Bæjarins besta - 11.06.1997, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 5
Gunnar Þórðarson skrifar frá Mexíkó
Verkalýðsforystan er að
stórskaða samfélagið
Eftir á annan mánuð í verk-
falli er það þyngra en tárum
tekur að fylgjast með atburðum
í heimabæ mínum, Ísafirði,
þessa dagana. Héðan úr fjar-
lægðinni virðist þetta allt enn
undarlegra en úr nálægðinni,
en eflaust séð í öðru ljósi. Þegar
ég las viðtöl við fólk á förnum
vegi í Morgunblaðinu á laugar-
daginn var, var mér öllum
lokið. Eru menn gengnir af
göflunum? Halda menn að
þetta hafi eitthvað með Reykja-
vík eða Reykvíkinga að gera?
,,Reykjavíkurvaldið”- ,,reikni-
meistarana að sunnan”. Hvað
vakir fyrir mönnum að koma
svona kreddum inn í kollinn á
fólki. Þetta snýst auðvitað
ekkert um höfuðborgina, né þá
sem þar búa. Það getur verið
ágætt fyrir suma að búa til óvin
sem hægt er að kenna um alla
skapaða hluti, en í þessu máli
bera heimamenn alla ábyrgð.
Verkalýðsforystan er að stór-
skaða samfélagið og notar til
þess jafn ómerkilegan áróður
og áður er getið. Ég vona að
þetta verið til þess að nauðsyn-
leg lög verði sett á verkalýðs-
félögin, eins og Tatcher gerði í
Bretlandi hér um árið. Einka-
réttur þeirra verði afnumin og
allir geti stofnað stéttarfélög
að uppfylltum skynsamlegum
skilyrðum. Hvers vegna þarf
verkalýðsforystan að njóta
slíkrar einokunar og verndar
sem forgangur til atvinnu fyrir
félagsmenn er? Ég skil að þeir
vilji halda í þetta úrelta kerfi
en ekki löggjafann að taka ekki
á því. Ef starfsmenn hjá fyrir-
tæki vilja stofna stéttarfélag,
þá á það að vera þeim frjálst.
Þeir semja síðan við fyrirtækið
um laun og sleppa við allan
þann kostnað sem felst í rekstri
þessara úreltu fyrirbæra sem
verkalýðsfélögin eru orðin í
dag. Þau eru fyrir löngu hætt
að snúast um launafólk, heldur
um að viðhalda sjálfum sér.
Að sefja lýðinn
með skrumi
Ég starfaði í Kanada fyrir
nokkrum árum, fyrir fyrirtæki
sem hugðist reisa rækjuverk-
smiðju og starfrækja hana. Til
stóð að reisa verksmiðjuna í
Trepassey á Nýfundnalandi.
Þar hafði eina fyrirtækið í þess-
um 5000 manna bæ, lokað
fimm árum áður. Ríkið hafði
gefið samfélaginu sjóð upp á
sex milljónir dollara og auð-
vitað haldið öllu fólkinu á
atvinnuleysisbótum allan tím-
ann. Hluti af samkomulaginu
við kanadíska ríkið var að halda
verkalýðsfélaginu uppi fjár-
hagslega. Í stuttu máli sagt, þá
reyndist ómögulegt að reisa
verksmiðjuna þarna vegna
andstöðu verkalýðsfélagsins.
Þeir höfðu á sínum tíma orðið
til þess að fyrirtækið á staðnum
lokaði og nú komu þeir í veg
fyrir að aðrir settu upp atvinnu-
starfsemi. Það var ekki með
hag verkafólks í huga, heldur
hagsmuni félagsins.
Ég tala sem fyrrverandi
verkalýðsformaður og stjórnar-
maður í A.S.V. og skil því betur
en margir annar hvað um er að
ræða. Það er hægt að sefja
lýðinn með skrumi eins og áður
er bent á, og viðhalda vitleysu
mér er þetta hin augljósa aðferð
til að bæta hag allra aðila. Það
eru einföld sannindi að það er
ekki hægt að reka fyrirtæki vel
án þess að hafa starfsmenn
ánægða. Þannig gengur ekki
að kúga verkamenn, né aðra
starfsmenn, ef þeir eiga að skila
góðu starfi og það þarf ekki
verkalýðsfélög í núverandi
mynd til að gæta þess.
Annað sem er mjög athug-
andi fyrir verkamenn en það er
að 0,75% af nettó tekjum þeirra
fara í að fóðra þessi einokun-
arfélög. Enda eru flest öll
verkalýðsfélög í landinu orðin
stórrík og þau stærstu með
meiri hagnað en velflest stærstu
og best reknu fyrirtæki lands-
ins. Sjúkra- og orlofssjóður
sem atvinnurekendur og verka-
lýðsfélög misnota með þegj-
andi samkomulagi, er auðvitað
ekkert annað en hluti af launum
starfsmanna, sem þeir hafa
ekkert um að segja. Þarna er
ein smuga til að hækka laun
verkamanna, þ.e.a.s. að færa
þennan hluta launa þeirra til
þeirra sjálfra.
Ég stóð sjálfur fyrir verkfalli
sem verkalýðsformaður hér um
árið en vil líta á það sem
bernskubrek í dag. Ég þekki
þetta því betur en margur annar
og svíður því tilgangsleysið og
tortímingin sem á sér stað í
heimabæ mínum, Ísafirði.
Tónninn sem ég heyri frá fólki
að heiman er allur á sömu lund,
örvænting og uppgjöf. Ég vil
kalla þá til ábyrgðar sem að
þessu standa.
Mexíkó 2. júní 1997,
Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.
sem aðeins er til niðurrifs. Það
veit það hver sem vill vita að
málefni verkafólks á Ísafirði
snúast ekki um hundrað þúsund
króna mánaðarlaun með þeim
hætti sem krafist er. Flest öll
fyrirtæki á staðnum standa
mjög illa og mega síst við
auknum kostnaði eins og er.
En ég er sammála mönnum um
að launin eru of lág. Það er ein
ástæðan fyrir því að framlegð
er lægri á Íslandi í fiskiðnaði
en t.d. í Danmörku. Hver maður
skilur einfaldlega of litlu og
gæti gert miklu betur. Og þar
held ég að hundurinn liggi
grafinn.
Kalla skal fólk
til ábyrgðar
Ef verkalýðsforystan hefði
áhuga á að bæta kjör fisk-
vinnslufólks, þá ætti hún að
sameinast atvinnurekendum í
að bæta framlegð starfsmanna
í vinnsluhúsum, bæði háum
sem lágum. Síðan ættu menn
að skipta hagnaðinum af þessu
bróðurlega á milli sín. Fyrir
Bæjarstjóri Vesturbyggðar um ákvörðun Flugleiða
Þjónustuskerðingin er áhyggjuefni
Eins og greint var frá í síðasta
blaði, þá hafa Flugleiðir skilað
inn sérleyfi til áætlunarflugs á
Patreksfjörð og hætti félagið
öllu flugi þangað eftir að
sumaráætlun gekk í gildi.
Farþegum á leiðinni hefur
fækkað mikið á undanförnum
árum eða úr um 4.500 árið 1993
í 2.700 á síðasta ári. Þann 1.
júlí verður innanlandsflug
gefið frjálst og samkvæmt
heimildum blaðsins hyggjast
Flugleiðir (Flugfélag Íslands)
nota vélarkost sinn á öðrum og
arðbærari leiðum.
Jón Gauti Jónsson, bæjar-
stjóri Vesturbyggðar, sagði í
samtali við blaðið að þessi
ákvörðun Flugleiða myndi hafa
slæm áhrif á svæðið.
„Í fyrsta lagi þá hverfur
samkeppnin. Þó ég hafi ekkert
nema gott um þjónustu Íslands-
flugs á Bíldudal að segja, þá
vitum við að það er önnur staða
ef samkeppnin er ekki fyrir
hendi. Þú skikkar engan til að
veita meiri þjónustu en menn
eru tilbúnir að kaupa, en þessi
þjónustuskerðing er vissulega
áhyggjuefni. Það er hérna
1500-1600 manna byggð og
fulkominn flugvöllur ásamt
tilheyrandi aðstöðu, þannig að
það er ástæða til að skoða þessi
mál vel og ég á von á að bæjar-
stjórnin taki þetta til umfjöll-
unar á júnífundi sínum,“ sagði
Jón Gauti. Hann sagði að þrátt
fyrir batnandi vegasamband þá
væru vegalengdir það miklar,
að íbúar svæðisins myndu alltaf
þurfa að byggja töluvert mikið
á flugsamgöngum.
„Við ætlum að bæta þjónust-
una á Bíldudal með auknu sæta-
framboði og teljum að með því
getum við þjónað allri Vestur-
byggð ásamt Tálknafirði,“
sagði Sigfús Sigfússon, mark-
aðsstjóri Íslandsflugs, í samtali
við blaðið. Íslandsflug ætlar
að fjölga ferðum á Bíldudal og
verður flogið beint til Reykja-
víkur alla daga vikunnar og
tvisvar á miðvikudögum og
föstudögum. Þar með hættir
félagið millilendingum á Flat-
eyri. Sigfús segir að félagið
hafi byrjað að fljúga beint á
milli Ísafjarðar og Reykjavíkur
þann 9. júní og að flogið sé
tvisvar á dag alla daga vikunnar
á þeirri leið.
Vegna þessara breytinga hjá
flugfélögunum fækkar flug-
völlum á Vestfjörðum sem eru
í notkun um þrjá, þ.e.a.s. um
völlinn í Holti í Önundarfirði,
Patreksfjarðarflugvöll og Þing-
eyrarflugvöll, sem nú er aðeins
notaður sem varavöllur fyrir
flugvöllinn á Ísafirði.
Frá Patreksfirði.
Kvennahlaup ÍSÍ
Skráning er hafin
Sunnudaginn 15. júní
munu konur um allt land
sameinast og taka þátt í
Kvennahlaupi Íþróttasam-
bands Íslands. Konur á Ísa-
firði og nágrenni ætla að
fjölmenna eins og oftast áður
og taka þátt í hlaupinu en
það hefst við íþróttahúsið á
Torfnesi kl. 14:00. Skráning
og forsala á bolum er hafin í
Sporthlöðunni, Ísport, Olíu-
búðinni við Hafnarstræti,
Kaupfélaginu Súðavík,
Vöruval Hnífsdal og hjá
Rannveigu Pálsdóttur, Mjó-
götu 7.
Konur eru hvattar til að
skrá sig strax til að forðast
örtröð á hlaupadaginn.
Ísafjarðarbær
Gunnar til sýnis
Hinn nýi björgunarbátur
Vestfjarða, bs. Gunnar Frið-
riksson, verður ásamt dóttur-
bát til sýnis á Þingeyri
Flateyri og Suðureyri sunnu-
daginn 15. júní n.k. eins og
hér segir. Á Þingeyri frá kl.
11:00-12:30, á Flateyri frá
kl. 13:30-14:30 og á Suður-
eyri frá kl. 15:30-16:30. Allir
velkomnir.
Verslunin Basil á Ísafirði
hefur skipt um eiganda. Inga
Jónasdóttir sem hóf rekstur
verslunarinnar fyrir fjórum
árum hefur nú selt reksturinn
Sigrúnu Baldursdóttur sem
tók við á laugardaginn. Að
sögn Sigrúnar mun hún reka
verslunina á svipaðan hátt
og verið hefur, a.m.k. til að
byrja með, en verslunin hefur
sérhæft sig í tískufatnaði fyrir
ungt fólk.
Eigandaskipti á Basil
Ísafjörður
Breiðafjarðarferjan Baldur
mun verða í daglegum ferð-
um næsta vetur á milli
Brjánslækjar og Stykkis-
hólms, en hingað til hafa
ferðir verið 5 daga vikunnar
yfir vetrartímann.
Ferjan er samgönguæð
íbúa í Vestur-Barðastrand-
arsýslu við aðalakvegakerfi
landsins yfir vetrartímann og
því mikilvægt fyrir svæðið
að ferðum sé haldið uppi
daglega. Þörfin fyrir Baldur
hefur vaxið mjög á undan-
förnum árum og var svo
komið að oft var upppantað í
ferðir skipsins.
Kostnaður vegna fjölgunar
ferðanna er áætlaður um sjö
milljónir króna á ári og þar
af er kostnaður vegna snjó-
moksturs yfir Kleifarheiði
ein og hálf milljón króna.
Daglegar ferðir
næsta vetur
Breiðafjarðarferjan
Þessa mynd tók ljósmynd-
ari blaðsins í síðustu viku
þegar verkfallsfólk reyndi að
hindra að skip leggðu úr
Ísafjarðarhöfn eftir sjó-
mannadagsstopp. Sjómenn-
irnir sem í nokkrum tilvikum
eru eiginmenn verkfalls-
kvenna, brugðu á það ráð að
sleppa landfestum til að
sleppa úr klóm - „sinna heitt-
elskuðu.“
„Það er naumast hvað
þessar konur leggja á sig til
að halda körlunum sínum í
landi,“ hafði einhver á orði.
Setið á endanum