Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
Útkastari
segir frá
Hvernig ímyndum við okkur
hinn dæmigerða útkastara á
skemmtistað? Sjáum við ekki
fyrir okkur svakaleg vöðvafjöll á
borð við Magnús Ver eða Hjalta
Úrsus Árnason, Arnold Schwarz-
enegger á sínum yngri árum eða
Ívar handrukkara?
Ímyndun eða klisjur eru ekki
nærri alltaf eins og
raunveruleikinn.
Ingi Guðnason vinnur sem
útkastari á skemmtistöðunum
Sjallanum og Krúsinni á Ísafirði.
Starfsheiti hans er þó í rauninni
dyravörður en ekki útkastari og
hann gerir miklu fleira en gæta
dyranna, því að hann er jafnframt
eftirlitsmaður og sér um að allt
fari vel og skikkanlega fram innan
dyra og allir fari út þegar klukkan
kallar lögum samkvæmt.
Ingi er enginn lyftingaboli
eða steratröll að sjá. Hann er
alls ekki tröllvaxinn, hvorki á
lengdina né þverveginn. Þvert
á móti er hann frekar lágvax-
inn, kurteis og hægur og
rólegur og heldur meinlítill
að sjá. Hann er lifandi dæmi
um það, hvernig lempni og
hlýleg og manneskjuleg fram-
koma geta fengið miklu meira
áorkað en belgingur og krafta-
læti. En vafalítið leynir hann
á sér, enda langhertur og
stæltur í erfiðum sveitastörf-
um alla sína tíð. Hann hefur
stundað lyftingar, ekki samt
með lóðum í þar til gerðu lík-
amsræktarstúdíói, heldur með
hrútum og rollum á fengitíma
í þar til gerðu fjárhúsi. Og svo
hefur hann lagt stund á júdó,
rétt til vonar og vara. Ekki
samt vegna hættunnar á fang-
brögðum við bölvandi naut í
sveitinni, heldur við sálufé-
laga þeirra sem stöku sinnum
villast inn á skemmtistaðina.
Frá Bæjum á Snæ-
fjallaströnd að
Kirkjubæ í Skutulsfirði
Frá því að Ingi var um
tveggja ára aldur og næsta
aldarfjórðunginn átti hann
heima í Bæjum á Snæfjalla-
strönd, í Hærribæ, ásamt fóst-
urforeldrum sínum, Jens
heitnum í Kaldalóni Guð-
mundssyni og Guðmundu
konu hans. Sumarið 1989 brá
Jens í Kaldalóni búi á Strönd-
inni og fluttist að Kirkjubæ í
Skutulsfirði ásamt konu sinni
og fóstursyni og búpeningi og
bjó þar til dauðadags á síðasta
ári.
Búskapur aflagður
í Kirkjubæ
Nú eftir andlát Jens í Kalda-
lóni er búskapur aflagður í
Kirkjubæ. Íbúðarhúsið er til
sölu. Allar skepnur farnar
nema kötturinn. „Sem betur
fer gátum við selt allar kýrnar
á fæti og til ásetnings“, segir
Ingi. „Ég hefði séð mikið eftir
þeim hefði þurft að slátra
þeim. Kýrnar fóru víða hér
um sveitir, sumar í Arnardal,
aðrar í Engidal, að Hattardal í
Álftafirði, að Botni í Súganda-
firði, í Valþjófsdal í Önundar-
firði og ein inn í Vigur. Þetta
voru mjög góðar kýr og
skiluðu úrvals mjólk alla tíð
frá því að við komum í Kirkju-
bæ og fram til þess síðasta og
fengu verðlaun á hverju ári
mörg undanfarin ár. Líklega
var mjólkin úr þeim sú allra
besta í Mjólkursamlaginu hér
á seinni árum.“ Auk mjólkur-
kúnna voru Jens og fjölskylda
hans með um þrjátíu fjár í
Kirkjubæ og eitthvað af hross-
um. Á meðan þau bjuggu í
Bæjum var fjárstofninn miklu
stærri, eða hátt í þrjú hundruð
fjár, enda sauðland með af-
brigðum gott þar um slóðir.
Kýrnar voru um tuttugu og
annað eins af kálfastóði.
Í Sjallann og Krúsina
Það var um páskana árið
1991 sem Ingi byrjaði að
vinna sem dyravörður á veit-
ingastöðunum sem Steinþór
Friðriksson (Dúi) og Gróa
kona hans reka á Ísafirði og
þar hefur hann síðan starfað
undanfarin sjö ár. En hvað ætli
hafi orðið til þess að hann fór
að vinna þar?
„Það voru óneitanlega tals-
verð viðbrigði að koma hingað
til Ísafjarðar úr einangruninni
í Bæjum. Ég hafði góðar frí-
stundir frá bústörfunum í