Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
eftir, að hefði ég lent fimm
sentimetrum til hliðar, þá
hefði andlitið á mér höggvist
í sundur og þar með hefði ég
verið dauður. Ég var ekki
orðinn sautján ára. Maður sá
kannski lífið í nýju ljósi eftir
þetta og hugsaði sinn gang.
Ég var skíthræddur við að fara
í körfubolta í dálítinn tíma á
eftir.“
Klikkaður uppi
í stúku í ellinni
– Hvað ætlarðu að taka þér
fyrir hendur þegar þú ert
hættur að spila körfubolta?
„Þá ætla ég að vera klikk-
aður uppi í stúku! Nei, annars,
það liggur vissulega fyrir að
halda áfram skólagöngu, en
til þess verður maður að hafa
áhuga. Það er allt of margt
ungt fólk sem hangir í skólum
án þess að hafa nokkurn áhuga
og lætur bara mömmu og
pabba borga. Þá er ekki von á
neinum árangri. Ég var um
tíma í Reykjavík í námi sem
ég hafði nákvæmlega engan
áhuga á. Ég vildi bara vera í
körfunni.“
– En svo kemur áhuginn
einn góðan veðurdag og þá
gengur þú í námið með sama
kraftinum og kröfuhörkunni
og þú sýnir í körfunni...
„Ég vona það. Vissulega
hefur komið til álita að fara til
Bandaríkjanna að læra og vera
þar á fullum námsstyrk. Ég
hef þann möguleika ennþá,
þó að ég geti ekkert sagt um
það á þessari stundu. Þetta er
allt spurning um áhugann.“
-Hlynur Þór Magnússon.
Svo leik ég golf á sumrin, en
ég get bara ekki raskat!“
– Ertu ánægður með íþrótta-
húsið hér á Ísafirði, Klaka-
höllina, Klakann, Ísjakann
eða Jakann eða hvað það er
nú kallað?
„Þetta er frábært hús, eitt af
þeim bestu á landinu. Það er
hreinn draumur að spila hérna
á Ísafirði. Hér er allt sem þarf:
Gott gólf, góðar körfur, frá-
bærir áhorfendur og mikill
áhugi. Þetta er allt sem maður
getur óskað sér til að spila
körfubolta, að minnsta kosti á
Íslandi. Ég spilaði landsleik í
Eistlandi í vetur, þar sem voru
þúsund áhorfendur. Hér þyrfti
ekki nema ef til vill 400 manns
til að yfirgnæfa þann hóp og
voru þó lætin þar töluverð.“
Nærri dauður hjá KR
– Mörgum íþróttagreinum
fylgir mikið álag á líkamann,
í körfuboltanum ekki síst á
fæturna og hnén. Guðni þjálf-
ari er til dæmis farinn að vita
vel af löppunum á sér eftir
langan feril í fremstu röð með
félagsliðum og landsliði. Ert
þú ekkert hræddur um að slíta
þér út fyrir aldur fram með
þessu?
„Auðvitað fylgja þessu álag
og meiðsli. Ég spilaði í fyrra
meiddur á ökla og núna er ég
meiddur í öxlinni. En þegar
ég er orðinn gamall, þá hugsa
ég bara til baka hvað þetta
hafi nú verið gaman! Þegar ég
spilaði með KR lenti ég í slysi,
þegar ég reif niður uppistöður
á körfu og fékk allt draslið
yfir mig. Ég slapp með heila-
hristing og 25 cm skurð á
hausnum, en mér var sagt á
Friðrik Stefánsson.
Þorrablót eldri borgara á Hlíf, íbúðum aldraða
Ljúffengur þorramatur
og ekta harmonikkuball
Íbúar á Hlíf, íbúðum
aldraða á Ísafirði og
starfsfólk Hlífar efndu
til síns árlega þorra-
blóts síðastliðið
föstudagskvöld. Líkt
og undanfarin ár var
fjölmenni á blótinu en
á níunda tug gesta
blótuðu Þorra á
viðeigandi hátt í
húsakynnum Hlífar
þetta kvöld.
Auk þess sem
gestir nutu ljúffengs
þorramats, var fjölmargt
til skemmtunar, flutt af
starfsfólki og íbúum
Hlífar. Að lokum var
stiginn dans við undirleik
félaga úr Harmonikku-
félagi Vestfjarða, sem
voru upp á sitt besta á
þorrablótinu. Ljós-
myndari blaðsins kom
við á þorrablótinu og tók
þar meðfylgjandi
myndir. Starfsfólk Hlífar skemmti sér vel á þorrablótinu.
Björney Björnsdóttir og Helga Pálsdóttir kunnu vel að
meta þorramatinn.
Það gerðu einnig þær Hulda Guðmundsdóttir, Elín
Árnadóttir og Margrét Guðbjartsdóttir.
Ísfirsk ungmenni stofna Listafélagið Andrúm
Kynnir lista- og menningar-
starfsemi unga fólksins
Síðastliðinn laugardag
fór fram í Tjöruhúsinu á Ísa-
firði, formlegt stofnhóf
Listafélagsins Andrúms,
sem er félag ungs fólks á
Ísafirði, sem hefur það að
markmiði að efla áhuga
ungs fólks á hvers kyns list-
um, koma ungu vestfirsku
listafólki á framfæri sem og
að efna til listviðburða þar
sem Vestfirðingum gefst
kostur á að kynnast listum
ungs fólks víðsvegar að af
landinu. Í stofnhófið mættu
nokkrir tugir ungmenna auk
fulltrúa frá bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar og annarra
gesta og var góður rómur
gerður að framtaki aðstand-
enda félagsins.
Í fréttatilkynningu sem
blaðinu barst frá félaginu
segir: ,,Hugtakið tími er alls
ekki einfalt hugtak. Tími er
mælistika okkar á fram-
vindu rýmisins, og fræg eru
orð Albert Einstein um að
heimurinn sé fjórvíð sam-
fella tíma og rúms. Tími og
rúm eru sem sagt undirstaða
Sigríður Steinunn Axelsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir
bæjarfulltrúi, Ólafía Aradóttir og Helga Friðriksdóttir voru
á meðal gesta í stofnhófinu.
landið. Félagið á í viðræðum
við ákveðna aðila hér á Ísafirði
um leigu á húsnæði undir
starfsemina en á þessari
stundu er ekki hægt að greina
nánar frá því,” sagði Kristján
Freyr í samtali við blaðið.
Hann sagði ennfremur að
fyrsta verkefni félagsins yrðu
tónleikar með þremur stór-
hljómsveitum sem haldnir
verða í kaffisal Norðurtangans
kl. 21 á laugardagskvöld.
,,Við ætlum að slá til tónleika-
alls. Ef framvinda rýmis er
stöðvuð er hin fjórvíða sam-
fella Einsteins stöðnuð. Virkja
þarf rýmið til þess að koma í
veg fyrir stöðnun, því þegar
saman koma orkuríkt rými og
hin eilífa framvinda hugans,
þá skapast hið eftirsóknar-
verða ástand; menning. Og til
þess að skapa rými fyrir þessa
framsæknu framvindu andans
höfum við blásið í herlúðrana
og stofnað félagsskapinn
Andrúm.”
Einn af forkólfum Listafé-
lagsins Andrúms er Kristján
Freyr Halldórsson, bæjarfull-
trúi Funklistans í Ísafjarðar-
bæ. ,,Tilgangur félagsins er
að efla hverskyns lista- og
menningarstarfsemi ungs
fólks í sveitarfélaginu. Það er
fjöldi ungmenna í sveitarfé-
laginu í allskonar listsköpun
og þeirra hængur er að koma
sér á framfæri. Andrúmi er
ætlað að bæta þar úr sem og
að gefa vestfirskum ungmenn-
um kost á að kynnast þeirri
listsköpun sem ungt fólk er
að vinna að víðsvegar um
halds þar sem kynntar verða
þrjár góðar hljómsveitir af
höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta
skal nefna Maus, sem gaf út
góða og metnaðarfulla plötu
fyrir síðustu jól, Kolrössu
Krókríðandi og hljómsveit
sem notið hefur mikillar at-
hygli í Reykjavík og er talin
með framsæknustu sveitum í
dag en það er hljómsveitin
Sigurrós. Tónleikarnir eru
haldnir í samvinnu við Nem-
endafélag Framhaldsskóla