Nýtt land-frjáls þjóð - 07.10.1971, Blaðsíða 4
NÝTT LAND
«
SKATTAR I KÚPAVOGI
Lögtök eru að hefjast vegna ógreiddra þinggjalda
1971. Lögtaksúrskurður. var kveðinn upp og birt-
ur í síðasta mánuði.
Eigi verða veittar frekari aðvaranir um nauðung-
ar fullnustu en þegar hafa verið veittar.
Kópavogi, 1. okt. 1971.
Bæjarfógeti.
Staða forstöðukonu við Sjúkrahúsið í Húsavik er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. nóv.
n.k. Umsóknir sendist formanni Sjúkrahússstjórn-
ar, Þormóði Jónssyni, Ásgarðsvegi 2, Húsavík.
Upplýsingar um starfið veita framkvæmdastjóri
og yfirhjúkrunarkona. Símar 96-41433 og 96-41411.
Sjúkrahús Húsavíkur.
Trésmiði og verkamenn
Trésmiði og verkamenn vantar við hafnarfram-
kvæmdir í Bolungarvík og Grindavik.
Frítt fæði og húsnæði.
Upplýsingar gefnar á Vita- og hafnamálaskrif-
stofunni sími 24433.
LAUS STAÐA
Staða bókara á aðalskrifstofu verksmiðjunnar á
Akranesi er laus til umsóknar.
Verzlunarskólapróf eða tilsvarandi menntun áskil-
in.
Umsóknarfrestur til 15. október.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Sementsverksmiðja ríkisins.
Heilbrigðiseftirlitsstarf
Staða við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er laust
til umsóknar.
Umsækjandi skal hafa stúdentspróf, eða sam-
bærilega menntun, vegna sérnáms erlendis. Æski-
legur aldur 20 — 35 ár.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar Frek-
ari upplýsingar um starfið veitir undirritaður.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni,
fyrir 1. nóv. n.k.
Reykjavík, 1. okt. 1971.
Borgarlæknir.
Járniðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða j árniðnaðarmenn og menn
vana járniðnaði.
Áburðarverksmiðja ríkisins.
Sálfræðingur, félags-
ráðgjafi eða sérkennari
Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi óska að
ráða sálfræðing, félagsráðgjafa eða sérkennara tii
• að starfa við sálfræðiþjónustu í barnaskólum í «m-
dæminu.
Upplýsingar í síma 40657 á skrifstofutíma.
BÓTAGREIÐSLDR ALMANNA-
TRYGGINGANNA í REYKJAVÍK
Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu
sinni föstudaginn 8. október.
Tryggingastofnun ríkisins.
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara
án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða-
gjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, gjöldum
af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlits-
gjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags-
gjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir júlí og ágúst
1971, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt,
lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir
árið 1971, gjaldföllnum þungaskatti af díselbifreið-
um samkvæmt ökumælum, almennum og sérstök-
um útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöld-
um, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum á-
samt skráningargjöldum.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík,
5. október 1971.
.... okrið
Framhald af bls. 1.
Hér hefir verið varið næg*
lega miklu fé til húsbygg-
inga til þess að ekkert hús
næðisvandamál v«eri til.
Hinsvegar hafa húsbygg-
ingar ýmist verið óhóflega
íburðarmiklar og fjáraust-
ur í lúxushúsnæði er að
sjálfsögðu tekinn af ráð-
stöfunarfé þjóðarinnar.
Ótaldir eru þeir milljóna
mæringar íslenzkir, sem
grætt hafa fé sitt á hús-
byggingum, braski með
húsnæði, sem síðan hefir
hleypt íbúðarverði upp úr
öllu valdi. Einn helzti hvati
hinnar miklu verðbólgu á
íslandi á undanförnum ára
tugum eru einmitt þessi
mál og hvernig þau hafa
fengið að þróast.
Fólk með miölungstekj-
ur hefur bundið sér ævi-
langa þrældómsbagga við
að koma sér upp húsnæði
og mörg hrís í þessum bögg
um eru einmitt tilkomin
vegna ofsagróða húsbygg-
inga og húsasölubraskara.
Ef þessi þróun á að halda
áfram, verður enginn von
til að þess að hægt verði
að halda verðbólgunni í
skefjum.
Lítið er af leiguhúsnæði
í höfuðborginni og lögmál-
ið um framboð og eftir-
spurn — hið frjálsa fram-
tak — hefir séð til þess að
verðið er orðið svo óhóf-
legt að menn 'verða aö láta
meirihluta tekna sinna í
húsaleigu, því að algengt
er að meðalstór íbúð kosti
um 10 þúsund á mánuði.
í sambandi við bygging-
ar, sölur og leigur á hús-
næði eru framin stórkost-
legri skattsvik, en á nokkru
öðru sviði í íslenzku efna-
hagslífi.
Hér er þörf rækilegra að
gerða og má segja að stjórn
þessara mála sé ein hin
veigamestu verkefna, sem
ríkisstjórnin verður að
glíma viö á næstu árum.
Framhald af bls. 8.
ýmsar pólitískar kenndir,
sem koma venjulegum
mönnum ókunnuglega fyrir
sjónir. Hin skyndilega ást
þeirra á Alþýðuflokknum
hefir orðið þeim flokki dýr
— ekki sízt á ísafirði.
SFV fengu um 9000 at-
kvæði í síðustu kosningum.
Samtökin gengu til kosn-
inga undir því kjörorði, að
sameina vinstri menn í
landinu, fella ríkisstjórn-
ina og koma á öðrum stjórn j
háttum. Til aö sinna þess-
um málum sendu þessir |
9000 kjósendur 5 menn á
þing. Samtökin áttu þrjá
valkosti; þá að standa að j
myndun vinstri stjórnar, !
fara í stjórn með Sjálf-
stæðisflpkk og Alþýðuflokk
eða taka ekki þátt í þeim
umskiftum, sem samtökin j
voru stofnuð til að vinna
að. .
Ilöfðu þessir 5 jþingmenn |
umboð til að taka þátt í i
nýrri „viðreisnarstjórn" j
j með Alþ.fl. og Sjálfstæðis- ,
flokknum? Höfðu þeir um-
boð til að gera ekki tilraun
til þeirra stefnubreytinga,
sem beir sögðu kjóheaciúm
að þyrfti að viðhafa?
Svo segir Morgunblaðið:
Hinsvegar treguðust hanni
balistar við, en Reykjavík-
urdeildin í flokknum, sem
sumir nefna hálfkomma,
neyddu Hannibal Valdi-
marsson og Björn Jónsson
til að láta undan og taka
upp samstarf við erkif jend
ur sína, Magnús Kjartans-
son og sálufélaga hans.“
Æfistarf þeirra Hannibals
og Björns hefir farið í að
vinna fyrir verkalýðshreyf
inguna að bættum kjörum
og öðrum umbótamálum
vinnandi fólki til handa.
Magnús Kjartansson hef
ir ekki setið hinum megin
við borðið, heldur húsbænd
ur þeirra Mor.gunblaðs-
maimg
Hvorki Björn Jónsson,
Hannibal Valdimarsson eða
Magnús Kjartansson og
,.sálufélagar“ hans hafa
Framh. á bls. 7.