Jólablaðið - 15.12.1934, Síða 6

Jólablaðið - 15.12.1934, Síða 6
jOLABLAÐIÐ Myndina hefir E. Sigurgeirsson tekið. Það eru skíðaför hans sem sjást. Hún er tekin frá syðri Súlutindi. Kerling sézt í baksýn og þá má sjá Bónda og báða Krummana mjög greinilega. Þaðan er afar fallegt útsýni bæði sumar og vetur. Út — út — ungir og gamlir. Notið írídagana, sem eru í hönd, til þess að vera úti og fylla lung- un af tæru lofti. Farið á skíði og skauta, e.ða gangið rösklega dálít inn spöl. — Það er ágæt íþrótt að ganga, en merkilega lítið iðk- að. Fjöldi fólks, sem er veiklað og slapt, gæti orðið full hraust með reglulegum útigöngum — helzt á morgnana. kemur, hefur skíðamaðurinn sig til stökks og stekkur niður í brekkuna (c) og rennur svo r.iður á jafnslétt. Skíðastökk er afar mikið iðkað víða erlendis, sérstaklega í Nor- egi. í byrjun er bezt að hafa brekkurnar litlar, en stækka þær svo smátt og smátt. Skíði þau, sem notuð eru til stökks, eru mikið þyngri en gönguskíði. Skíðaíþróttin er gömul og góð íþrótt. Hún hefir, eins og flest annað, breyst mjög. Skíðin sjálf eru mikið fullkomnari og allur útbúnaður vandaðri og betri. Skíðastökk hefir ekki þekkst hér fyr en síðustu árin. Skíða- stökk er þannig, að það þurfa að vera tvær brekkur eins og teikn- ingin sýnir. Lað er farið af stað niður efri brekkuna (a) í fljúgandi ferð, þegar niður á brúnina (b) a) Lau skíðí, sem hér eru aigeng- ust, er vel hægt að nota til stökks í litlum brekkum. Eg vona að skíðastökk eigi eftir að verða ein af aðalvetrar- íþróttum okkar og skíðaíþróttin yfirleitt verði iðkuð mun meira en hingað til, Skautahlaup er afar falleg og góð íþrótt. En því miður alltof lítið iðkuð hér. Það þyrfti að fá kennara og koma á keppni í skautahlaupi (ýmsar vegalengdir). Leikni ein- stakra og íleiri saman og keppa í hópleikjum (Ishockey o. fl.) Þá mundu finnast fieiri blettir nothæfir til æfinga heldur en nú. Að endingu vil eg hvetja alla að æfa íþróttir og nota frístund- irnar, bæði sumar og vetur til heilsubótar og skemtunar og skoða landið, íslendingar, T St. S k r 111 n r . Saga um Albert Belgíukonung. Einu sinni mætti Albert Belgíu- konungur nokkrum verkamönn- um. Konungurinn var á hjóli, en menrirnir stönsuðu hann og spurðu hvar hann hefði fengið svona fall- egan hjólhest. Konungur sagðist hafa keypt hann fyrir sparipen- ingana sína. — Hafið þér góða stöðu? »Ekki hefi eg neina ástæðu til að kvarta yfir því«. »Færðu yfir 1000 Francs á mánuði« ? »Miklu meira«. »Hvar vinnur þú, fyrst þú hefir svona góð laun« ? sLað vil eg ekki segja ykkur, því þá gæti skeð að þið færuð að keppa við mig um stöðuna. B!að úr niinnnisbökinni. 77/ bökunar: Eggjaduít Cardimominur (heilar, styttar) Möndlur Sukkat Flórsykur Ger Hjartarsalt Sulta Bökunardropar og fleira Purkaðir ávextir-. Rúsínur, 3 tegundir Kúrennur Aprioosur Fíkjur og fleira. Niðursoðnir: Plómur i Ferskjur Perur Apricosur Blandaðir Ferskir: Epli Bananar Appelsínur Vh'nber Sítrónur Suðusúkkulaði Cacao Te Strausykur Melís Kandís Kex, margar tegundir Sælgætisvörur Hreinlætisvörur Tóbaksvörur og margt fleira til jólanna, Verðið hvergi lægra. Verzl. HEKLA !

x

Jólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1536

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.