Bæjarins besta - 29.07.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
fyrirburðum. Mér finnst nán-
ast augljóst, að eitthvað muni
vera til sem við mannfólkið
kunnum ekki skil á, en ég
hrærist vissulega ekki í slíku
sjálfur. Ég segi einfaldlega:
Það er eitthvað fleira til, en ég
dvel ekki mikið við það.“
Doktorsgráða í guðfræði
– Þú ert ekki aðeins guð-
fræðingur og prestur, heldur
ertu einnig með doktorspróf í
guðfræði...
„Já, ég er það sem kallað er
„Doctor of Ministry“, en það
er algeng gráða í Bandaríkj-
unum og víðar. Ég fór út 1983
og var einn vetur við Union
Theological Seminary in
Virginia, en sá skóli er í
Richmond, höfuðborg Virg-
iníu, sem reyndar var einnig
höfuðborg Suðurríkjanna á
sínum tíma. Ég hefði getað
lokið mastersprófi um vorið,
en ákvað að taka frekar þessa
doktorsgráðu og fór því heim
með ritgerðarverkefni sem ég
vann á einu ári. Þetta mætti
nefna á íslensku doktorspróf í
kennimannlegri guðfræði, en
þetta er ekki Ph.D.-gráða.“
– Það er ekki mikið um að
íslenskir prestar séu með
framhaldsnám af þessu tagi...
„Nei, það er ekki algengt.
Þess má geta, að einn Ísfirð-
ingur er með þessa gráðu, séra
Örn Bárður Jónsson, sem lauk
prófi frá Fuller Theological
Seminary. Ég sé ekki eftir því
að hafa gert þetta, en hins
vegar hefur ekki verið mikið
um það að íslenskir prestar
hafi leitað sér formlegrar
framhaldsmenntunar þó að
það hafi aukist á síðari árum.“
– Kemur framhaldsmennt-
un af þessu tagi yfirleitt að
nokkru gagni í daglegum
störfum sóknarprests?
„Já, hún gerir það mjög.
Þegar ég var úti var ég mikið
í biblíufræðum, með sterka
áherslu á predikunina, og
þetta hefur verið mér mikill
stuðningur í starfi og veitt mér
alveg nýja sýn. Ég fann það
strax þegar ég kom heim, hvað
ég átti auðveldara með að
semja ræður. Slíkt gengur nú
í bylgjum hjá prestum eins og
öðrum. Þarna kynntist ég allt
annarri hlið á kirkjulífinu en
hér heima. Það er Presbyteri-
an-kirkjan í Suðurríkjunum
sem rekur skólann sem ég var
í. Hann er mjög þekktur og
hefur á að skipa hinum fær-
ustu guðfræðingum. Hann
gefur einnig út tímaritið Inter-
pretation [Túlkun] sem er
mjög þekkt á sviði skýringa á
ritningunni, þannig að mér var
ekki í kot vísað í þessum
skóla.“
Kynferðisleg
mismunun í orðalagi
– Eru kirkjunnar menn í
þessum hluta Bandaríkjanna
ekki nokkuð íhaldssamir,
margir hverjir?
„Jú, þeir eru það. Þarna eru
baptistar stærsta kirkjudeild-
in, en þar sem ég var voru
menn frekar framsæknir. Til
dæmis stunduðu þeir það, að
taka út úr biblíunni það sem
þeir kölluðu „sexist language“
eða kynjamismunun í orða-
lagi. Og eftir að ég kom heim
tók ég þetta upp í mínum pred-
ikunum. Svo dæmi séu tekin,
þá sagði ég „sá eða sú sem“ í
stað „sá sem“, eða „bræður
og systur“ eða „systkin“ í
staðinn fyrir „bræður“. Þetta
stundaði ég alveg hiklaust,
breytti textanum um leið og
ég las, og enginn gerði nokkru
sinni athugasemd við það. Ég
er sannfærður um að það
mætti hnika íslenska biblíu-
textanum til í þessum efnum
án þess að nokkurri merkingu
væri raskað. Einungis yrði þá
ekki lengur nein mismunun í
málfarinu.“
– Þetta er ekki gert í nýju
biblíuþýðingunni sem verið
er að vinna að...
„Nei, því miður. Ég sakna
þess mjög, enda er þetta lítið
mál og alls ekki byltingar-
kennd breyting í raun og veru.
Það er sjálfu sér miklu bylting-
arkenndara og miklu meiri
röskun á frumtextanum að
þýða hann yfir á íslensku!“
Fráskilinn og
einstæður faðir
Séra Valdimar var sóknar-
prestur á Reykhólum í Austur-
Barðastrandarsýslu í sjö ár,
eða frá ársbyrjun 1979 til árs-
loka 1985. Þá fluttist hann
vegna fjölskylduaðstæðna í
Stykkishólm og kenndi þar í
fimm ár við grunnskólann og
jafnframt við útibú Fram-
haldsskóla Vesturlands á
Akranesi. Í Stykkishólmi var
hann einnig í hlutastarfi sem
framkvæmdastjóri Héraðs-
sambands Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, og kveðst
hafa haft mjög gaman af því
viðfangsefni.
Valdimar er fráskilinn og
einstæður faðir. Hann á þrjú
börn; tvö þeirra átti hann í
hjónabandinu, þau Bjarna Þór
á Ísafirði, sem er tvítugur, og
Matthildi á Suðureyri, sem er
á nítjánda ári. Það kom í hlut
séra Valdimars að hafa börnin
tvö eftir skilnaðinn og voru
þau hjá honum um það bil
áratug, eða þangað til þau urðu
fleyg og fóru úr hreiðrinu.
„Mér fannst það erfitt við-
fangsefni að vera einstæður
faðir, en maður reyndi bara
það sem maður gat“, segir
hann.
– Og nú ertu orðinn afi...
„Já, ég varð afi fyrir rúmu
ári, og það var mjög ánægju-
leg reynsla.“
– Þú hefur ekki fundið fyrir
þeirri tilfinningu við þann at-
burð, að vera allt í einu orðinn
gamall?
„Nei, ég var í rauninni búinn
að ganga í gegnum þetta fyrir
tíu árum, þegar jafnaldri minn
varð afi, aðeins 38 ára gamall.
Þá gekk ég í gegnum ákveðna
krísu“, segir Valdimar og hlær.
„Ég hitti hann um daginn og
sagðist loksins vera búinn að
fyrirgefa honum.“
Yngsta barn séra Valdimars
er fimm ára drengur, Sigurður
Andri. Móðir hans er starfandi
sálfræðingur í Noregi, var þar
í námi en er senn á leiðinni til
Íslands. Drengurinn elst upp
hjá móður sinni, en er í heim-
sókn hjá föður sínum um
þessar mundir.
Hjónaskilnaðir
– Nú er það eitt af verkum
presta að gefa fólk saman í
hjónaband. Sjálfur hefur þú
gengið í gegnum hjónaskiln-
að. Eru skilnaðir ekki mun
sjaldgæfari hjá prestum en í
öðrum stéttum?
„Það er nú orðið ekki mjög
óalgengt að prestar lendi í
skilnaði. Að jafnaði endar
þriðja hvert hjónaband með
skilnaði, en það er alveg
öruggt að langur vegur er frá
því að hlutfallið sé svo hátt
meðal presta. Hjónabönd
þeirra virðast endast betur en
hjá öðrum stéttum.“
– Má ekki ætla, að hjóna-
skilnaður sé að jafnaði ennþá
erfiðari og þungbærari raun
hjá prestum en öðrum?
„Ég er sannfærður um að
hann er að jafnaði erfiðari hjá
prestum, án þess að ég sé á
nokkurn hátt að gera lítið úr
þeim sársauka sem fylgir
þessari lífsreynslu hjá öllu
fólki, hvort sem um er að ræða
hjónin sjálf, börnin eða aðra
aðstandendur. En hjá presti
bætist við annar þáttur, en það
er staða hans og sjálfsvirðing
gagnvart embættinu og söfn-
uðinum. Hjá honum tengist
þetta fremur starfinu en hjá
öðrum stéttum og verður af
þeirri ástæðu ennþá þyngra.
Ég tel engan vafa á því. Ef til
vill er það ein af ástæðum
þess, að prestar þrauka lengur
í hjónabandi, þrátt fyrir erfið-
leika. Reyndar lít ég svo á, að
hjónaskilnaður geti kallað á
meiri úrvinnslu tilfinninganna
en að búa áfram saman. Skiln-
aðurinn sparar fólki enga
vinnu, að mínum dómi, nema
síður sé.“
– Lendir þú oft í því að tala
milli hjóna?
„Nei“, svarar séra Valdimar
afdráttarlaust. „Hér hefur ekki
orðið hjónaskilnaður frá því
að ég kom hingað, fyrir utan
einn, sem var reyndar forms-
atriði til staðfestingar á því
sem var orðinn hlutur áður en
ég kom. Ég vona að þetta verði
svona áfram. Hins vegar hef
ég áður þurft að tala á milli
hjóna og það getur verið bæði
erfitt og tímafrekt. En ég er
mjög ánægður með það, að
þau hjón sem ég hef vígt hafa
haldið nokkuð vel saman. Ég
veit ekki um marga skilnaði í
þeim hópi.“
– Traustir hjá þér hnútarnir
á hjónaböndunum...
„Já, það má segja það!“
Kirkjurnar í Staðarsókn
Kirkjan á Suðureyri er í
mjög góðu standi. „Hér er
sóknarnefnd sem hugsar afar
vel um kirkjuna og hefur að
undanförnu verið með mikið
átak í gangi, sérstaklega
varðandi garðinn. Sjálf kirkj-
an er einnig í stöðugu og góðu
viðhaldi og má segja að nú sé
lokið miklu átaki sem staðið
hefur í mörg ár og hófst áður
en ég kom hingað. Nú er röðin
komin að Staðarkirkju í þeim
efnum, bæði hvað varðar
bygginguna sjálfa og garðinn,
og stendur til að byrja á því
verki á þessu ári. Elísabet
Gunnarsdóttir arkitekt á Ísa-
firði mun taka kirkjuna út á
næstunni byggingartækni-
fræðilega og í framhaldi af
því verður byrjað að gera hana
upp. Segja má, að nokkuð
kostnaðarsamt sé fyrir ekki
fjölmennari söfnuð að hafa
tvær fullgildar sóknarkirkjur.“
Þolinn antisportisti
– Þú sagðist hafa verið
framkvæmdastjóri HSH. Hef-
urðu stundað íþróttir sjálfur?
„Nei, ég er gamall anti-
sportisti! Ég held að Valdimar
Örnólfsson íþróttakennari
[sem reyndar er Súgfirðingur
að uppruna] hafi verið hissa,
þegar gamli antisportistinn úr
MR, sem aldrei kom í leikfimi
þar, kom af fúsum og frjálsum
vilja í þolæfingar hjá honum í
háskólanum og stóð sig bara
nokkuð vel“, segir séra Valdi-
mar og hlær.
– Hvað gerir gamli „anti-
sportistinn“ helst í tómstund-
um? „Ég hef reyndar gert
nokkuð af því að fara í göngu-
ferðir, hjóla og synda og fara
á gönguskíði. Ég les vissulega
mikið, og síðustu fjögur árin
hef ég haft mikinn áhuga á
Netinu, en sá áhugi er nú mjög
farinn að dvína. Nýjabrumið
er horfið. Nú er ég að leita að
nýju áhugamáli. Ætli maður
byrji ekki bara í golfinu! Því
fylgir bæði útivera og góð
hreyfing. Hins vegar vinn ég
frekar mikið, stunda kennslu
jafnframt prestsskapnum,
þannig að ekki er mikið um
frístundir.“
Netið og kirkjan
Séra Valdimar nefndi áhuga
sinn á Netinu. Í samvinnu við
séra Hannes Björnsson á
Patreksfirði hefur hann hefur
komið upp svokölluðu Kirkju-
neti, þar sem finna má marg-
víslegt efni tengt kirkju og
trú, – „en Hannes er reyndar
„primus motor“ í þessu“, segir
Valdimar. Vefurinn þeirra hef-
ur vaxið mjög síðasta árið.
Nú eru tveir vefir sem tengjast
íslensku þjóðkirkjunni, báðir
framtak einstaklinga í presta-
stétt, „en ég tel að nú sé komið
að þeim tímamótum, að kirkj-
an sjálf eigi að taka við þessu,
enda eru vefir af þessu tagi
eins konar andlit stofnana og
í þessu tilviki íslensku þjóð-
kirkjunnar.“ Einnig er Valdi-
mar með sinn eiginn persónu-
lega vef, – „sem ég gerði nú
meira í gamni í sambandi við
námskeið sem ég var á. Ég
ætla að fara að taka hann nið-
ur.“
Fyrir þá sem vilja kíkja á
Kirkjunet þeirra félaga er
slóðin þessi: http://www.is-
landia.is/~kirkjunet/ Fyrir þá
sem hafa jafnan reynt árang-
urslaust að komast á slóðir
eftir ábendingum í íslenskum
blöðum, þá skal tekið fram,
að þessi slóð er villulaus.
Barokk og bíladella
– Ertu tæknisinnaður?
„Ja, ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á tækni. Þar má nefna,
að ég er haldinn ólæknandi
bíladellu og hef áhuga á öllu
sem snýst og suðar!“
Séra Valdimar er tónlistar-
unnandi, þótt lítt leiki hann
sjálfur á hljóðfæri og telji sig
engan sérstakan hæfileika-
mann á því sviði. Hann hlustar
helst á jass og klassíska tón-
list, einkum barokk og þá fyrst
og fremst Händel og Tele-
mann. „Ég er ekki enn farinn
að leggja í Bach að ráði.
Reyndar hef ég hér á Suður-
eyri mjög góðan ráðgjafa um
tónlist, en það er Marías Þórð-
arson. Hann veit allt um tón-
list.“
Talinu víkur að prestssetr-
inu á Suðureyri, sem er eins
og áður getur afar myndarlegt
hús, tvær hæðir, kjallari og ris
og nokkur hundruð fermetrar
að gólffleti samanlagt. Óskar
Friðbertsson og Heiða kona
hans byggðu það árið 1954.
„Sumir segja að þetta sé
„Húsið“ í plássinu, höfðingja-
setrið – þangað til nú“, segir
Valdimar hlæjandi. „Búið er
að einangra það, þannig að
veggirnir eru orðnir meira en
hálfur metri á þykkt, – eins
konar kastali. En þetta er mjög
notalegt hús og góður andi í
því.“ Nú er gamla húsið hans
Óskars í eigu Prestssetrasjóðs,
„en fjárráð sjóðsins eru mjög
takmörkuð og kjallarinn er
þess vegna leigður út til íbúðar
til þess að afla tekna til rekstr-
ar og viðhalds hússins. Það er
viðleitni mín til þess að koma
í veg fyrir að þetta drabbaðist
niður“, segir séra Valdimar.
Brauð handa líkama og sál
Við fáum okkur meira
heimabakað prestsbrauð og
minnumst þess um leið í
gamansömum tón, að maður-
inn lifir ekki á brauði einu
saman, eins og segir í helgri
bók. Telemann og Händel eru
ekki síður mikilvægir. Jafnvel
surtarbrandshlunkur á vegg.
Höfundur þess listaverks er
enginn annar en sjálfur Guð
almáttugur og verðlagningin
hjá galleríinu í hófi.
– Hlynur Þór Magnússon.