Lindin

Volume

Lindin - 01.04.1989, Page 5

Lindin - 01.04.1989, Page 5
mer Eins og allir Skógarmenn á ég margar góðar og hlýjar minningar úr Vatnaskógi. Fyrstu minningarn- ar eru bundnar við stuttar heim- sóknir í Vatnaskóg með föður mín- um, en ég dvaldi þá með foreldrum mínum í sumarbústað handan vatnsins. En á þeim árum dvaldi móðir mín langdvölum í sumarbú- staðnum með mig og systkini mín eins og þá var títt, en pabbi kom um helgar. En þar sem hann var sannur Skógarmaður og vanur að ganga til kirkju á sunnudögum fór hann allt- af yfir vatnið á sunnudögum til að vera við guðsþjónustu og fór ég þá °ft með honum. I minningunni eru þessar ,,messu- ferðir“ í Vatnaskóg alveg stórkost- legar. ,,Gamli skálinn“, eins og hann nú er kallaður var fyrir mér emn ævintýraheimur. Ekki skyggði heldur á heimsóknina að fá að hitta sr- Friðrik og Stínu í eldhúsinu svo einhverjir séu nefndir. Þegar ég varð eldri fékk ég að vera í hefðbundnum drengja flokk- um og síðar á skólamótum og Biblíu- uámskeiðum. Þegar ég nú lít til baka og hugsa um allar samverustundirnar sem ég hef átt í Vatnaskógi sem drengur og unglingur þá er það eitt sem óneit- anlega hafði mest áhrif á mig og það var boðun Guðs orðs. Þó svo stór hluti dagsins færi í leik af ýmsu tagi, þá höfðu Biblíulestrarnir á morgn- ana og stuttu helgistundirnar á kvöldin dýpst áhrif á allt mitt líf. Fyrir þetta er ég afar þakklátur og lofa Guð fyrir. Tvö sumur fékk ég tækifæri til að starfa í Vatnaskógi sem foringi. Sá tími er mér einnig ógleymanlegur, því þá hafði maður sjálfur það hlut- verk að vitna fyrir drengjunum um kærleika Guðs og náð. Sú reynsla reyndist mér mjög dýrmæt þegar ég síðar varð prestur. Á liðnum áratugum hafa þúsund- ir drengja dvalið í Vatnaskógi og veit ég að mjög margir þeirra eiga þaðan svipaðar minningar og ég og tala jafnvel um dvölina í Skóginum sem dýrmætustu stundir lífs síns. Allir eigum við því sameiginlegt að hafa heyrt kall Krists hljóma til okkar fyrir munn þeirra sem töluðu til okkar Guðs orð. Þegar ég fór að reyna að muna einhverja texta sem ég heyrði í Vatnaskógi, þá kom þessi setning strax upp í huga mér: ,,Fylg þú mér“. Þessi setning er tekin úr Markús- arguðspjalli 2. kap. 14. versi. Það segir frá því þar, að Jesús hafi geng- ið með vatninu, og allur mannfiöld- inn kom til hans, og hann kenndi þeim. Og er hann gekk þar, sá hann Leví Alfeusson sitja hjá tollbúðinni, og hann segir við hann: ,,Fylg þú mér“. Og hann stóð upp og fylgdi honum. — Þessi frásögn er mjög skýr, enda oft notuð sem hugleiðingarefni fyrir drengina í Vatnaskógi. Jesús Kristur er enn á ferð í Vatnaskógi til að leita sér að læri- sveinum, því megum við trúa, svo lengi sem Guðs heilaga orð er boð- að. En í Biblíunni lesum við einmitt um það að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í Jesú nafni, þá er hann þar mitt á meðal fyrir sinn heilaga góða anda. En Vatnaskógur er einn af þeim stöðum þar sem við komum saman í Jesú nafni. Margir eiga örugglega þá sameig- inlegu minningu með mér að hafa 5

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.