Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 09.11.1972, Blaðsíða 3

Nýtt land-frjáls þjóð - 09.11.1972, Blaðsíða 3
WÝTT LAN D 3 NÝTT LAND FRJÁLS ÞJÓÐ Gtgefandi Huginn h.f. Framkvæmdastjóri: Björgúlfur Sigurðsson. Ritstjórn: Garðar Viborg, abm., Bjarni Guðnason, Aðalgeir Kristjánsson, Ritstjórnarfulltrúi: Lárus B. Haraidsson. Ritstj., afgr., augl.: Laugavegi 28 - Símar 19215 og 19985 Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Áskriftargjaid kr. 800,00 árg. — I lausasölu kr. 20,00 eint. Sameiningu um málefni Sameining ílokka krefst langs undirbúnings, sem byggist á málefnalegri samstöðu og fullum heilind- um allra, sem þar eiga hlut að. Máleinasamningar og samstarf samstæðra og skyldra flokka, eins og á sér stað um núverandi ríkisstjórn, er áfangi, sem leitt getur til enn víðtækara samstarfs og sem smátt og smátt gæti þróazt upp í sameiningu í einn sterk- an og víðsýnan vinstri flokk. En það kallar á ýmsar viðamiklar breytingar, — utan málefna, — á hug- arfari og starfsháttum forustumannanna. Þeir verða að styðjast við traust fólksins, og fólkið sjálft að þroska sig til meira samstarfs í anda samhjálpar. Sameining aðeins tveggja flokka, t. d. S.F.V. og Alþýðuflokksins, án málefnalegs undirbúnings og að auki annar flokkurinn með aðild að ríkisstjórn, en hinn í harðri stjórnarandstöðu, slík sameining er fásinna, sem bendir til óheilinda, sem getur aldrei náð fótfestu í raunveruleikanum. — Það er fólkinu ljóst. Slík sameining myndar aðeins ,,járntjald" um fáeina forustumenn, en útilokar jafnframt víðari sameiningarmöguleika við það fólk, sem nú skipar sér í aðra flokka, en væri, ef rétt er að staðið, reiðu- búið til samstarfs og væri fúst til að kanna alla mögulei’ka til sameiningar, En sameining S.F.V. og Alþýðuflokks er útilokun á víðtækari sameiningu og „drepur" sameiningarmálið. Fólkið er óðum að gera sér það ljóst, að nú er orðin full þörf á að kalla nýja menn til forustu í stjórnmálabaráttunni, — menn, sem þora að standa á kröfum og umbótum fólki til handa, í fullu samræmi við breytta tíma og sem menningarþjóðfélagi er nauðsynlegt og samboðið. Fólkið er orðið langþreytt á núverandi forustu- mönnum stjórnmálaflokkanna og finnst, sem rétt er, að endurnýjun hjá þeim sé of hægfara og þar vanti nú alla róttækni. Fólkið skilur og sér, að sýndarmennska og per- sónuleg valdabarátta forustumanna flokkanna er orðin of rík í hugum þeirra og það finnur að fengin aðstaða er nýtt af þeim til hins ítrasta, — sú þróun er fólki ógeðfelld. Fólkið finnur vel nauð- syn á samstöðu um núverandi ríkisstjórn og vill gefa henni starfsfrið, — að henni gefist tóm til að leysa þann þjóðfélagsvanda sem framundan er, sem er vel leysanlegur, ef allir leggjast á eitt til lausn- ar. Fólkinu er líka ljóst, að efnahagsvandi þjóðar- búsins og erfiðleikar núverandi ríkisstjórnar á lausn hans, er arfleifð frá fyrrverandi ríkisstjórn, viðreisn- arstjórninni, og það vill taka þátt í að leysa þann vanda að sínum hluta. Við bindum vonir við núverandi stjórn og vilj- um (þrátt fyrir að margt hafi farið úrskeiðis og lausn sumra mála hafi dregizt úr hömlu, svo sem verðlags-, efnahags- og bankamála) sýna henni fullan stuðning. Við vitum að næstu ár muni nýtast betur og hagur fólks og þjóðar verði bættur með nýjum og réttlátari aðferðum en fyrrverandi ríkis- stjórn viðhafði. — G.V, UMMIBJA VIKU ASÍ Eftir nokkra daga kemur Al- þýðusambandsþing saman. Þar munu efnahagsmál verða efst á baugi, svo sem að vanda lætur. Oruggt er að eftir því verður tekið hverjar niðurstöður þessa þings verða, og þegar hefur mik- ið verið rætt og ritað um störf þessa væntaniega þings, og hver áhrif það kann að hafa á efna- hagsástandið í landinu um næstu framtíð. S.l. sunnudag gerði Tómas Karlsson þessi mál að umræðuefni í grein sinni, „Menn og málefni", og segir þar m.a.: „Núverandi ríkisstjórn er ríkis- stjórn hinna vinnandi stétta. Menn mega treysta því, að við lausn efnahagsvanda, grípur hún aðeins til þeirra úrræða, sem tryggja sem minnst áföll fyrir þá, sem verst eru undir það búnir að taka á sig auknar byrðar. Jafn- framt mega menn treysta því, að sem mest atvinnuöryggi um land allt verður látið sitja í fyrirrúmi við mótun þeirra efnahagsað- gerða, sem til verður gripið. Hvað gerðist 1958? Einkum verða þeir, sem tekið hafa kjöri til næsta Alþýðusam- bandsþings, sem haldið verður síðari hluta þessa mánaðar, að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sýna að þeir beri verulegt traust til þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr og er fyrsta ríkis- stjórnin í 13 ár, sem verkalýðs- breyfingin getur kallað sína ríkisstjórn. Það er ekki úr vegi fyrir Alþýðusambandsþingsfull- trúa að rifja nú upp atburði, sem gerðust á Alþýðusambandsþingi 1958, og höfðu í för með sér fall fyrri vinstri stjórnar, hvaða af- leiðingar fall hennar þýddu .fyrir vcrkaJýðshréyfinguna, og af- komu allra launþega í landinu í meira en heilan áratug þar á eftir. Hvað gerð,ist á stjórnarárum vinstri stjórnar Hermanns Jón- assonar? Eftir tveggja ára starfstíma stjórnarinnar var kaupmáttur launa verkafólks og lífskjör á íslandi bezt í allri Vestur-Evrópu. Haustið 1958 steðjaði að mikill efnahagsvandi og verðbólguhjólið farið að snú- ast ískyggilega hratt. Ef tryggja átti svipaðan kaupmátt verka- fólks áfram varð að gera ráð- stafanir til að hægja á verðbólgu- hjólinu. Ríkisstjórnin hafði gefið um það fyrirheir, að hún myndi ekki gera ráðstafanir í efnahags- málum nema í samráði við verkalýðshreyfinguna. Hermann Jónasson fór þess á leit við Alþýðusambandsþing 1958, að frestað yrði framkvæmd nokkurra vísitölustiga í kaup- greiðsluvísitölu meðan ríkis- stjórnin freistaði þess að ná sam- komulagi við verkalýðshreyfing- una um viðeigandi ráðstafanir gegn verðbóigunni og efnahags- vandanum. Þessari beiðni hafn- aði Alþýðusambandsþing og rík- isstjórnin var þar með fallin. Hver varð afleiðingin? Verkalýðshreyfingin fékk að súpa seyðið af því falli á annan áratug. Strax og Sjálfstæðisflokk- urinn fékk völdin með aðstoð Alþýðuflokksins, tók hann allar kauphækkanir af launþegummeð lögum og raunar betur þó. í tíð vinstri stjórnarinnar var afstaða flokksins eins og nú, að ekki kæmi til mála fyrir verkalýðs- hreyfinguna að gera samninga við vinstri stjórn um breytingar á reglum um vísitölu, en þegar hann var kominn til valda afnam hann vísitöiuna hreinlega með lögum. 10 árum síðar, þegar Alþýðu- sambandsþing kom saman og gerði upp árangiur 10 ára harðr- ar verkalýðsbaráttu með til- heyrandi fórnum í sífelldum verkföllum, var niðurstaðan sú, að kaupmáttur launa verkafólks var minni en 1958". Þannig fórust Tómasi orð, og öruggt er að margir munu velta þessum sömu hlntum fyrir sér, og leiða þá hugann að því sama sem Tómas, sem í rauninni er þetta. Ætla vinnandi stéttir þessa lands að bregða fæti fyrir þá ríkisstjórn sem þær sjálfar, fyrst og fremst, hafa komið á laggirnar? Nú er ég ekki að halda því fram, að þessari stjórn hefði ekki getað farið margt betur úr hendi, en eigi að síð- ur, eins og áður var fram tek- ið, er þetta stjórn vinnandi fólks, vinstri manna og samvinnu- manna sem eiga vafalaust veru- legan meirihluta á því Alþýðu- sambandsþingi sem saman verð- ur kvatt nú á næsmnni, og væri með miklúm ólíkindum að þetta fólk setti fótinn fyrir þá stjórn sem það styður, til ,þess. .að. koma til valda nýrri stjórn íhalds og krata. Fyrri reynsla af stjórn þeirra flokka ætti að vera víti til varnaoar. Sameining Eftir landsfund Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, og svo flokksþing Alþýðuflokksins, hef- ur mikið verið rætt og ritað um hið margumtalaða sameiningar- mál, og sýnist sitt hverjum. Al- þýðuflokkurinn neitar því með ölfu að hann leggi sig niður í nálnni framtíð og þar að auki fordæmir hann núverandi ríkis- stjórn harðlega, og þar með stefnu SFV, þar sem þau eru áðili að stjórninni. Eorustumenn SFV hafa á hinn bóginn marg lýst því yfir að Samtökin væru reiðubúin til að leggja sig nið- ur, nánast verið til þess stofn- uð. Um þetta hafa verið og eru enn skiptar skoðanir og eru harðar deilur um þetta innan Samtakanoa öðru hvoru svo sem eðlilegt er, því að í margra huga voru Samtökin nýr flokkur með ný viðhorf og ný vinnubrögð, eins og Ingólfur Þorkelsson kennari komst að orði í ágætri grein sem fjallaði m.a. tun þessi efni og var greinin rituð í Nýtt land um þær mundir sem Sam- tökin voru að hlaupa af stokk- unum. Grein sína endar Ingólfur með þessum orðum: Sarntök frjálslyndra eru stofn- uð af mönnum, sem hafa sagt skilið við gömlu flokkana og mönnum utan flokka, mönnum úr öllum stéttum. Þau boða ný viðhorf í stjórnmálum og ný vinnubrögð. Þau leggja mikla á- herzlu á jafnrétti, framfarir og heiðarleika. þau eru stofnuð til höfuðs flokksræðinu og spilling- arkerfi þess. Þeir menn, sem að þessurn samtöktmi standa, þykj- ast ekki hafa kórrétt svar í hverju máli. Þeir hafa engin lokkandi loforð upp á vasann. Þeim er Ijóst ,að vandinn, sem við er að etja, er mikill og marg- víslegur og ekki auðleystur. En þeir leggja áherzlu á, að það er unnt að leysa hann, ef menn vilja og þora og hafa einhverja trú á framtíð þjóðarinnar. Eina leiðin út úr ógöngunum er, að kjósendur brjóti af sér hlekki vanans, segi skilið við gömlu flokkana og dæmi þá þannig af verkum sínum — og fylki sér um ný stjórnmálasann* tök, sem ein hafa vilja og getu til þess að hreinsa til í þjóðfé- laginu og takast á við þann vanda, sem þjóðin er nú stödd í. Svo sannarlega brutu margir kjósendur af sér hlekkina við síðustu alþingiskosningar og fylktu sér undir merki Samtak- anna. En spurningin er bara sú hvort þeir almennt hafa gert það til þess að ganga svo í einhvers- konar „Hrasðslubandalag" með Alþýðuflokknum — leggja sig niður við slíkt. Norðri. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast á hinar ýmsu de\ldir Borgarspítalans. Upplýsingar geíur íorstöðukonan í síma 81200. Reykjavík, 1. 11. 1972. Borgarspítalinn. I||) Yfirhjúkrunarkona Staða yfirhjúkrunarkonu Grensástleiklar Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar nm stöðuna veitir forstöðukona Borgarspítal- anr. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 1. des- ember 1972. Reykjavík, 1. 11. 1972, HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ REYKJAVlKURBORGAR * *

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.