Bæjarins besta - 29.07.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 5
Ákveðið að reisa Fjalla-Eyvindi og
Höllu minnisvarða á Hrafnfjarðareyri
Sögustaður utan alfaraleiðar
Séð frá Hrafnfjarðareyri út eftir Jökulfjörðum. Hvönnin og annar hávaxinn gróður, svo
jafnvel minnir á lágvaxið skógarkjarr, sýna glöggt hvar bæirnir stóðu á fyrri tíð. Fremur
virðist hafa verið gott undir bú á Hrafnfjarðareyri, miðað við mörg önnur byggð ból á
þessum norðlægu slóðum Vestfjarða.
Hrafnfjarðareyri í Jökul-
fjörðum er einn af þeim sögu-
stöðum íslenskum, sem fæstir
þekkja af eigin kynnum, enda
sannarlega ekki í alfaraleið
eftir að byggðirnar norðan
Djúps fóru í eyði. Á Hrafn-
fjarðareyri bjó á sínum tíma
ung ekkja, Halla að nafni, og
til hennar kom á einmanaleg-
um flótta sínum undan „rétt-
vísi“ þeirra tíma útilegumað-
urinn, friðsemdarmaðurinn og
hagleiksmaðurinn frægi,
Fjalla-Eyvindur. Um 1760
lögðust þau Eyvindur og Halla
út og bjuggu allvíða á miðhá-
lendi Íslands næstu 15 til 20
árin, eins og örnefni og frá-
sagnir eru til vitnis um. Síðan
sneru þau aftur heim á Hrafn-
fjarðareyri og þar lést Eyvind-
ur árið 1782, nær sjötugur að
aldri.
Einnig er Hrafnfjarðareyri
ein af sviðsmyndum Fóst-
bræðra sögu, en þar dvöldust
þeir um skeið, Þorgeir Hávars-
son og Þormóður Kolbrúnar-
skáld, og eru ýmsar sérkenni-
legar frásagnir af dvöl þeirra í
Jökulfjörðum og víðar um
Vestfirði.
Á leiði Fjalla-Eyvindar er
hvítmálað krossmark og þar
er einnig legsteinn allgamall
með áletruninni Hér liggur
Félla Eivindur Jónsson. Tóftir
og rústir eru margar og dreifð-
ar á Hrafnfjarðareyri, bæði af
bæjarhúsum og peningshús-
um, og eru þær nú ríkulega
hvönnum vaxnar eins og
önnur bæjarstæði í eyði-
byggðum Jökulfjarða og
Hornstranda. Bæjarlækurinn
er á sínum stað, en á sínum
tíma var innangengt í hann,
því að Eyvindur byggði yfir
hann af hugviti sínu. Ekki
þurfti því að fara út að sækja
vatnið.
Uppsetning minnisvarða
um Fjalla-Eyvind og Höllu á
Hveravöllum eftir Magnús
Tómasson myndlistarmann
hefur verið í fréttum í sumar,
en einn af forgöngumönnum í
því verkefni er Guðni Ágústs-
son alþingismaður. Konráð
Eggertsson á Ísafirði er áhuga-
maður um sögu þessara ást-
sælu útlaga og hefur hann
ásamt Guðna og í samráði við
fleiri góða menn ákveðið að
koma upp öðrum minnisvarða
á Hrafnfjarðareyri, enda var
þar bær Höllu og þar hvílist
Eyvindur eftir þrautagöngu
sína um óbyggðir Íslands.
Ekki er ljóst hvort minnis-
merkinu verður komið upp á
Hrafnfjarðareyri á þessu ári
eða hinu næsta.
Konráð Eggertsson og synir
hans hafa tekið upp bátsferðir
með ferðafólk á Hrafnfjarðar-
eyri og hyggjast hafa þar
sögustundir. Á sunnudags-
kvöldið fór BB með honum
og Önnu eiginkonu hans á
hraðbátnum Önnu til þess að
skoða þennan sögufræga
eyðistað. Siglingin frá Ísafirði
tók aðeins um eina klukku-
stund, enda er báturinn hrað-
skreiður í betra lagi. „Hér liggur Félla Eivindur Jónsson“.
Konráð Eggertsson við stýrið
á hraðbátnum Önnu, en
hann og synir hans eru með
tvo báta í förum með ferða-
menn og farangur um norð-
anverða Vestfirði og sjá þeim
fyrir gistingu á ýmsum stöð-
um ef óskað er.
Tveir ráðherrar eru félagar í um tuttugu manna vinahópi,
sem fer á hverju sumri saman í frí frá dagsins amstri,
gengur á fjöll og gistir eyðibyggðir landsins. Í síðustu
viku kom þessi hópur til Vestfjarða og fékk Hafstein og
Kiddý til að skutla sér að Látrum í Aðalvík. Þar var höfð
bækistöð í tvo daga og meðal annars gengið á
Straumnesfjall. Síðan labbaði mannskapurinn yfir á
Hesteyri og var þar aðra tvo daga og gisti í Læknishúsinu,
en síðan sá Hafsteinn um að koma honum aftur til
Ísafjarðar á Kiddý sinni. Sérvalinn vestfirskur leiðsögu-
maður var með í ferðinni, Snorri Grímsson á Ísafirði.
Enda þótt ráðherrarnir tveir séu framsóknarmenn, er
þessi vinahópur blandaður hvað pólitík viðkemur, enda
væntanlega eitthvað annað um að hugsa og ræða um á
vestfirskum gönguleiðum en argaþras stjórnmálanna.
Í hvíld frá dagsins
amstri og önnum
Ráðherrarnir Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgríms-
son ásamt Hafsteini Ingólfssyni við komuna til
Ísafjarðar.
Gimbillinn
og börnin
Frá aldaöðli hafa
heimalningar verið á
hverjum bæ, en verk-
smiðjubúskapur nútím-
ans er jafnt og þétt að
útrýma þessum mann-
eskjulega þætti í ís-
lenskum landbúnaði.
Heimalningar eru eigin-
lega ekki sauðfé öllu
frekar teljast þeir til
heimilisfólksins á bæn-
um. Tvífætt ungviðið úr
borginni sem fær að
kynnast þessum litlu og
hrokkinhærðu ferfættu
börnum sveitanna öðlast
nýja sýn á lífið og upp-
götvar að lamb er ekki
bara eitthvað sem fæst í
kæliborðum stórmark-
aðanna. Á myndinni eru
ungir gestir í Vigur að
heilsa upp á hornaprúð-
an gimbil frá því í vor.
Sandkastalakeppnin
að Holti í Önundarfirði verður
laugardaginn
1. ágúst kl. 14:00
Mætum öll með skóflur og fötur!
SPARISJÓÐUR
ÖNUNDARFJARÐAR