Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 8

Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 „Ég nýt framan – segir Friðrik Stefánsson, nýkrýndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar Friðrik Stefánsson, leikmaður með KFÍ og landsliðsmaður í körfuknattleik, var í gærkvöldi útnefndur Íþróttamaður Ísafjarð- arbæjar 1997. Þessi ungi piltur, sem er aðeins 21 árs að aldri, hefur „blómstrað“ með liði KFÍ síðustu árin, svo að notað sé blómum skrýtt orðalag íþróttafrétta- manna, og á ómetanlegan þátt í velgengni liðsins. Hann kom til Ísafjarðar árið 1995 þegar KFÍ var í fyrstu deild og fæstir spáðu liðinu nokkurri frægð eða frama eða höfðu yfirleitt neina sérstaka trú á getu þess – nema auðvitað þeir sem að því stóðu. Á þeirri leiktíð vann KFÍ sig upp í úrvalsdeildina og körfuspekingar landsins spáðu því að liðið færi beinustu leið niður aftur. Annað kom á daginn. Núna er KFÍ á meðal hinna efstu í úrvalsdeildinni og eina liðið sem hefur látið Grindvíkinga bíta gras á þeirra eigin heima- velli í vetur. „Sérfræðingarnir“ eru nokkuð sammála um að lið Grindavíkur sé langsterk- ast hérlendis um þessar mund- ir og hafa spáð því sigri bæði í deildinni og bikarnum. Í bikarkeppninni er lið KFÍ komið í úrslit og mun einmitt leika úrslitaleikinn við sjálfa Grindvíkinga í Laugardals- höllinni í Reykjavík um aðra helgi. Laus og liðugur! Friðrik var valinn í íslenska landsliðið í körfubolta nú í vetur og hefur síðan spilað sex landsleiki, þann fyrsta í nóvember á móti Hollending- um í Evrópukeppninni, síðan á móti Eistum og Króötum í sömu keppni og loks tók hann þátt í móti landsliða í Lúxem- borg um jólin. Hann er ein- hleypur, laus og liðugur að eigin sögn og „skoðar bara hvaða fiskar eru í vatninu hverju sinni“. „Vona að þeir sjái eftir því núna“ Þessi ungi maður fluttist til Ísafjarðar frá Vestmannaeyj- um, þar sem hann er upprunn- inn. Þegar hann var sextán til átján ára lék hann með KR í Reykjavík en sneri síðan aftur heim til Eyja, en þar er staða körfuboltans ekki líkt því eins styrk og í fótboltanum og handboltanum. „Það gekk einfaldlega ekki upp að vera hjá KR“, segir Friðrik. „Þeir vildu ekki liðsinna manni á nokkurn hátt. Ég var í skóla að hluta fyrri veturinn hjá þeim en ætlaði að vinna með seinni veturinn. En þeir nenntu ekki einu sinni að hjálpa mér til að fá vinnu. Ég vona bara að þeir sjái eftir því núna.“ Þegar Friðrik er spurður hvað hafi valdið því að hann fluttist hingað til Ísafjarðar og fór að leika með KFÍ er svarið einfalt: „Sannfæringarmáttur Guðjóns Þorsteinssonar.“ – Hvernig birtist sá sann- færingarmáttur? „Hann hringdi í mig til Eyja þegar ég var nýhættur að spila með KR og var bara heima að vinna. Ég settist niður og spjallaði við foreldra mína og þeim fannst það bara ágætis hugmynd að ég færi til Ísa-

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.