Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.02.1998, Page 1

Bæjarins besta - 04.02.1998, Page 1
- segir Friðrik E. Stefánsson, nýkjörinn Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar í viðtali við blaðið. Sjá nánar frétt á bls. 3 og viðtal í miðopnu Bæjarins besta Miðvikudagur 4. febrúar 1998 • 5. tbl. • 15. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Nýt mín best fyrir framan mikið af fólki Heilbrigðisstofnunin Starfsfólk í eldhúsi hætt Allt starfsfólk eldhúss Heil- brigðisstofnunar að Torfnesi að matreiðslumeistaranum undanskildum hætti störfum á föstudag vegna deilna við stjórnendur stofnunarinnar um breytt verksvið og launa- kjör. Allt starfsfólkið tilkynnti veikindi á fimmtudag og einn starfsmaður var látinn hætta störfum vegna ummæla sem hann hafði frammi um stjórn- endur stofnunarinnar. Guðjón Brjánsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar gekk sjálfur til verka í eldhúsinu á fimmtudag og föstudag og hafði þá uppi vonir um að það tækist að ráða í stöðurnar í þessari viku. ,,Ég sé eftir öllum þessum starfsmönnum en það gilda ákveðnar reglur, bæði siða- reglur og reglur varðandi vinnubrögð og stjórnun á vinnustað. Þessir starfsmenn verða eins og allir aðrir að sætta sig við það að einn verður að stjórna," sagði Guð- jón í samtali við DV. Ísafjarðarbær Íhuga kaup á nýrnavél Nokkrir aðilar í Ísafjarðar- bæ undir forystu Sturlu Hall- dórssonar íbúa á Hlíf á Ísa- firði, eru um þessar mundir að kanna undirtektir á meðal Vestfirðinga um kaup á nýrri nýrnavél sem færa á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði að gjöf. Vélin mun kosta rúmar tvær milljónir króna með virð- isaukaskatti og vonast gefend- urnir til að hann fáist endur- greiddur. Söfnunaraðilarnir hafa sent fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi og standa vonir þeirra til að af kaupunum geti orðið. Í bréfi sem sent hefur verið framan- greindum aðilum segir m.a.: ,,Það hafa komið upp nokkur tilfelli hér í bæ þar sem sjúkl- ingar hafa þurft að fara til Reykjavíkur í þetta bráðnauð- synlega tæki og hafa tilvik ráðið því hvort komist er á réttum tíma sökum veðurs eða annarra landfræðilegra að- stæðna að ótöldum öllum þeim aukakostnaði sem slíkri ferð fylgir. Við teljum að meiri líkur séu á að sjúklingar sem þurfa að fara í þessar vélar fái meiri ró með ættingja og vinir ná- lægt sér, að minna rask verði á högum þeirra og þá væntan- lega betri bati ef hægt er að hafa slíka vél hér til staðar," segir m.a. í bréfinu sem sent var frá söfnunaraðilum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.