Lindin - 01.04.1989, Qupperneq 14
Guðmundur Karl Brynjarsson
Starfid í dag
^ 9 jfau /Ut
1
Allt frá þeim tíma þegar K.F.U.M. hóf að starfrækja sumarbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi hafa þúsundir slíkra dvalið
þar. Margir þeirra sem áður hlupu um skóginn, sem litlir snáðar, sprækir og sprellfjörugir eru orðnir gamlir og gott betur.
Hvað um það. Á löngum tíma hefur starfið vitanlega breyst þó tilgangurinn sé sá sami, að leiða unga drengi til trúar á
frelsarann Jesúm Krist.
Ætlunin með þessu greinarkorni hér er að kynna þér lesandi góður hvernig dagurinn gengur fyrir sig hér hjá okkur í
Vatnaskógi. Að sjálfsögðu felur upptalningin sem hér fer á eftir ekki allt sem gerist. En það er vonandi að hún gefi einhvern
þef.
KL. 7.45 — Foringjafundur hefst með lestri Guðs orðs og þar
á eftir er rætt um hvað gerast skuli yfir daginn.
KL. 8.30 — Drengirnir vaktir. Hver er búinn að gleyma
lúðrablæstrinum sívinsæla? Hann er enn í fullu gildi.
KL. 9.00 — Morgunkaffi. Þangað mæta drengirnir
mishressir og sötra sopann sinn og borða brauð með.
KL. 9.25 — Fánahylling. Allir drengirnir og foringjar raða
sér í beina röð við stóru flaggstöngina og islenski þjóðfáninn
er hylltur undir laginu: ,,Fáni vor sem friðarmerki.“ Þaðan
er streymt beint á morgunstund í sal Gamla skálans. Sungnir
eru nokkrir söngvar, og lesið úr Biblíunni. Þá er drengjunum
skipt i hópa þar sem lesinn er ákveðinn texti úr Guðs orði,
hann hugleiddur og útlagður af foringjunum.
KL. 10.30 — Frjáls tími. Drengirnir eiga þá nokkra kosti að
velja um og skulu þeir vonandi allir upp taldir hér:
*Bátar. Bæði kanóar og árabátar eru lánaðir út, ef veður
leyfir, eins og alltaf hefur verið.
# Veiðar. Sívinsælt sport sem bæði er stundað frá landi og
úr bátum.
*Smíðar. Nýverið var útbúin aðstaða í bátaskýlinu til
smíða. Virðist sem svo að hún sé ákaflega kærkomin því
þangað koma mjög margir. Flest er smíðað, allt frá
bakklórum til báta.
fyíþróttahús. Þar er boðið upp á margt, svo sem bobb,
borðtennis og boltaleiki margskonar kúluspil, kastdiska
og knetti. Þar úir allt og grúir af alls kyns leikjum og
spilum sem hægt er að dunda sér við. Síðast skal svo nefna
að ágætt bókasafn er þar. Sprengfullt af drengjabókum
sem sumar eru næstum lesnar sundur.
*Knattspyrna. í hverjum flokki er að sjálfsögðu haldið-
knattspyrnumót og keppa þá borðin hvert á móti öðru
(eins og alltaf hefur verið).
%Annað. Vitanlega mega drengirnir gera hvað þeir vilja við
tímann. Sumir fara til dæmis í skógargöngu eða leika sér
í trönuborgunum svo eitthvað sé nefnt.
KL. 12.00 — Hádegismatur. Þarf ekki frekari kynningar við.
KL. 13.00 — Frjáls tími. Á boðstólnum er allt það sama og
á morgnana nema í staðinn fyrir knattspyrnu koma frjálsar
íþróttir úti á velli. Þar er kastað spjóti og kringlu og varpað
kúlu. Stokkin langstökk, hástökk og þrístökk og hlaupin
spretthlaup og langhlaup. Allt með misjöfnum árangri, en
það skiptir ekki öllu máli að sigra, heldur að vera með.
KL. 15.00 — Miðdegiskaffi. Heimabakaðar kökur og mjólk
með.
KL. 15.30 — Frjáls tími. Þarfnast ekki frekari kynningar.
KL. 18.00 — Kvöldmatur.
KL. 19.00 — Frjáls tími.
KL. 20.30 — Kvöldsopi. Mjólkurkex og mjólkurglas.
KL. 21.00 — Kvöldvaka. Haldin í sal Gamla skála. Mikið
sungið (eins og alltaf). Leikir, leikrit, framhaldssagan á
sínum stað og svo endað með hugleiðingu út frá Guðs orði.
KL. 22.15 — Allir svífa í sængina sína undir deyjandi tónum
lagsins ,,Ó vef mig vængjum þínum“ sem ómar í
kvöldkyrrðinni út á vatn og upp í skóg við ákafar undirtektir
sköpunarverksins.
KL. 23.00 — Ró. Allir drengirnir eiga að vera sofnaðir á þeim
tíma, og sofa vel til að takast á við nýjan dag. Starfs-
fólkið kemur saman og lýkur deginum með lestri og bæn.
Hér í lokin skal geta þess að dagskipun er ekki alltaf nákvæmlega eins og Iýst var hér að ofan. Margt er gert til tilbreytingar.
Mætti nefna sólbaðsferðir í Oddakot sem er baðströnd okkar Skógarmanna. Gönguferðir eru nokkuð vinsælar. Þá er oftast
farið að Kúvallafossum. Skógarleikjunum má ekki gleyma. Síðustu tvö sumur hefur Setuliðs og landgönguliðsleikur, sem
er ákveðið afbrigði af Indíánaleiknum gamla, notið mikilla vinsælda. Og fleira og fleira. Fjölbreytnin þarf að vera í fyrirrúmi
þegar hafa þarf ofan af fyrir slíkum fjölda drengja. En þar sem eru um 90 í hverjum flokki nú í sumar.
14