Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 07.10.1971, Blaðsíða 6

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.10.1971, Blaðsíða 6
c NÝTT LAND Heror . Framhald af bls. 1. veitþó betur. Sjálfstæðismenn bjuggust við því að viðbrögð almemiings við nýrri vinstri stjórn yrðu á allt annan veg, en nú er komið í ljós. Fólkið í landinu var orðið þreytt á „viðreisninni“ og fagna tilkomu nýrra manna og nýrra viðhorfa í ríkisstjórn lands síns. Sjálfstæðisflokk- urinn var í rauninni búinn að innlima Alþýðuflokkinn í kerfi sitt„ en sér hann nú gufa hægt og rólega út úr höndum sér. Sjálfstæðisflokkurinn sér enga möguleika á að hann geti náð sömu aðstöðu hér og „íhaldsflokkurinn“ á Bret- landi og að örlög hans muni að Iíkindum verða hin sömu og bræðraflokka hans á Norð urlöndum. Þeirri hættu verður að af- stýra með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum og þessvegna grípur flokkurinn dauðahaldi í mál, sem auð- velt er að flytja og gera að áróðursmáli. Hernaðaráætlunin Hemaðaráætlun flokksins er ósköp einföld: Við teljum þjóðinni trú um, að ríkisstjórn in ætli að hætta allri raunveru legri þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu. Við teljum henni trú um, að um leið og slíkt yrði, myndu Rússar fá aðstöðu fyrir flota sinn hér á landi og opna leið með aðrar stöðvar. Við teljum henni trú um, að með þessu sé verið að færa ísland inn á áhrifasvæði Rússa og gera landið háð þeim í viðskiptalegu og stjórnmála- legum efnum. Við teljum henni trú um, að landhelgismálinu sé stefnt í voða, með því að þjóðir At- lantshafsbandalagsins, sem eru aðal viðskiptaþjóðir okk- ar, muni snúa við okkur baki i einu og öllu. Erlendis sjá „vinir“ okkar um pressuna og snúa þannig almenningsálitinu gegn ís- lenzlcu „kommúnistastjórn- inni“ og við höfum blaðakost til að koma því til skila hjá íslenzku þjóðinni. Þannig mun okkur takast að skapa ÓTTA hjá, íslenzku þjóðinni. Ótta, sem mun auð- velda okkur og gera greiðfæra leið upp i valdastóla á ný, hvað sem öðrum innanlands- málum líður. Við munum síðan „tryggja“ varnir landsins um tíma og eilífð, en í þess stað munum við fá ótakmarkað erlent fjármagn til að byggja upp stóriðju og fá með því algjör undirtök í atvinnulífi Iands- ins og tryggja okkur auð og völd til eilífðarnóns. „Hernaðaráætlunin“ er vafa laust miklu ítarlegri en þetta, en hér er drepið á megininni- hald hennar, eins og kunn- ugum mönnum kemur hún fyrir sjónir. Framkvæmdir hafnar Undirbúningurinn undir þessa herör Sjálfstæðisflokks ins hefir staðið í nokkra mán- uði og má merkja það á skrif um flokksblaðanna. Smátt og smátt hefir þó verið hert á og hefir njósnamálið í Bretlandi verið notað til að vekja at- hygli íslendinga á því, hversu fjölmennt starfslið Sovétríkj anna sé á fslandi. Þetta starfslið mun þó ekki hafa verið aukið eftir að núv. ríkisstjóm kom til valda, heldur hefir það verið hér á- tölulaust í tíð viðreisnarstjórn arinnar. Að, íhaldsblöðin skrifa nú dag eftir dag um þetta starfs- lið og gefa í skyn að með því reki Rússar umfangsmiklar njósnastarfsemi á íslandi, er aðeins einn þáttur í hemaðar áætluninni. Það er ótrúlegt að fyrrver. stjórn hafi ekki verið kunnugt um þennan starfsmannafjölda né varla verður henni legið á hálsi samúð með slíkri starf semi, eða hvað? Óttinn skapar „panik” Óttinn er eitt sterkasta vopnið, sem mannkynió hefir haft undir höndum frá ómuna tíð. Sú tilfinning fær fólk til að hafna allri skynsemi og gera og segja hluti, sem það aldrei mundi hafa látið sig henda ella. Nú boðar Sjálfstæðisflokk- urinn fundi um land allt, eins Og kosningar væru í nánd, og er það fyrsta áþreyfanlega herhlaupið á vit hins al- menna kjósanda, sem nú á að sannfærast um landráðastarf semi ríkisstjórnarflokkana en ættjarðarást Sjálfstæðisflokks ins! Þetta verður að gera strax, því að ekki má bíða eftir vænt anlegum viðræðum um varn- arsáttmálann, eða niðurstöð- um þeirra ábyrgu manna, sem þar munu um fjalla. Sjálfstæðisflokkurinn hefir gefið verkalýðsbaráttu sína upp á bátinn í bili, vegna þess að Alþýðuflokkurinn brást, en nú sést undir yljar honum, eins og Gissurar Þorvaldsson- ar.forðum ENDA TILGANG- URINN SÁ SAMI. Niítfmaverkstjórn Næsta fjögúrra vikna verkstjóranámskeið verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti: 18.30 október. Síðari hluti: 3. — 15. janúar. Farið verður meðal annars yfir eftirfar- andi efni: ★ Nútímaverkstjórn og vinnusálarfræði. ★ Öryggi, eldvarnir, heilsufræði. ★ Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði. ★ Vipnurannsóknir og skipulagstæki. Innritun og upplýsingar hjá Iðnþróunarstofnun ís- lands, Skipholti 37, sími 81533. AUKIN ÞEKKING — BETRI VERKSTJÓRN. Verkstjórnarfræðslan. Lausar stöður Vegna fjölgunar starfsmanna við Rannsóknadeild ríkisskattstjóra, eru hér með auglýstar fimm stöður til umsóknar: Staða deildarstjóra og fjórar fulltrúastöður. Krafizt er endurskoðunarmenntunar, viðskipta- fræði- eða lögfræðimenntunar, eða staðgóðrar þekkingar og reynslu í bókhaldi, reikningsskilum og skattamálum. Endurskoðunarnám kemur til greina. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar skattrannsóknastjóra, Reykjanes- braut 6, fyrir 29, október n.k., sem veitir jafnframt nánari upplýsingar. Reykjavík, 29. september 1971. Skattrannsóknastjóri. x ítrekuð auglýsing Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi hefur á- kveðið að kanna þörfina fyrir byggingu verkamanna bústaða í Kópavogi. Rétt til kaupa á slíkum íbúðum eiga þeir, sem eiga lögheimili í Kópavogi, og fullnægja skilyrðum hús- næðismálastjórnar þar að lútandi. Umsóknir skulu sendar trúnaðarmanni stjórnar- innar, Halldóri Jónsson, bæjarskrifstofum Kópa- vogs, fyrir 10. október n.k., á þar til gerð eyðiblöð sem hann lætur í té. Viðtalstími trúnaðarmanns verður milli kl. 17 — 18 miðvikudaga og fimmtudaga á bæj arskrifstofun- um. Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi. Oskum að ráða eftirtalda starfsmenn: ★ Verkfræðing ★ Blikksmiði ★ Blikksmíðanema ★ Aðstoðarmenn í blikksmíði. Blikksmiðjan VOGUR h.f. Auðbrekku 65, Kópavogi. TILKYNNING til skólafólks í Kópavogi Fargjaldastyrkur til nemenda við framhaldsnám verður veittur í því formi að farmiðar með strætis- vögnum Kópavogs sem gilda fyrir október, nóvem- ber og desember, verða seldir á bæjarskrifstofunni í Félagsheimili Kópavogs 1. — 15. október. Nem- endur, sem sýna vottorð um skólavist geta fengið 150 farmiða á kr. 850,00. Bæjarstjórinn i Kópavogi. Hjúkrunarkonur Hj úkrunarkonur óskast að Sjúkrahúsinu i Húsa- vík. Góð launakjör. Hlunnindi í húsnæði og faeði. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkona, simi 96-4-14-11. Sjúkrahús Húsavikw. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra við Borgarspítalann er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi við- skiptafræðilega menntun. Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist fram- kvæmdastjórn Borgarspítalans, sem gefur nánari, upplýsingar. Reykjavík, 30. 9. 1971. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.