Lindin - 01.04.1989, Page 6
LINDIN
átt bænastundir í kapellunni. Þá
voru það ekki snjallar ræður eða
hugleiðingar leiðtoganna sem skiftu
öllu máli, Guð var sjálfur að vinna
með okkur og kalla á okkur til
fylgdar við sig og til starfa fyrir
Guðs ríki.
Já, minningarnar taka svo sann-
arlega að tala, þegar hugurinn reik-
ar upp í Vatnaskóg, og það vona ég
líka að gerist þegar þú, lesandi góð-
ur, lest þessar línur. Við erum að
sjálfsögðu búnir að gleyma mörgu,
en kall Drottins er enn í gildi.
Hvernig svo sem líf okkar hefur ver-
ið að öðru leyti, þá er Drottinn hinn
sami og hann elskar okkur eins og
við erum, því getum við treyst.
Leví Alfeusson mætti kalli Krists
og hann yfirgaf allt og fylgdi honum
og varð einn af postulum hans, öðru
nafni Matteus.
En Jesús kallaði einnig á Pétur er
hann hafði svikið hann, afneitað
honum. Þá notaði Jesús þessi sömu
orð: ,,Fylg þú mér!“ En það form á
köllun Krists er mér ekki síður hug-
leikið, því það sýnir mér, að Jesús
fyrirgefur og jafnframt að hann get-
ur notað venjulegt fólk sem m.a.
hefur sömu vankanta og Pétur. Það
gefur mér því vísbendingu um að
Guð getur jafnvel notað mig og þig,
eins og við erum.
Það er von mín og bæn að í
Vatnaskógi þagni aldrei kröftug
rödd fagnaðarerindisins og hið
skýra kall Krists, ,,Fylg þú mér.“
Jafnframt bið ég þess að við allir
sem dvalið höfum í Vatnaskógi síð-
ustu 60 árin heyrum aftur og aftur
þetta kall svo það verði til að vísa
okkur hinn rétta veg til lífsins.
Jón D. Hróbjartsson
Hótel, veitingahús, sölu-
skálar og mötuneyti.
Hjá RV fáið þiö servíettur,
dúka, kerti, diska- og glasa-
mottur á ótrúlega lágu verði.
REKSTRARVÖRUR
Draghálsi 14-16*110 Rvík • Símar: 31956 - 685554
Höfum ekki þessa tröppuskó
en flestar aðrar gerðir
Bragóast sem besti sykur! -í stað strásykurs
Q/inK:RfeL asparlam (Nutra Sweel ) STRÁS/ETA næstum því án hitaeininga
6