Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 09.11.1972, Síða 8

Nýtt land-frjáls þjóð - 09.11.1972, Síða 8
til syndanna Fmmtudagur 9. nóvember 1972. Öflugt starf hjá SF í Reykjavík Aðalfundur SF í Reykjavík var haldinn að Hótel Esju þann 1. nóvember s.l. Fjölmenni var á fundinum og stóðu umræður fram á nótt, er fundi var frestað, og verður framhaldsaðal- fundur haldinn þann 22. nóv. næstkomandi. Sagt | Veiðiþjófarnir og ( „verndararnir” Nýlega var frá því sagt, bæði í Vísi og Þjóðviljanum, að brezkar herflugvélar væru bún- ar að fá bækistöð á Keflavík- urflugyelii undir skjólgóðu stéli „verndara" okkar, setuliðs- ins. Fullyrt er í fréttunum, að tilgangur staðsetningar þessara morðtóla sé að fylgjast með störfum landhelgisgæzlunnar og halda hlífiskildi yfir brezku veiðiþjófunum. Ljótt er ef satt reynist. Eg afneita því að ganga í herþjónustu til þess að læra að drepa fólk ! [ Fyrir nokkru var fransk- þýzkættaður Vestur-Þjóðverji staddur hér á landi. Hann er stúdent og heitir René Edgard Scheik. Fyrir tilviljun bar fundum okkar saman. Eitt af því fyrsta, sem hann sagði var: „Þú veizt ekki hvað ég finn mikið til þess, að þið skulið vera her- setin þjóð, vopnlausir og frið- elskandi". Þegar ég spurði, hvort hann hefði lokið herskyldu, hitnaði honum nokkuð í hamsi og svaraði orðrétt: „Ég afneita því að ganga í herþjónustu til þess eins að læra að drepa menn. Ég er reiðubúinn að vinna á sjúkrahúsi, elliheimili, sinna lömuðum og föduðum og gera næstum því hvað annað sem J er, jafnvel lengri tíma, en sem \ nemur herskyldunni". Ég t spurði: Er möguleiki á því að | fá undanþágu frá herskyldu? i Svarið var: „Það er mjög erf- 1 itt fyrir vinstrimenn". i Brandt er heill vinstri | maður, en allt of margir ( demókratar eru | kapítaiistar t Talið barst að stjórnmálum í Vestur-Þýzkalands. Eddy (gælu- 7 nafn) gaf frá sér stunu: „Enda þótt meginþorri þjóðarinnar kenni sig við demókrata af einhverju tagi, em allt of margir þeirra hægri kratar, þ.e. hreinir kapítalsinnar. Jafnvel innan Sósíaldemókrataflokksins eru æði margir mengaðir af kapítalismanum. Willy Brandt er þó, að mínum dómi, heill vinstri maður og einlægur í kenningum sínum og störfum. Einnig lít ég svo á, að hann sé einlægúr friðarsinni. En hann á líka í vök að verjast" (Mér datt í hug . . . Nei, ann- ars . . .). Vofurnar tvær: Mann- dráp og sultardauði. Brjálaða mannkyn! Sá grunntónn, sem mér virð- ist vera að grafa um sig meÖ- al ungs fólks, en það er: mann- legri viðhorf og viðbjóður á allri valdbeitingu, kom greini- lega fram hjá þessum unga Þjóðverja. En það er einmitt þessi hugarfarsbreyting, sem gefur mér von fyrir mannkyn- ið framvegis. Þeir, sem af eigin raun kynntust valdbeitingu og vinnubrögðum nazista, vita hvað valdníðsla er. Þeir hljóta því að vera á móti einræði, í hvaða formi sem það birtist. Eðli málsins samkvæmt ættu þeir þá einnig að vera á móti vopnaframleiðslu og stríði, á móti her og hersetu. Séum við íslendingar friðelskandi, eins og R.E.S. fullyrðir, eigum við þá að tylla undir vígbúnaðar- kapphlaupið með því að hafa hér herbcekistöð? Vita ekki ís- lenzkir ráðamenn, að á Jalta- ráðstefnunni 1945 sömdu Rúss- ar og Bandaríkjamenn um á- kveðna samstöðu gagnvart „gulu hættunni" (Kína) og að þar með var úr sögunni sú hætta að Rússar hernæmu ís- land? Jú, víst vissu þeir um þetta. Og þó sömdu þeir um hersetu Bandaríkjamanna hér. Voru ástæðurnar af öðrum toga spunnar en ótta víð her- nám Rússa? Voru það við- skipta- og gróðasjónarmið, sem réðu afstöðu þeirra manna, er greiddu atkvæði með Kefla- víkursamningnum? Svari hver fyrir sig. Hefði þeim peningi, sem varið hefur verið til „verndar" okkur íslendingum ekki verið bemr varið til þess að metta sveitandi fólk? Vaknið, íslenzk alþýða! Vaknið nú á verðinum, ís- lendingar! Fylkjum okkur fast um þær þjóðir, sem í dag berj- ast fyrir hlutleysi og afvopn- un og berjumst af alefli á al- þjóðavettvangi fyrir þessum helga málstað nútíma mann- kyns. Látum ekki fágaða fram- kornu (slepju) kapítalistanna villa okkur sýn. Þeirra sjón- armið eru og verða gróða- sjónarmiðin. Setjum félags- hyggjusjónarmiðin í öndvegi í þeirra stað. Ætti heimurinn í dag nægi- Iega mörg ungmenni með hugsunarhætti hins unga þýzka pilts, þyrfmm við engu að kvíða um framtíðina. Þá yrði í stað morðtóla fljótlega hafizt handa um aukna framleiðslu matvæla fyrir sveltandi millj- ónir. Unga fólk! í dag er mann- kynið hrellt og hálfbrjálað. Það er ykkar að breyta því. Látið ekki hugfallast af því, að við íslendingar erum fáir. Við þurfum ekki endilega að vera smáir fyrir það. Munið, að Gandi sigraði brezka heims- veldið. Eg skora á þig Skjöldur Eiríksson! Þegar ég las þína frábæru greio, SkjöMur, í 42. tölublaði Nýs lands, kom þetta óvart: Skrifaðu meira Skjöldur minn, skýr og beittur er penni þinn. UNDIRMÁLS verður þú varla dcemdur, og vonandi aldrei KROSSl scemdur. S.E. SF í Reykjavík hélt 6 fundi á síðasta starfsári: Aðalfundur SF í Reykjavík var haldinn að Hótel Esju þann 1. nóv. sJ. Fjölmenni var á fundinum og stóðu umræð- ur fram á nótt, er fundi var frest- að, og verður framhaldsaðalfundur haldinn þann 22. nóv. næstkom- andi. í skýrslu formanns, Ingu Birnu Jónsdótmr, kom m.a. fram, að 6 félagsfundir höfðu verið haldnir á starfsárinu. Síðan greindi hún frá viðfangsefnum þessara funda og rakti efni þeirra að nokkm. Þá greindi formaður frá störfum starfsnefnda og starfsráðs og kom þar fram, að starfsemi nefnda var mjög mismikil, eins og gengur og gerist. í sumar var svo efnt til „Opins húss", og var tekið á Ieigu húsnæði til þess í húsakynnum Húnvetningafélagsins við Þing- holtsstræti. Opið hús var haldið fjórum sinnum og tókst sæmilega í öll skiptin. Ræðu sína endaði Inga Birna með þessum orðum: „Við vorum snemma kosin í viðrasðunefnd við vinstri félögin: ég, Guðmundur Bergsson og Hall- grímur Guðmundsson. Það var ekki fyrr en eftir áramót að mér tókst að koma á fundi, þar komu jólin á milli og svo óskuðu Al- þýðubandalagsmenn eftir því að beðið yrði fram í febrúar, en full- trúar þeirra voru ekki allir á land- inu i kringum áramótin. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var 9. febrúar á Hótel Esju, sagði ég fulltrúum vinstri félaganna þriggja, Alþýðuflokksfél. Reykja- víkur, Framsóknarfélags Reykja- víkur og Alþýðubandalagsins í Reykjavík frá tilefni fundarins. Ég hef lagt fundargerð þessa fund- ar fram á félagsfundi í vetur og var hún heilmikið rædd. Ég tel því óþarft að rekja þann fund hér. Alls urðu fundir tveir, hinn síðari var haldinn í maí. Ástæðan fyrir þeim langa ríma, sem líður á milli funda er meðfram sú, að hér er um svo viðamikið mál að ræða, að betra er að fara varlega af stað. Þó skal ég ekki segja að ég hafi ekki svolítið samvizkubit í þessu máli og vildi ég gjarnan hafa get- að gefið því meiri tíma, en raun varð á. Ég skal stuttlega tíunda það, sem ég tel T,era niðurstöðu þessara tveggja funda. Öll vinstri félögin eru sammála um það, að æskilegt sé að finna sameiginlegt borgarstjóraefni fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1974. Þá er tölu- verður áhugi á sameiginlegu fundahaldi um málefni borgarinn- ar af hálfu Framsóknarmanna og Alþýðubandalagsmanna. í lok seinni fundarins var samþykkt að senda eftirfarandi tillögu til stjórna félaganna: „Fulltrúar Saro- taka frjálslyndra í Reykjavík, Framsóknarfélags Reykjavíkur, AI- þýðubandalagsins í Reykjavík og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur beina þeim tilmælum til félags- stjórna viðræðuaðila að athuga möguleika á sameiginlegum fundi félaganna um borgarmál. Verði borgarfulltrúum félaganna í sam- ráði við félagsstjórnirnar falið að koma slíkum fundi á eins fljótt og unnt er." „Ég lít björtum augum fram á við og eftir þetta starf veit ég, að í þessum Samtökum er margt hugsjónamanna, sem skilja, að því aðeins verða stjórnmál virðingar- vert starf, að það sé unnið fyr- ir opnum tjöldum. Megi þeim verða ágengt". Fréttatilkynning frá framkvæmdastjérn SFV — Sameining með eða án skilyrða? Framkvæmdastjóm Samtaka frjálslyndra og vinstri manna vill að gefnu tilefni lýsa yfir eftirfarandi: Landsfundur SFV, sem haldinn var 29. september — 1. október s.l. lýsti yfir vilja samtakanna til að gerast aðili að sameiningu lýðræðissinnaðra jafnaðar- og samvinnumanna í einum stjórnmálaflokki fyrir næstu almennar kosningar. í þeim tilgangi kaus landsfundurinn sérstaka nefnd til að vinna að undirbuningi málsins og ræða við alla þá aðila aðra, samtök og einstaklinga, sem til slíkrar sameiningar vilja ganga. Það er háð niðurstöðum þeirra viðræðna um stefnu og skipulag nýs flokks og síðar ákvörðun aukalands- fundar SFV, hvort af aðild samtakanna að sameiningu verð- ur. Það er því rangt, að á landsfundinum hafi verið sam- þykkt skilyrðislaus og einhliða sameining við Alþýðuflokk- inn. Að lokum hvetur framkvæmdastjórnin til áframhaldandi og aukinna viðræðna milli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli og áhuga hafa á sameiningu og vonar jafnframt að árangur þeirra verði jákvæður. „Það er því rangt, að á [andsfundinum hafi verið sam- þykkt skilyrð i slau s og -e inhliða sameining við Alþýðuflokk- inn“. Þessi ummæli í frétta- tilkynningunm eru vægast sagt vafasöm, enda hafa þær deilur, sem átt hafa sér stað innan SFV snúizt að verulegu leyti um þetta atriði. 1. Á landsfundinum kom fram tillaga um, að sameining SFV hljóti að byggjast á málefnasamstöðu. —- Var felld. 2 í stjórnmálayfirlýsingu landsfundarins, þar sem í löngu máli er fjallað um sameiningu vinstri manna og einkanlega SFV og Al- þýðuflokksins, er hvergi minnst á að málefnaleg samstaða sé forsenda sam- einingar. 3. í fréttatilkynningunni seg- ir, að landsfundurinn hafi kosið sérstaka nefnd til að vinna að undirbúningi málsins og ræða við aðra aðila, sem til sameiningar ganga. ,,Það er háð nið- urstöðum þeirra viðræðna um stefnu og skipulag nýs flokks og síðar ákvörðun aukalandsfundar SFV, hvort af aðild samtakanna að sameiningu verður." Þetta er í sjálfu sér gott og blessað ,en „samein- ingarþing (SFV og Alþýðu- flokksins), skal setja flokknum lög, ákveða stefnu hans í meginatrið- um“ o.s.frv. Viðræðu- nefndin er því nauðsynleg- ur milliliður til að ná skipu- lagslega endum saman, en sem mótunaraðili um stefnumálin formið eitt. í ályktun iandsfundarins um sameiningarmál, segir: „Þegar undirbúningsnefnd- in telur tímabært, skal kalla saman aukalawdsfund SFV". Það er hvergi talað um málefni eða málefna- lega samstöðu í ályktun- inni sem forsendu samein- ingar. 4 Björn Jónsson segir í Verkamanninum: „Lands- fundur SFV varð tímamóta- viðburður, sem tryggir sig- ur í sameiningarmálinu". Hvar eru málefnin? 5. Hannibal Valdimarsson lýsti því yfir í sjónvarpi að sameiningin við Alþýðu- flokkinn væri án allra skil- yrða.. öll vinnubrögð í samein- ingarmálinu benda eindregið í þá átt að knýja átti fram sameiningu SFV og Alþýðu- flokksins, hvað sem öllum stefnumálum liði. Loks væri gaman að fá að Framhalci á 6. síðu. 4

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.