Lindin

Volume

Lindin - 01.04.1989, Page 7

Lindin - 01.04.1989, Page 7
zniíuiti 5 (• Komdu alltaf margsæl, mamma mín, Það er alveg hræðilega gaman að vera hér. Svaka hávaði og gauragangur allan daginn, óp og óhljóð alveg eins og í litlu systur heima og svo þegar þó ferð að hrópa og öskra. Ég fór út á bát í gær og lærði að ára með róunum, en allt í einu pommaði ég aftur á bak niður í bátinn og datt beint á rassinn og varð alveg rennandi blautur eins og ég væri búinn að pissa í buxurnar. En ég er nú alveg hættur því, mamma, eins og þú veizt, ha? Ég er ekki búinn að bleyta buxurnar nema 4 sinnum síðan ég kom í gær. Svo verð ég að segja þér frá því, að hér eru engar kýr, bara 4 eldhússtúlkur. Eg er að leika mér frá morgni til kvölds, þá er svaka hasi, og allir æpa og öskra eins hátt og þeir geta, en ég er samt beztur, það getur enginn æpt eins hátt og ég. Þeir eru víst að syngja. Svo var allt í einu steinhljótt og einn aðalkallinn rétti upp hendina og ég hélt, að hann ætlaði að fara að berja mig af því að ég var að klípa í rassinn á gæjanum, sem sat fyrir framan mig, hann var svo ægilega feitur, að maður sökk alveg í spiki. Og þegar ég hélt að hann ætlaði að fara að berja mig hrópaði ég upp: „það var ekki ég, sem gerði það “, og þá fóru allir að hlæja. Ég vissi ekki að ég væri svona, mikill brándarakarl. Annars er ég alveg glannalega stilltur, sérstaklega á morgnana, þegar við eigum að fara á fætur. í gærkvöldi vorum við skoðaðir, hvort við værum hreinir og ég bakaði þá alla. Aðalmaðurinn, sem skoðaði, fann ekki eyrun á mér, þau voru svo skítug. En það var nú ekkert á mótz við hitt, þú hefðir bara átt að vera komin og sjá, hvað litli drengurinn þinn stóð sig vel, þá hefðir þú verið hreykin. Þegar átti að skoða á okkur fæturna, voru sokkarnir fastir við mig, svo ég sigraði glæsilega. Svona var nú það. Nú er ég líka duglegur að borða, ét alveg eins og hestur. Það mega allir leifa á borðinu, því að ég ét afgangana. Svo verð ég að sitja á klósettinu allan daginn í staðinn. En þar er líka nóg að gera á flugnaveiðum, þær eru alveg óteljandi. Svo má ég ekki gleyma því, að það var dauðaslys hér í gærkveldi. Og ég var alveg með tárin í augunum, þegar mér var sagt þetta. Og ég ætlaði að fara að skæla, en þá sögðu þeir, að það hefði bara fluga drukknað í vaskafati. — Svona er nú lífið hérna. Það er stundum grátt og stundum eins og gull. Ég gleymi því aldrei á æfinni, þegar einn strákurinn gekk í svefni í gær. Og svo fórum við á eftir honum öll halarófan út á gang, og þar tók hann niður um sig buxurnar og sprændi í eitt vaðstígvélið og þá fórum við auðvitað að hlæja og þá vaknaði gúbinn og allt gamanið búið. Jæja, mamma mín, nú er ég orðinn þreyttur, eg er búinn með þessar 4 djúsdósir, sem ég fékk í gær, en mig langar í meira. Ég bið að heilsa pabba gamla og vona að ykur líði sem bezt, ykkar einlægur sonur, Labbakútur. P.s. Ég ætla að segja þér frá því næst, þegar ég setti 2 mýs í eldhúsið og þegar Villi át alla sultuna í Kjallaranum. (Úr Lindinni október 19591 i> * i

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.