Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.02.1998, Page 2

Bæjarins besta - 04.02.1998, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðari Friðrik Stefánsson, Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar Friðrik Stefánsson, Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 1997. Frábær íþrótta- maður og góður félagii Hann hefur náð frábærum ár- angri með liðinu og er ein helsta ástæða fyrir velgengni félagsins á liðnum árum og þá kannski sérstaklega á síð- asta ári. Í lokahófi Körfu- knattleikssambands Íslands sem haldið var í maí á síðasta ári var hann kjörinn efnilegasti körfuknattleiksmaður lands- ins og undirstrikaði sú útnefn- ing hversu miklum framförum Friðrik tók á keppnistímabil- inu. Á síðasta ári var Friðrik valinn í 20 manna landsliðs- hóp Íslands í körfuknattleik sem var að undirbúa sig fyrir Evrópukeppni landsliða og í kjölfarið var hann valinn í 10 manna landsliðshóp Íslands sem keppir við sterkustu körfuknattleiksþjóðir innan Evrópu. Í þeim leikjum sem leiknir hafa verið hefur Friðrik staðið sig með mikilli prýði og muna margir stórleik hans í leiknum gegn Króatíu. Frið- rik er fyrsti leikmaðurinn frá Ísafjarðarbæ sem valinn hefur verið í A-landslið í körfuknatt- leik og hefur hann verið bæjar- félaginu til mikils sóma. Frið- rik, sem er aðeins 21 árs, er frábær íþróttamaður og býr yfir miklu keppnisskapi auk þess sem hann er góður félagi. Eins og að framan greinir fengu átta aðrir íþróttamenn viðurkenningu í hófinu í gær- kvöldi. Þau eru Anna Soffía Sigurlaugsdóttir, sem kjörin var knattspyrnukona Bolta- félags Ísafjarðar fyrir árið 1997. Auðunn Einarsson, 22 ára golfari, sem stundað hefur golfíþróttina ásamt öðrum íþróttagreinum frá unglings- aldri. Héðinn Ólafsson, 55 ára, félagi í Íþróttafélaginu Ívari, en hann hefur æft boccia frá árinu 1995 með góðum árangri. Besti árangur Héðins til þessa er 3ja sætið í sinni deild á Íslandsmótinu í ein- staklingskeppni sem haldið var í október á síðasta ári. Pétur Magnússon, 20 ára handknattleiksmaður úr Herði, en hann hefur leikið í markinu hjá félaginu í vetur við góðan orðstír og Jóhann Bæring Gunnarsson, 25 ára knattspyrnumaður úr Knatt- spyrnufélaginu Ernir, en hann var valinn leikmaður félagsins á síðasta ári. Þórey Sjöfn Sigurðardóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr Íþróttafélaginu Höfrungi, en hún náði frábærum árangri á síðasta ári og hefur alla tíð verið öðru íþróttafólki á Þing- eyri fyrirmynd, bæði hvað varðar ástundun og fram- komu. Hún var kjörin Íþrótta- maður Höfrungs fyrir árið 1997. Arnór Þorkell Gunnars- son, 26 ára skíðamaður, en hann hefur æft með Skíðafé- lagi Ísafjarðar í um 17 ár og verið fastamaður í A-landsliði Íslands í nokkur ár. Arnór hefur verið valinn Íþróttamað- ur Ísafjarðar og í dag er hann í 182. sæti í svigi á heimslista alþjóða skíðasambandsins. Áttundi íþróttamaðurinn sem fékk viðurkenningu að þessu sinni er Guðrún Á. Elvars- dóttir, 19 ára hestakona úr Hestamannafélaginu Hend- ingu. Í júní á síðasta ári varð Guðrún í 1. sæti í tölti og fjórgangi á félagsmóti Hend- ingar og var auk þess kjörin knapi mótsins. Á fjórðungs- móti Vesturlands sem haldið var á Kaldármelum á síðasta ári hafnaði hún í 5. sæti í fjór- gangi ungmenna en þetta mót var eitt hið sterkasta sem haldið var á árinu í hestaíþrótt- um. Knattspyrna Um síðustu helgi fór fram í íþróttahúsinu á Torf- nesi, Íslandsmót í innan- hússknattspyrnu á milli BÍ og UMFB í 4. og 5. flokki karla og á milli BÍ, UMFB og Ernis í 2. flokki karla. BÍ sigraði í öllum flokk- um og er komið í úrslita- keppnina sem fram fer í Reykjavík 14. og 15. febr- úar nk. BÍ sigraði Dýrkeypt reynsla Ef til vill má orða það svo, að menn séu byrjaðir að slá eina og eina nótu í pólitísku hljómhviðunni, sem hljóma mun eftir því sem nær dregur sveitar- stjórnarkosningum. Á yfirborðinu virðast aðstandendur væntanlegra framboða taka lífinu með ró. Það kemur ekki á óvart því svo virðist komið í íslenskri pólitík að frambjóðendur kjósi helst leikhúsaðferðina þ.e. að þeir verði klappaðir upp að lokinni sýningu. Flokksmiðinn gildi sjálfkrafa áfram til setu í næstu bæjarstjórn. Önnur skýring kann að vera á værðinni. Að þessu sinni er óvenju mikil sambræðsla flokka og flokksbrota í gangi. Sambræðsla er að öllu jöfnu tímafrekari en hreint flokksframboð þ.e.a.s. ef flokkurinn á þá ekki við einhverja innvortis krankleika að stríða, sem erfitt er að sjúkdómsgreina og lækna. Lengi hefur því verið haldið fram að sveitarstjórnar- menn eigi ekki að velja eftir flokkspólitískum línum. Í sveitarstjórn eigi að kjósa menn, ekki flokka. Einhverra hluta vegna hafa talsmenn þessa sjónarmiðs aldrei bent á ásættanlega leið að markinu. Það er helst að umræðan hafi leitt af sér svokölluð óháð framboð, sem hafa verið einkar vinsæl hjá misskildum stjórnmálamönnum, sem flokkurinn kunni ekki að meta. Vitað er að fjölmargir óbreyttra kjósenda vilja hafa áhrif á skipan framboðslista. Þeir kæra sig hins vegar ekki um fyrirframgefin loforð um ráðstöfun atkvæðis á kjördegi, en þá kemur venjulega í ljós að flokksvélin sló ekki feilpúst frekar en fyrri daginn og væntingar hinna nýju liðsmanna um breyttan lista farnar út um víðan völl. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir ekki borið gæfu til að koma til móts við óskir kjósenda að neinu marki í þessum efnum. Ein leið til að ná til kjósenda í prófkjöri án þess að draga þá í pólitíska dilka er sameiginlegt prófkjör allra flokka. Þetta var gert hér á Ísafirði fyrir 16 árum og tókst vel að því er sögur herma. Með þessu fyrirkomulagi geta óflokksbundnir kjósendur tekið þátt í prófkjöri án eyrnamerkinga eða skuldbindinga, sem þeir samvisku sinnar vegna eiga erfitt með að standa við á kjördegi. Enn er ekki vitað um framboð í Ísafjarðarbæ, hve mörg framboðin verða, hver býður fram með hverjum, hverjir verða einir á báti. Reynslan sýnir að allt getur skeð. Hætt er við að margur telji reynsluna frá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka æði dýrkeypta. s.h. Ísafjarðarbær Bensínstöð á Skeiði Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur fallist á að veita Jóni Fannberg Þórðarsyni á Ísafirði lóð á Tunguskeiði undir bensínafgreiðslu. Leyfið er háð því að Veðurstofa Íslands veiti samþykki sitt til að byggja á lóðinni en eins og kunn- ugt er, er umrædd lóð talin á snjóflóðahættusvæði. Óvíst er því á þessari stundu hvenær framkvæmdir hefjast. Bolungarvík Eldur í Lada bifreið Friðrik Stefánsson, körfu- knattleiksmaðurinn snjalli hjá KFÍ var í gærkvöldi útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 1997. Útnefning hans var kunngerð í hófi sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, fræðslunefnd bæjarins ásamt Íþróttabandalagi Ísfirðinga og HVÍ efndu til í félagsheimil- inu á Þingeyri. Auk Friðriks fengu átta aðrir íþróttamenn viðurkenningu fyrir árangur sinn og ástundun en það voru þau Anna Soffía Sigurlaugs- dóttir sem tilnefnd var af Boltafélagi Ísafjarðar, Auð- unn Einarsson, sem tilnefndur var af Golfklúbbi Ísafjarðar, Héðinn Ólafsson, sem til- nefndur var af Íþróttafélaginu Ívari, Pétur Magnússon, sem tilnefndur var af handknatt- leiksdeild Knattspyrnufélags- ins Harðar, Jóhann Bæring Gunnarsson, sem tilnefndur var af Knattspyrnufélaginu Ernir, Þórey Sjöfn Sigurðar- dóttir, sem tilnefnd var af Íþróttafélaginu Höfrungi, Arnór Þorkell Gunnarsson, sem tilnefndur var af Skíða- félagi Ísafjarðar, Guðrún Á. Elvarsdóttir, sem tilnefnd var af Hestamannafélaginu Hend- ingu og Arnar Björgvinsson sem var tilnefndur af UMF Önundi. Íþróttamaður Ísafjarðarbæj- ar fyrir árið 1997, Friðrik E. Stefánsson, spilar með KFÍ. Vélarrúm Lada Sport bifreiðar varð skyndilega alelda um kl. 13:15 á föstudag. Bíllinn var í gangi fyrir utan hús í bænum meðan eigandinn fór inn með barn. Þegar hann sneri út á ný eftir fáeinar mínútur stóð vélarrúmið í ljósum logum. Kallað var á slökkvilið en búið var að slökkva eldinn þegar það kom á vettvang. Ísafjörður Sigga í 2. sæti Sigríður Þorláksdóttir, skíðakonan snjalla frá Ísafirði, hafnaði í 2. sæti á svigmóti sem haldið var í Lambrecht í síðustu viku. Fyrir frammistöðuna fékk Sigríður 57 punkta en hún var með 70 styrkleikapunkta á síðasta lista. Sigríður er um þessar mundir að undirbúa ferð á ólympíuleikana í Nagano í Japan þar sem hún keppir ásamt Arnóri Gunnars.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.