Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Side 2

Bæjarins besta - 11.06.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Bæjarins besta Stofnað 14. nóvember 1984 Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ?Spurning in Hvaða þjóðlegu réttir verða í boði í Tjöru- húsinu í sumar? Leiðari Ákveðinn léttir og feginleikatilfinning Karitas Pálsdóttir og Einar Jónatansson um verkfallslokin „Það er ákveðinn léttir og feginleikatilfinning sem fylgir í kjölfarið, en samt viss sárindi yfir því að miðlunartillögu þurfti til, til að leysa verk- fallið,“ sagði Karitas Pálsdóttir, hjá ASV, aðspurð um hvernig henni væri innanbrjóstst að loknu verkfalli. „Þessi vinnu- deila hefur sýnt og sannað að kröfur verkafólksins voru rétt- mætar. Fólk hefur sýnt að sam- takamátturinn er fyrir öllu og það var hann sem hélt fólkinu svona lengi á floti í þessari vinnudeilu. Ég held að raun- verulega ekkert í miðlunartil- lögunni sem slíkri hafi valdið því að hún var samþykkt annað en að hún hjó á þann hnút sem deilan var komin í. Menn sáu að mikið lengra verkfall þyrfti að koma til ef meira ætti að nást fram og voru kannski ekki tilbúnir til að ganga þann veg.“ - Karitas var spurð hvort hún héldi að Vestfirðingar hefðu lagt línurnar fyrir næstu samninga? „Mér finnst ekki ótrúlegt að menn hugleiði málin vegna þess að við getum ekki haldið áfram á þeirri braut að það skilji endalaust á milli og að það fólk sem þiggur laun eftir þessum töxtum, sitji ævinlega eftir. Launabilið í þjóðfélaginu er orðið slíkt að það er algjör- lega óþolandi. Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem hefur fundist óraunsætt að fara fram á hækkun á þessu lága kaupi. Mér þætti gaman að horfa framan í þann mann sem finnst þetta vera hátt kaup.“ - Heldur þú að fólk mæti til vinnu með jákvæðu hugarfari, eða sitja sárindin eftir? „Þessum kafla er lokið og menn standa upp, halda ótrauð- ir áfram og takast á við þau verkefni sem fyrir liggja. Ég hef enga trú á öðru,“ sagði Karitas að lokum. Einar Jónatansson, formaður Vinnuveitendafélags Vest- fjarða, sagði aðspurður að menn væru mjög fegnir því að vinnudeilan skuli hafa leysts. Þrátt fyrir að áhrifa af þessarri löngu og erfiðu baráttu myndi vafalaust gæta yrðu menn samt sem áður að horfa fram á veginn enda veitti Vestfirð- ingum ekki af því að standa saman ef halda ætti þessum landshluta í byggð. Hann var spurður um hvað að hans mati hafi valdið því að deilan varð svo harkalega sem raun ber vitni: „Það er auðvitað ljóst að kröfurnar voru hærri hér en menn komust að niðurstöðu um að þær ættu að vera annars staðar. Því var haldið fram að við værum ekki að bjóða neitt af því að við buðum ekki miklu hærra en aðrir höfðu náð fram. Menn horfðu ekki á það að kjaraviðræður höfðu átt sér stað um land allt þar sem niðurstaða hafði fengist fyrir meirihluta launafólks,“ sagði Einar. - ASV fullyrti að Vinnuveit- endum væri miðstýrt að sunn- an? „Við leituðum eftir allri faglegri aðstoð sem gátum fengið og ég held að það hafi ekki skemmt fyrir að fá til liðs við okkur menn sem þekktu til þeirra kjarasamninga sem þegar höfðu verið gerðir. Það má alveg eins setja þetta upp þannig að það hafi tafið fyrir samningagerðinni að þessi vinnubrögð voru ekki viðhöfð á hinum vængnum, en þaðan voru engin tengsl við þá sem höfðu klárað sína kjarasamn- inga.“ Einar sagði aðspurður um væntanleg áhrif á atvinnulífið vegna verkfallsins, að ekkert væri hægt að fullyrða um einstök dæmi. Þó væri ljóst að ef vinnumarkaðurinn á Vest- fjörðum ætti að vera erfiðari en annars staðar þá gæti slíkt haft áhrif. Ekki mætti gleyma því að unnið hafi verið að því að sameina og styrkja fyrirtæki og til þess þyrfti nýja fjárfesta sem kæmu ekki að málum ef aðstaða fyrirtækja á Vestfjörð- um væri verri en annars staðar. Einar sagðist vona að fjárfestar kipptu ekki að sér höndum varðandi fjárfestingar á Vest- fjörðum en því væri ekki að leyna að verkfallið hefði skoll- ið á, á mjög viðkvæmum tíma þegar sum fyrirtæki voru með hlutafjárútboð í gangi. Lesendur! Vegna 17. júní kemur næsta tölu- blað BB út fimmtudaginn 19. júní. Pétur Sigurðsson, forseti ASV ásamt verkafólki eftir að niðurstaða í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara lá fyrir á föstudagskvöld. Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Hótel Ísa- firði: „Reksturinn á Tjöru- húsinu verður með svip- uðu sniði og í fyrra. Veit- ingarnar verða á eins þjóðlegum nótum og kostur er, flatkökur og hangikjöt, skonsur, klein- ur, jólakökur, heitt súkku- laði o.s.frv. Þegar tilefni gefst verður einnig boðið upp á brennivín og hákarl. Neðstikaupstaður er mjög fjölsóttur af ferða- mönnum. Sumir koma til að fá sér kaffi, aðrir eru að koma með vini og kunningja í skoðunar- ferðir og enn aðrir, t.d. útlendingar, sitja oft inni eða fyrir utan í góðu verði og dunda við að skrifa póstkort og þessháttar.“ Ísafjarðarbær auglýsti fyrir skömmu eftir aðilum sem áhuga hefðu á veit- ingarrekstri í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísa- firði. Sett var sem skilyrði að á boðstólum yrðu þjóðlegir réttir og að viðkomandi rekstraraðili hefði tilskilin leyfi til veit- ingareksturs. Menningar- nefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Hótel Ísafjörð um veit- ingasöluna. ...spurði skáldið, Jónas Hallgrímsson, sem í kvæðum sínum hvatti þjóðina til aukins frelsis og framfara, rúmri öld áður en við fögnuðum frelsi, sem sjálfstæð, fullvalda þjóð. Meðal þingmanna á Alþingi við Öxará 1944, þegar þingmenn kusu fyrsta forseta lýðveldisins, var Ólafur Thors, umdeildur stjórnmálamaður en mikilhæfur leiðtogi. Í sjónvarpsþætti um Ólaf Thors, sem sýndur var að kvöldi hvítasunnudags, var brugðið upp myndum frá stjórnmálaferli hans. Eitt myndbrotanna sýndi Ólaf við ræðuflutning nokkru eftir stofnun lýðveldisins. Í þeirri ræðu sagði Ólafur m.a.: ,,Kjörorð hins íslenska lýðveldis er mannhelgi.” Ástæða er til að staldra við þessi orð. Þau vekja áleitnar spurningar og það er freistandi að velta fyrir sér hver merking þeira var frá brjósti hins látna stjórnmálaskörungs, tengja hugleiðingarnar því sem nú er að gerast á mörgum helstu sviðum þjóðlífsins og einfaldlega spyrja okkur nokkurra samviskuspurninga. Svo mikið er víst að sú fyrirhöfn rýrir ekki gildi þjóðhátíðardagsins, sem ætlunin er að halda hátíðlegan í næstu viku. Stúdentar tengjast þjóðhátíðardeginum sterkum böndum þótt Höfum við gengið til góðs... minna fari nú en áður fyrir upphafningu hvítu kollanna þann dag. Við skólaslit Framhaldsskóla Vestfjarða fyrir skömmu sagði Björn Teitsson, skólameistari m.a. í ávarpi sínu til nýstúdenta: ,,Við lifum líklega á bestu tímum sem runnið hafa upp yfir Íslendinga. Við lifum við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir. Fjölskyldur hér á landi eru yfirleitt býsna vel efnum búnar og gera prýðilega við börn sín. En það er ekki víst að þetta verði alltaf svona. Best er að gá vel að sér. Nokkrar blikur eru á lofti. Fólk þarf að mennta sig vel til að auka þekkingu sína og víðsýni, af hvorugu fæst seint nóg. Sumt bendir nú hins vegar til þess að við Íslendingar met- um menntun ekki nægilega mikils. Til dæmis virðist íslenskt at- vinnulíf ekki borga nógu vel fyrir hana. Þetta þurfa sem flestir að íhuga. Ég vil skora á ykkur að halda á lofti gildi menntunar, hvar sem þið komið.” Orð skólameistara eru gott veganesti ungu fólki, sem bíður þess að erfa landið og takast á við framtíðina. Tilvitnað kjörorð lýðveldisins ber aftur á móti að hafa í öndvegi. Menntun dugar skammt ef máttinn til mannhelgi þrýtur. Fari svo er stutt í efasemdina, sem felst í spurningu þjóðskáldsins. s.h.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.