Bæjarins besta - 04.02.1998, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 5
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður svarar skrifum Ólafs Kristjánssonar
Tveggja heima tal
Veruleikinn getur reynst
mönnum erfiður að horfast í
augu við. Það sannast á Ólafi
Kristjánssyni, bæjarstjóra í
Bolungavík. Á kjörtímabilinu
hefur honum og félögum hans
í bæjarfulltrúaflokki Sjálf-
stæðisflokksins mistekist
herfilega að varðveita það
fjöregg sem þeim var falið í
síðustu bæjarstjórnarkosning-
um að gæta og þar á ég við
útgerðarfyrirtækið Ósvör og
aflaheimildir þess. Ólafur
hefur gripið til þess ráðs að
draga upp sína eigin mynd af
raunveruleikanum sem er
fjarri lagi sem lýsing á því
sem gerðist og enn síður rétt
lýsing á hlut hans og annarra.
Óhjákvæmilegt var að leið-
rétta lýsingu Ólafs og draga
fram staðreyndir málsins, en
sem fyrri daginn er Ólafur í
sínu Undralandi í svargrein
sinni og það verður að viður-
kennast að nokkrum erfiðleik-
um er bundið að halda uppi
skoðanaskiptum milli tveggja
heima, raunveruleikans og
Undralands.Ég vil leyfa mér
að segja að sá sem ekki getur
horfst í augu við sjálfan sig
og verk sín þarf ekki á and-
stæðingum að halda. Hann er
versti andstæðingur sjálfs sín.
Framundan eru bæjarstjórn-
arkosningar og þeim fylgir að
gera upp verk meirihlutans á
kjörtímabilinu svo menn verði
dæmdir af verkum sínum eins
og venja er. Á þessum tíma-
mótum þurfa menn að gera
sér grein fyrir stöðu mála því
það er forsenda þess að unnt
sé að taka réttar ákvarðanir
um framtíðina.
Ólafur svarar engu
Það vekur athygli mína að í
svargrein sinni neitar Ólafur
engu af því sem grein mín
snerist um að öðru leyti en
því að hann heldur því enn
fram að ég hafi verið sam-
þykkur því að selja hlutabréf
Ósvarar. Hann neitar því ekki
að framburður hans fyrir hér-
aðsdómi Vestfjarða um sam-
þykki hans sem stjórnarfor-
manns Ósvarar og stjórnar-
innar í heild fyrir leigu á afla-
heimildum vorið 1995 hafi
verið gerður marklaus þar sem
aðrir stjórnarmenn sem vitni
báru voru sammála um annað.
Ólafur neitaði að viðurkenna
að hann og stjórnin í heild
hefði veitt samþykki sitt , aðrir
stjórnarmenn báru annað.
Staðreyndin er sú að fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
var að framfylgja samþykkt
stjórnarinnar þegar hann
leigði aflaheimildirnar. Málið
fór fyrir hæstarétt og niður-
staðan varð sú sama. Ólafur
fór ekki með rétt mál fyrir
dómi. Framkoma hans við
samstarfsmenn sína er athygl-
isverð.
Þá ber Ólafur ekki af sér að
hann hafi augljóslega ætlað
að hunsa kvaðninguna um að
bera vitni fyrir héraðsdómi og
hafi verið kominn inn á Ísa-
fjarðarflugvöll á leið suður
þegar lögreglan sótti hann.
Hvers vegna þegir Ólafur um
þessi atriði ? Rétt er að hann
svari því, en minna má á að
málsskjöl tala sínu máli og
eru til reiðu, ef á þarf að handa.
Þriðja atriðið sem Ólafur þegir
um er mat á eignarhluta bæjar-
sjóðs í Ósvör þegar bréfin
voru seld og hækkun á verð-
mæti þeirra síðan þá. Þar hélt
ég því fram að verðmæti bréf-
anna hefði verið metið á um
120 milljónir kr. þegar þau
voru seld fyrir 35 milljónir kr.
Von er að Ólafur þegi, það var
búið að kynna þetta fyrir
honum og félögum hans ræki-
lega en án árangurs, Ólafur
vildi ekki hlusta. Þá hélt ég
því fram að eignarhlutur bæj-
arsjóðs væri nú virtur á um
400 mkr. og reyndar teldu
fróðir menn að hann gæti verið
meira virði jafnvel 500-600
mkr. Ólafur sneiðir alveg
framhjá þessu og svarar engu.
Tilviljun ? Nei, ég bendi á
nýfallin dóm í frægu skilnað-
armáli á Vestfjörðum. Kaup-
andi bréfanna í Ósvör var
annar aðili að því máli og eftir
að hann hefur keypt hluta-
bréfin rýkur eign hans upp
um hundruð milljóna króna.
Ástæðan er verðmæti veiði-
heimildanna í Ósvör, annað
ekki.
Öllum ofangreindum þrem-
ur efnisatriðum víkur Ólafur
sér undan að svara. Ástæðan
er einföld, staðreyndirnar tala
sínu máli og hann fær engan
til þess að horfa með sér á þær
úr Undralandinu.
Tillaga Jóhanns
Þegar sala hlutabréfanna
kom til afgreiðslu lagði Jó-
hann Hannibalsson fram til-
lögu um að leita eftir tilboðum
í bréfin og selja þau hæst-
bjóðanda. Þá stóðu mál þann-
ig að fyrir lá undirritaður
samningur við Bakka um sölu
bréfanna fyrir brot af sannvirði
og engar tryggingar fyrir
yfirráðum heimamanna yfir
aflaheimildunum. Þá var líka
ljóst að ekki var vilji til þess
að selja heimamönnum bréfin
og þeim ekki treyst fyrir
rekstri fyrirtækisins eins og
fram kom skömmu síðar þegar
Heimaafl var stofnað og það
keypti óseld hlutabréf í Ósvör.
Þá lögðu þeir sjálfstæðismenn
með stuðningi Alþýðuflokks-
ins mikið á sig að koma í veg
fyrir yfirráð heimamanna og
tryggja Aðalbirni Jóakimssyni
meirihlutayfirráð í fyrirtæk-
inu. Við þessar aðstæður var
tillaga Jóhanns eðlileg og ég
studdi hana. Hins vegar vildi
Ólafur ekki fá sannvirði fyrir
bréfin og hann vildi ekki að
heimamenn réðu því. Það
sama gildir um félaga hans
og alþýðuflokksmanninn. Það
er mikil ógæfa að á þessum
tímamótum skyldu hafa ráðið
ríkjum í Bolungavík menn
sem ekki treystu heimamönn-
um og gengu jafnvel svo langt
að hrinda af stað málaferlum
á hendur heimamönnum fyrir
þær sakir að þeir stóðu vörð
um upphafleg markmið bæjar-
stjórnar, að halda yfirráðum
yfir aflaheimildum í höndum
heimamanna.
Hvernig er staðan nú ?
Búið er að selja Heiðrúnu
og Flosa og aflaheimildir
þeirra að nokkru leyti seldar
en megnið af þeim komnar á
togara úr Grindavík. Afla-
heimildir Dagrúnar á Hrafns-
eyri ÍS eru það eina sem eftir
er í plássinu af upphaflegum
veiðiheimildum Ósvarar og
heimamenn ráða engu um
ráðstöfun þeirra. Ekki er
rekstur frystihússins tilkomu-
mikill, í Morgunblaðinu 17.
des. sl. segir Gunnar Tómas-
son ,,þegar við komum að
fyrirtækinu í sumar voru þar
um 60 manns í vinnu, en
áætlað er að þeir verði 20 í
byrjun næsta árs. Við komum
ekki til með að auka rekstur-
inn þar fyrr en búið verður að
snúa honum og ná hagnaði.
Ef við fáum ekki hagnað
munum við loka.”
Nú eru liðin tæplega þrjú ár
síðan óhappaverk Ólafs og
félaga var unnið. Það sér hver
maður að staðan er ekki glæsi-
leg, frystihúsareksturinn sem
farið var út í hefur reynst botn-
laus taprekstur og er enn.
Verðmætið í Ósvör var fólgið
í veiðiheimildunum og Aðal-
björn bjargvættur stunginn af
suður með verðmætin sem í
þeim voru eftir. Ég skora á
Ólaf að upplýsa hversu mikið
hann telur að Aðalbjörn hefur
haft upp úr krafsinu á þessum
rúmum tveimur árum sem
hann var aðaleigandi Ósvarar.
Ég get hjálpað honum aðeins,
Kristinn H. Gunnarsson.
þær tölur sem ég hef fengið
eru á bilinu 280 - 600 milljónir
króna, algengasta matið er um
500 milljónir kr. Þetta er
eignin sem Bolvíkingar áttu
og Ólafi var trúað fyrir að
varðveita. Þessa eign lét hann
í hendur helsta kvótabraskara
landsins sem er sennilega enn
að hlæja að Ólafi og öðrum
Bakkabræðrum í bæjarstjórn-
inni.
Þá svíður mörgum hvernig
komið var fram við ýmsa
starfsmenn Ósvarar. Þeir rekn-
ir eða flæmdir burt og mætti
Ólafur skoða stöðu sjómanna-
stéttarinnar nú og bera hana
saman við stöðuna fyrir tæp-
um þremur árum.
Hvernig var
staða Ósvarar ?
Í grein Ólafs er nokkuð
vikið að stöðu Ósvarar og
hann gerir hana sem hrak-
smánarlegasta og færir það
fram sem rök fyrir því að selja
fyrirtækið. Staða fyrirtækisins
í lok maí 1995 var þannig að
reksturinn var í járnum, tap af
rekstri var um 17 milljónir kr.
Tekjurnar stóðu undir öllum
rekstri og afskriftum og var
hagnaður um 8 mkr. fyrir
fjármagnskostnað. Fyrirtækið
var að mestu í skilum. Skuldir
voru miklar enda skipin keypt
ásamt veiðiheimildum fyrir
markaðsverð á sínum tíma.
Þar var ekkert gefið. Eðlilega
vakti endurskoðandi athygli
á fjárhagsstöðunni í áritun
sinni. En þess ber að geta að
markasverð veiðiheimilda
hafði stigið allnokkuð á liðn-
um tveimur árum og því var
verulegt dulið eigið fé í fyrir-
tækinu.
Að teknu tilliti til þess stóðu
eignir undir öllum skuldum
og vel það. Ólafi bregður ekki
við svona áritun ef ég veit
rétt, hann fengið svipaða
áritun hjá endurskoðanda
bæjarsjóðs og þá vildi hann
gera lítið úr því. Segja má að
fyrirtækið hafi haldið sjó og
það er mitt álit að stjórnendur
þess hafi staðið sig afbragðs-
vel við erfiðar aðstæður.
Deilur í bæjarfélaginu trufl-
uðu mjög uppbygginguna,
þannig héldu fjárfestar nokk-
uð að sér höndum af þeim
ástæðum. Þeir sem vildu veðja
á landvinnsluna stofnuðu sitt
fyrirtæki, Þuríði hf og stöð-
ugar kröfur voru uppi á Ósvör
um að það útvegaði Þuríði
hráefni á verði sem kaupandi
vildi ráða. Þetta voru kröfur
um að reka fyrirtækið öðruvísi
en hagkvæmast var og efna-
hagur Ósvarar var ekki þannig
að hann leyfði það. Rekstur
landvinnslunnar síðan hefur
einfaldlega staðfest að það var
ekki skynsamlegt að gera hana
að þungamiðju starfseminnar.
Þuríður fór á hausinn og Bakki
stefndi sömu leið þegar
hluthafarnir undir forystu
Kolkrabbans tóku sig til og
keyptu Aðalbjörn út. Til þess
að styrkja rekstur Ósvarar
voru uppi hugmyndir um að
setja frystibúnað í Dagrúnu
og fór svo að það var sam-
þykkt í stjórninni. Ólafur var
þá stjórnarformaður og einn
af þeim sem samþykktu þetta.
Því er lýsing hans á stöðu
Ósvarar þá alveg óskilj-anleg
og satt best að segja hreinn
þvættingur. Ekkert benti til
annars en að vandræðalaust
yrði að fjármagna þá aðgerð
og nauðsynlegar viðgerðir á
skipinu m.a. vegna vélarbil-
unar og fráleitt að selja þyrfti
Heiðrúnu ásamt aflaheimild-
um hennar eins og Ólafur
heldur fram.
Hitt er nauðsynlegt að
undirstrika að þegar ráðist var
í það stórvirki að kaupa toga-
rana fyrir hátt verð voru menn
meðvitaðir um það að svo
kynni að fara að heimamenn
réðu ekki við fjárfestinguna
og einhvert tíma kynni að
koma til þess að selja þyrfti
veiðiheimildir eða skip til þess
að létta skuldum af fyrirtæk-
inu. Hins vegar höfðu mál
þróast þannig þessu tvö ár sem
Ósvör hafði starfað að minnk-
andi líkur voru til að svo færi
og verð veiðiheimilda hafði
hækkað mikið og það gerði
að verkum að auðvelt var að
selja lítinn hluta kvótans fyrir
mikið verð.
Það eru allar líkur til þess
að í dag ættu Bolvíkingar báða
togarana og megnið af afla-
heimildum þeirra ef þeir sem
stóðu fyrir rekstri fyrirtæk-
isins á útmánuðum 1995
hefðu fengið að halda áfram
ótruflaðir af ístöðulitlum
stjórnmálamönnum og hugs-
anlega hefði fyrirtækið getað
fengið hundruð milljóna í nýtt
eigið fé með hlutafjárútboði
t.d. á svipuðum tíma og Bása-
fell á Ísafirði. Ólafi og félög-
um er hollt til þess að hugsa
hversu hörmuglega þeir hafa
farið að ráði sínu.
Ætlaði Ólafur ekki
að hætta?
Svona í lokin má ég til með
að minna Ólaf á kosninga-
loforðið sem hann gaf fyrir
fjórum árum. Þá lýsti hann
því yfir að hann ætlaði að
hætta að loknu þessu kjör-
tímabili. Þrátt fyrir það fékk
hann ekki nema um 40%
atkvæða í 1. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins. Um
60% vildu hann ekki. Mér
finnst að hann skuldi sínum
mönnum skýringu á því hvers
vegna hann gengur nú á bak
orða sinna eða var hann í
Undralandi þegar yfirlýsingin
var gefin?
Kristinn H. Gunnarsson.
,,Nú eru liðin tæplega þrjú ár síðan
óhappaverk Ólafs og félaga var
unnið. Það sér hver maður að
staðan er ekki glæsileg, frysti-
húsareksturinn sem farið var út í
hefur reynst botnlaus taprekstur
og er enn. Verðmætið í Ósvör var
fólgið í veiðiheimildunum og
Aðalbjörn bjargvættur stunginn af
suður með verðmætin sem í þeim
voru eftir."