Bæjarins besta - 04.02.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 3
Forsvarsmenn ÍÚ funda með Ísfirðingum um ljósleiðaragjald Landssímans hf.
Fjörutíu sinnum dýrara að dreifa
sjónvarpsefni á Vestfjörðum en á
höfuðborgarsvæðinu
Kostnaður við flutning á sjónvarpsefni í gegnum ljósleiðara til Ísafjarðar er um fjörutíu sinnum meiri en til íbúa á
höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gjaldsskrá Landssímans.
Forsvarsmenn Íslenska út-
varpsfélagsins, sem rekur
sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og
Sýn og útvarpsstöðvarnar
Bylgjuna og Stjörnuna eru
væntanlegir til Ísafjarðar í dag
til viðræðna við heimamenn
um hið háa gjald sem fyrir-
tækinu er gert að greiða til
Landssímans hf., vegna flutn-
ings á sjónvarpsefni til Vest-
fjarða. Samkvæmt upplýsing-
um blaðsins munu fulltrúar
Íslenska útvarpsfélagins m.a.
ræða við forsvarsmenn Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga,
bæjarfulltrúa sveitarfélagsins
og fleiri aðila auk þess sem
þeir verða með opinn borgara-
fund um málið kl. 20:30 annað
kvöld, fimmtudagskvöld, í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Eins og greint hefur verið frá
hér í blaðinu, er mikill áhugi
á meðal íbúa á Ísafirði og þá
sérstaklega íþróttaunnenda,
að ná sjónvarpssendingum
Sýnar, en til þessa hafa stjórn-
endur Íslenska útvarpsfélags-
ins ekki séð sér fært að verða
við þeirri ósk sökum mikils
kostnaðar við flutning sjón-
varpsefnisins.
Í viðtali við BB í síðustu
viku, sagði Hannes Jóhanns-
son, tæknistjóri Íslenska út-
varpsfélagsins, að mikill
áhugi væri innan fyrirtækisins
að hefja útsendingar á Sýn á
Ísafirði, en tók fram að þrátt
fyrir að Ísafjörður væri nægi-
lega stórt markaðssvæði fyrir
stöðina, hefðu viðræður við
forsvarsmenn Landssímans
um lækkun á flutningsgjaldi
um ljósleiðarann til Vest-
fjarða, engan árangur borið.
Hann sagðist þó bjartsýnn á
að útsendingar gætu hafist á
Ísafirði, eigi síðar en í apríl
nk.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins er samningur Ís-
lenska útvarpsfélagsins við
Landssímann hf., (áður Póst
og síma) á þann veg að
fyrirtækið greiðir ákveðið
gjald pr. kílómetra með ljós-
leiðara, sem er í raun ekki það
sama hvar sem er á landinu.
Þannig gildir eitt verð fyrir
svokallaða hringtengingu,
sem liggur nánast eins og
hringvegurinn um landið og
síðan er lagt á 20% álag (svo-
kallað útkjálkagjald) ofan á
kílómetragjaldið fyrir allar
tengingar sem liggja út úr
hringnum. Gott dæmi um
þetta er ljósleiðaratengingin
til Vestfjarða. Ljósleiðarinn
fer út úr hringnum við Kambs-
nes við Dalabyggð og liggur
um sunnanverða Vestfirði alla
leið til Ísafjarðar. Við Kambs-
nes leggst 20% álag á gjaldið
sem Íslenska útvarpsfélagið
þarf að greiða fyrir ljósleiðar-
ann til Ísafjarðar. Af þessu
leiðir að dreifingarkostnaður
fyrir Stöð 2 á Vestfjörðum er
um 9 milljónir króna á ári eða
um 7,500 krónur á hvern
áskrifanda. Til samanburðar
má nefna að dreifingarkostn-
aður fyrir Stöð 2 á höfuðborg-
arsvæðinu er um 180 krónur
á hvern áskrifanda. Það er því
rúmlega fjörutíu sinnum dýr-
ara að dreifa sjónvarpsefni á
hvern áskrifanda Stöðvar 2 á
Vestfjörðum, heldur en á
hvern áskrifanda á höfuðborg-
arsvæðinu.
Síðastliðið vor stækkaði
Íslenska útvarpsfélagið dreifi-
kerfi Sýnar norður um land
allt austur til Húsavíkur.
Forsendan fyrir þeirri teng-
ingu var stærð á nýju mark-
aðssvæði og gjald fyrir hring-
tengingu, án 20% álags. Þann
15. október síðastliðinn rann
út samningur fyrirtækisins við
Landssímann sem gerður var
1992, en mánuði fyrr hafði
Íslenska útvarpsfélagið óskað
eftir viðræðum við Landssím-
ann með það að markmiði að
semja um flutning fyrir Sýn
og Stjörnuna um allt land. Þótt
ótrúlegt megi virðast hafa for-
svarsmenn Landssímans ekki
tekið beiðninni um stóraukin
viðskipti, tvöföldun á flutn-
ingsmagni, opnum örmum.
Beiðni Íslenska útvarpsfé-
lagsins hefur enn ekki verið
svarað á annan veg að ekki sé
hægt að lækka kílómetra-
gjaldið. Á sama tíma og
Íslenska útvarpsfélagið vildi
ræða aukin viðskipti á ljós-
leiðarakerfinu um landið hefur
Landssíminn eytt dýrmætum
tíma í að reyna að selja fyrir-
tækinu aðgang að hinu svo-
kallaða breiðbandi sem Ís-
lenska útvarpsfélagið hefur
aldrei beðið um.
Við þessar upplýsingar
vakna ýmsar spurningar s.s.
af hverju er ljósleiðarinn verð-
lagður samkvæmt kílómetra-
gjaldi? Það eru ekki nema þrír
mánuðir síðan tæknimenn
Landssímans notuðu þau rök
fyrir jöfnun á kostnaði sím-
gjalda um allt land að það
kostaði í raun og veru ekki
meira að hringja út á land en á
milli húsa í Reykjavík. Þá má
spyrja: Af hverju er 20% álag
á kílómetragjaldið út úr hinum
svokallaða hringvegi? Gera
þingmenn og aðrir ráðamenn
sér ekki grein fyrir því að ljós-
leiðarinn gegnir bæði öryggis-
legu og byggðalegu hlutverki?
Af hverju á Landssíminn ljós-
leiðarann sem að stórum hluta
var kostaður af NATO og
restin af almannafé?
Einar Kristinn Guðfinns-
son, þingmaður Vestfirðinga
er formaður samgöngunefnd-
ar Alþingis, en undir nefndina
falla þessi mál: ,,Ég hef reynt
að kynna mér þetta mál og
ræða það við forráðamenn
Landssímans og Íslenska
útvarpsfélagsins. Það er
greinilegt að deilan stendur
um kostnað við að flytja send-
ingar útvarpsstöðvanna um
ljósleiðarann sem Landssím-
inn á. Þar er um það að ræða
að eigandi ljósleiðarans rukk-
ar kílómetragjald og bætir síð-
an álagi á, þegar farið er út
fyrir einhvern tiltekinn radíus
og það er þetta álag sem er
ágreiningsefnið. Það er mín
skoðun að það sé algjörlega
óeðlilegt að leggja sérstakt
álag á þessar sendingar. Auð-
vitað verða þessi fyrirtæki að
útkljá þessi mál sín á milli,
enda sér hver heilvita maður
að það gengur ekki að umtals-
verður hluti þjóðarinnar, þar
á meðal við á Vestfjörðum,
getum ekki notið þess mikla
fjölbreytileika sem er í út-
varps- og sjónvarpssending-
um í landinu út af svona
ágreiningi. Það er greinilegt
að við erum fórnarlömbin í
þessari deilu. Við vitum að
bara hlutir eins og þessir eru
meðal þess sem fólk hefur í
huga þegar það velur sér
búsetu.
Skoðanakönnun Byggða-
stofnunar og Háskólans sýna
einmitt fram á þetta. Þetta er
þess vegna í mínum huga
heilmikið byggðamál.
Fyrir nú utan það að þróunin
í fjarskiptamálunum í ver-
öldinni er öll á þann veg að
það skiptir stöðugt minna máli
hver fjarlægðin er frá útsend-
ingarstað. Hagsmunir eigenda
ljósleiðarans eru að fá nógu
mikla umferð inn á hann, enda
er búið að stofna til fjárfest-
ingarinnar. Við höfum líka
verið að þróa þetta í þessa átt
í símamálunum, eins og við
þekkjum. Núna síðast með því
að það er búið að gera landið
að einu gjaldskrársvæði. Þess
vegna finnst mér það skjóta
mjög skökku við að hafa
þennan mikla kostnaðarmun
á því að flytja útvarps- og
sjónvarpssendingar frá
Reykjavík til Akureyrar og frá
Reykjavík til Ísafjarðar, Pat-
reksfjarðar eða Hólmavíkur,
svo ég taki dæmi. Við verðum
að treysta því að fyrirtæki eins
og Landssíminn og Íslenska
útvarpsfélagið, sem bæði hafa
sýnt að þau vilja þjóna okkur
á landsbyggðinni vel, nái sam-
an í þessari deilu, þannig að
við fáum að nýta okkur alla
þá fjölbreytilegu kosti sem eru
í boði,” sagði Einar Kristinn
Guðfinnsson.
Gardínubúðin
Hafnarstræti 8 - Sími 456 3430
Bútasaumsnámskeið - Saumanámskeið
Verða haldin ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin
hefjast um miðjan febrúar. Þeir sem hafa áhuga eru
vinsamlegast beðnir að hafa samband sem fyrst.