Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 16

Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 16
Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk BÍLATANGI Ísafirði Símar 456 3800 og 456 4580 BÍLATANGI Ísafirði Símar 456 3800 og 456 4580 Allir togarar Ísfirðinga eru komnir til hafnar, þeirra á meðal frystitogarinn Júlíus Geirmundsson sem sést að veiðum á myndinni hér að ofan, en eins og kunnugt er hófst verkfall á fiskiskipaflotanum á miðnætti á mánudagskvöld. Verkfall sjómanna á íslenska fiskiskipaflotanum er hafið Verkfallið hefur áhrif á vinnu fiskvinnslufólks um land allt Verkfall sjómanna á ís- lenska fiskiskipaflotanum hófst á miðnætti á mánu- dagskvöld. Sáttafundir sem haldnir voru um helgina og fram á kvöld á mánudag skil- uðu ekki árangri og hefur af- staða deiluaðila til stærsta ágreiningsmálsins, verð- myndunar á fiski, lítið breyst. Verkfallið nær til á fimmta þúsund sjómanna um land allt þar af til á annað hrundrað sjómanna við Ísafjarðardjúp. Þær upplýsingar fengust hjá Ísafjarðarhöfn í gærdag að öll skip sem koma myndu til hafnar á Ísafirði, væru komin til hafnar og sömu sögu er að segja úr öðrum höfnum á Vestfjörðum. Ef verkfall dreg- st á langinn getur það haft víðtæk áhrif, sérstaklega hvað varðar vinnu fiskvinnslufólks og hjá þeim fyrirtækjum sem þjónustað hafa skipin. Að sögn Jóns Kristmanns- sonar, yfirverkstjóra hjá Íshús- félagi Ísfirðinga hf., er til nægjanlegt magn sjávarfangs á þeim bæ til að halda úti atvinnu um þriggja vikna skeið en hjá Hraðfrystihúsinu hf., í Hnífsdal er til bolfiskur til viku vinnslu. ,,Við verðum ekki varir við verkfallið fyrr en eftir 3-4 vikur. Við eigum nægt magn til vinnslu út þessa viku og fram í þá næstu af þeim skip- um sem lönduðu í dag (þriðju- dag) og síðan eigum við um 350 tonn af frystum fiski, aðal- lega Rússafiski. Ég vona að verkfallið standi ekki lengur en hráefni er fyrir hendi," sagði Jón Kristmannsson. Hjá Hraðfrystihúsinu hf., í Hnífsdal er til hráefni í bolfiski út þessa viku. ,,Við höfum hráefni út þessa viku í frysti- húsinu og eitthvað lengur í rækjuvinnslunni. Það er því ljóst að það starfsfólk sem starfar í frystihúsinu verður atvinnulaust í næstu viku," sagði Konráð Jakobsson, hjá Hraðfrystihúsinu hf., í samtali við blaðið. Svipaða sögu mun vera að segja frá öðrum frystihúsum á Vestfjörðum ef frá eru talin frystihús ,,Rauða hersins" en þar mun vera til nægt magn af Rússafiski. Heimilt er að færa starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja af launaskrá með eins sólar- hrings fyrirvara vegna hrá- efnisskorts af völdum verk- falla og færa það beint yfir á atvinnuleysisbætur. Fari fólk á bætur verður þar um álags- lausan dagvinnutaxta að ræða, um 50 þúsund krónur á mán- uði, en í dag fær fiskvinnslu- fólk að lágmarki um 70 þús- und krónur á mánuði fyrir dag- vinnu og fastar uppbætur. Ríkisstjórnin bíður átekta með aðgerðir en verkfallið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Dragist verkfallið á langinn má búast við að sett verði lög til að stöðva það.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.