Blossi - 01.09.1933, Page 1
1. ápgangur, 1. íbl.
f~S. F. B.“j
1. seplembep 1933
BI.OSSI
petta lilað á að varpa skærum
blossa. yfir þau mál, sem snerta
æskulýðinn og lífskjör hans. Fé-
lagið, sem gefur það út, er ekki
gamalt, en því, eins og Blossa, er
ætlað að vaxa og eflast hraðfari.
S. F. R. og „Blossi“ vilja vekja
æskulýðinn til hugsana. Stjörn-
málaflokkar gera allt til að
þyrla upp ryki og blinda æskulýð-
inn annaðhvort með svæfandi
værð eða með óskapaorðum um
ofbeldi. Sjaldan heyrast raddir frá
æskulýðnum sjálfum, enda er allt
gert til að kæfa þær eða blanda
þær hreim frá úreltum stjórn-
málaskoðunum eða örvita skril-
stefnum.
„Blossi" berst fyrir frjáisum,
djörfum og starfsfúsum æsku
mönnum. Hann berst gegn eyði-
leggingaráhrifum atvinnuleysis-
ins, sem gera augu æskumanns-
ins sljó, hendur hans mjúkar af
iðjuleysi og hugsanimar skemdar
af örvita vantrú á allt gott. —
„Blossi“ berst fyrir því a3 æsku-
lýðurinn segi ekki sínum eigin
heimilum stríð á hendur, heldur
taki þátt í erfiðleikum þeirra,
stigi fyrstu skrefin til bjargar og
efli þau i trú á sinn eigin mátt
„Blossi“ berst fyrir göfgi í orði
og verki, gegn skrílræði •— kom-
múnisma — nazisma.
LANG
Hann berst gegn blindu höfð-
■ingjavaldi, gegn hálaunuðum iðju-
leysingjum, einkabraski og íhaldi.
„Blossi“ berst fyrir alþýðuheim-
ilin, fyrir menningu þeirra,
mætti þeirra og valdtöku þeirra.
Kjör æskunnar
í þessari borg
það e.r sjaldan skrifað um kjör
unga fólksins i þessari borg. Stjórn
málaflokkarnir virðast ekki vita
um ástandið eins og það er, eða
öllu heldur: þeir eru svo upptekn-
ir af öðru, að þeir veita því ekki
athygli. ,Hið eina, sem unga fólk-
ið fær frá stjórnmálaflokkunum,
eru nokkur meiningarlaus kjass-
yrði. En á þeim lifir æskan ekki.
Fyrsta skilyrðið er að unga fólk-
ið fái að vinna.
Annað skilyrðið er, að það eigi
lcost á góðum skólum — nútíma-
skólum.
þriðja skilyrðið er, að því sé
hjálpað til að skilja nauðsyn lík-
amsræktar.
Og fjórða sltilyrðið er, að því
sé varnað frá löstum auðvalds-
þjóðfélagsins, eiturnautnum og
skrílmenningu.
En hvernig uppfyllir þjóðfélag-
ið þessar skyldur sínar við unga
fólkið?
pað hugsar ekki um þær.