Lindin

Volume

Lindin - 01.04.1989, Page 11

Lindin - 01.04.1989, Page 11
LINDIN MATSKÁLI Borðsalur og íbúð fyrir starfsfólk í eld- húsi var byggt árið 1965. Þar er rúmgott eldhús, borð- salur fyrir rúmlega 100 manns, og íbúð fyrir 4 starfs- menn. Áður var eldhús og borðsalur í Gamla skálanum þar sem nú er samkomusalur og salerni. LEIKSKÁLI Árið 1974 var hafist handa við byggingu leikskála sem nota mætti þegar veður hamlaði útiveru. Húsið skiptist i íþróttasal, anddyri, bað og búnings- herbergi, salerni, geymslu og leikloft þar sem aðstaða er fyrir margvíslega starfsemi m.a. borðtennis. Húsið var fljótlega tekið í notkun en ekki hefur enn tekist að Uúka endanlega við það. LERKISKÁLI Enn var þörf á fleiri rúmum og 1982 var nýjasti skálinn byggður — Lerkiskálinn —. Hann rúmar 32 drengi og 4 starfsmenn. LAUFSKÁLI Skortur á svefnherbergjum fyrir drengina fór að gera vart við sig 1968, en þá höfðu kröfur um aðbúnað vaxið og fækka varð rúmum í Gamla skála. Þá voru keyptir 12 vinnuskúrar frá Búrfellsvirkjun sem settir voru upp til bráðabirgða. Þeir eru enn í fullri notkun en orðnir lasburða og er aðkallandi að fá nýtt húsnæði í þeirra stað. í Laufskála rúmast 36 drengir og 6 starfsmenn. 11

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.