið úr starfi forstjóra Iceland Products, Sverri Magn- ússyni, að tilboð barst í gömlu verksmiðjuna frá fyrirtækinu Pro-Pak Inc. og var hún seld því fyrir 125.000 dollara. Eigendur þess reyndust vera bræðumir Sverrir og Ragnar Magnússynir. Frá aðalfundi Hugins h.f. Á framhaldsaðalfundi Hugins hf., sem haldinn var um ára- mótin, voru eftirtaldir menn kosnir í stjóm félagsins: For- maður Haraldur Henrysson, varaformaður Bjöm Jónsson, ritari Einar Hannesson og með- stjómendur Ólafur Hannibals- son og Alexander Guðmundsson. Varamenn voru kjömir Þor- varður Ömólfsson og Karl Áma »n. Endurskoðendur eru Ottó Björnsson og Hermann Jónsson. Á fyrrnefndum fundi var á- kveðið, eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu, að bjóða út aukið hlutafé allt að 600 þús- und krónur og yrði hlutaféð þá aVs ein milljón króna. /---------------------- I Atvimmleysingjar á 5. þúsund Atvinnuleysið, sem siglt hefur í kjölfar efnahagsráð- stafana ríkisstjómarinnar er nú orðið geigvænlegt vanda- mál. Skráðir atvinnuleysingj ar í Reykjavík eru nú að nálgast þúsundið. Á Akureyri nær 400. Víða um land þar sem frystihúsin hafa ekki komizt af stað, liggur við neyðarástandi. Samkvæmt lauslegri könnun, sem blaðið gerði í vikunni virðist ekki ofílagt að telja atvinnuleys- ingja á öllu landinu um 4000 talsins. - _____________________/ Hér heima hefur verið stað- hæft, að SÍS hafi ekkert um þetta vitað fyrr en eftir á. Einn Sverrir Magnússon. ig að sölukerfi SÍS hafi við þetta farið allt úr skorðum og um 40% sölukerfis þeirra hafi farið til Pro-Pak Inc. Ætti Samband- ið því í miklum erfiðleikum vegna þessarar vanhugsuðu sölu. Við höfðum samband við Sverri Magnússon, sem nú er staddur hér á landi Vegná máls þess, sem hann hefur höfðað gegn bankastjórum Seðlabank- ans og Landsbankans, vegna óréttmætra sakargifta og lög- lausrar frávikningar úr starfi. Sverrir kvað það varla hafa getað farið framhjá stjórnend- um SÍS, hverjir kaupendumir væru, því að gera hefði þurft samninga, bæði um veð og fleira, sem hinir nýju eigendur hefðu undirskrifað. Auk þess mundi Sambandinu hafa borizt um þetta vitneskja annars stað ar frá. Sverrir kvaðst ekkert geta sagt um sannleiksgildi þess hversu stór hluti viðskipta- manna Iceland Products skipta við Pro-Pak Ine. Sölukerfið væri ekki svo fast í reipunum, að menn skiptu því á milli sín í ákveðnum hlutföllum. í Banda ríkjunum stunduðu menn við- skipti eftir því sem hagkvæmast væri hverju sinni. Ef SÍS hefði beðið eitthvert tjón af þessu, hlyti það fyrst og fremst að vera vegna þess að víkja úr starfi reyndum mönnum með mikla þekkingu á þessu sviði viðskipta og fela það í staðinn manni sem óreyndur væri á þessum markaði. Aðspurður um, hvort hann fengi fisk héðan til framleiðslu sinnar, sagði Sverrir að sér hefði ekki verið neitað um það. Hins vegar krefði SÍS staðgreiðslu og væri sér ekki kunnugt um að aðrir viðskiptamenn yrðu að hlíta þeim kjörum. Ennfremur krefðu þeir 2 centum meira á pund en almennt markaðsverð væri. Hins vegar kvaðst hann ekki þurfa að kvarta yfir við- skiptum við S.H. ,".... ■' Um hvað sömdu þeir? Það er á almannavitorði, að þegar í sumar buðu Sós- íalistar öðrum stjórnar- flokknum, Alþýðuflokknum samstarf um stjórn ASÍ með hugsanlega Jón Sigurðsson sem forseta. Þegar í október hófust formlegar samninga- viðræður og tóku þátt í þeim af hálfu komma, Eð- varð, Einar Ögmundsson og Snorri, en Jón Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson og Jóna Guðjónsdóttir af hálfu krata. Vitað er að samning- ar tókust. Ætlast var til að íhaldið yrði með í kaupun- um, enda hefur Alþýðu- flokkurinn ekki efni á að rifta margra ára samstarfi í verkalýðshreyfingunni við samstjórnarflokk sinn. Kvisast hefur, að ef Eð- varð hefði orðið forseti, áttu stjómarflokkarnir að fá 8 af 15 miðstjórnarmönnum eða hreinan meirihluta. Hefði Jón orðið forseti, áttu þeir að láta sér nægja minna. En allt varð þetta að engu af því, að þegar til þings kom neituðu Alþýðuflokks- Framhald á bls. 10. Ólafur Hannibalsson Björgúlfur Sigurðsson. Starfsmenn blaðsins í sambandi við þær breyting- ar sem hafnar eru með þessu blaði á útgáfustarfsemi Hugins hf., hafa mál skipast svo að þeir Jóhann J. E. Kúld, sem verið hefur framkvæmdastjóri félags- ins að undanförnu og Júníus Kristinsson, sem gegnt hefur starfi ritstjóra, hverfa nú úr þeim störfum, en við þeim taka þeir Björgúlfur Sigurðsson sem framkvæmdastjóri og Ólafur Hannibalsson sem ritstjóri. í stað ritnefndar, sem starf- andi hefur verið við blaðið tekur nú við blaðstjórn, sem verður ábyrg fyrir meginstefnu blaðs- ins. Blaðstjórnina skipa þeir Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands íslands, Har- aldur Henrysson fulltrúi og Magnús Torfi Ólafsson, verzlun- arstjóri. Stjóm útgáfufélagsins þakkar þeim Jóhanni og Júníusi ágæt störf og ánægjulega samvinnu og lýsir jafnframt miklum von- um sínum um störf þeirra Ólafs og Björgúlfs, sem báðir eru að ágætum hæfileikum og störfum, hvor á sínu sviði, kunnir. Fv. borgarfógeti í rannsókn Eftir heimildum, sem blaðið telur áreiðanlegar en hefur þó ekki fengið staðfestar, hefur Ríkisendurskoðunin nú með höndum rannsókn á embættis- færslu fyrv. borgarfógeta í Reykjavík. Ennfremur, að málið sé kom- ið á það stig að skattalögreglan hafi fengið áhuga á því og muni yfirfara niðurstöður rannsókn- arinnar nákvæmlega þegar þar að kemur. HLUTAFJÁRÚTBOÐ Á aðalfundi Hugins hf., sem haldinn var í desember, var ákveðið að fela stjórn félagsins að auka hlutafé þess í allt að eina milljón króna til að efla útgáfu- starfsemina og gefa sem flestum stuðningsmönnum blaðsins tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á útgáfu þess. Stjórnin hefur ákveðið, að hefja nú þegar söfnun hlutafjár með ofangreint markmið í huga. Hún biður núverandi hluthafa, sem vilja neyta forkaupsréttar samkvæmt samþykktum félagsins, að láta vita um það hið fyrsta. Aðrir, sem áhuga hafa á þvi að gerast hluthafar og þar með þátttakendur í útgáfu þessa blaðs, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna í Ingólfsstræti 8, símar 1 99 85 og 1 83 50 og láta skrá þar hlutafjárloforð sín og greiða þann hluta þeirra, sem þeir eru reiðubúnir til. Við sem að þessu blaði stöndum, álítum, að aldrei hafi verið meiri þörf á FRJÁLSU blaði á Islandi, óháðu þröngsýnum flokkshagsmunum og ofstækis- fullum pólitískum sértrúnaði. Við viljum skapa slíkt blað. En þar þurfa fleiri að koma til. Það er fjárfrekt og erfitt fyrirtæki að halda úti sliku blaði á íslandi í dag. Því heitum við á alla þá, sem stuðla vilja að frjálsri blaðamennsku á Islandi að styrkja viðleitni vora með kaupum á hlutabréfum. Á slíkum stuðn- ingi veltur það, hvort ætlunarverk vort tekst — eða ekki. Verð hvers bréfs er ;j ákveðið kr. 500,00 — fimm hundruð krónur. Gerist félagar i Hugin hf. Kaupið hlutabréf. Gerum „Nýtt land - Frjáls þjóð“ að góðu, læsilegu og ómissandi blaði. Stjórn Hugins hf.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.