Lindin

Volume

Lindin - 01.09.2003, Page 11

Lindin - 01.09.2003, Page 11
Vinagarður, Leikskóli KFUM og KFUK í Reykjavík, hefur aðstöðu í nýju og glæsilegu húsnæði á lóð félaganna við Holtaveg í Laugardal. Einnig nýtur skólinn góðs af salarkynnum í aðalstöðvum félaganna til leikja og inniíþrótta. Vinagarður í Laugardal Inóvember í haust verða 28 ár liðin frá því að KFUM og KFUK í Fteykjavík hófu leikskóla- rekstur í húsi félaganna við Langagerði I. I rúm 26 ár starf- aði skólinn þar við fremur þröngan húsakost en vorið 2002 flutti hann búferlum í nýtt og glæsilegt húsnæði á lóð fé- laganna við Holtaveg í Laugar- dal.Við flutninginn var skólinn stækkaður úrtveimur deildum í þrjár og dvalarplássum fjölgað úr 30 í 57.Var það löngu orðið tímabært því biðlistar voru lang- ir við skólann. Leikskóli KFUM og KFUK byggir á kristilegum grunni og heitirVinagarður I honum er lögð áhersla á kristilegt siðgæði og að börnin öðlist grundvallar- traust sem er viðfangsefni í trú- arlegri uppeldismótun. Sérstök áhersla er lögð á vináttuna og er hún eitt af sérkennum skól- ans. Á hverjum vetri vinna börnin þemaverkefni og stendur hvert þeirra yfir í eina önn. Dæmi um þemaverkefni eru: Fötlun.tré, endurvinnsla og him- inninn. Þemavinnan er ávallt tengd vináttunni á einhvern hátt. Markmið leikskólans er að ala upp sjálfstæða og ábyrga einstaklinga sem elska og virða hver annan og náungann eins og sjálfa sig. Ennfremur að miðla íslenskum menningararfi og stuðla að persónulegum þroska barnanna. Markmið starfsins með börnun- um er: • Að skapa vinalegt andrúms- loft • Að efla virðingu og sjálfstæði • Að efla frumkvæði og sköp- unargleði • Að efla kristilegt siðgæði Gert er ráð fyrir að öll börn- in fái markvissa hreyfingu á hverjum degi, bæði í frjálsum leik og útiveru en einnig á skipulögðum hreyfistundum. Daglega eru liVa sögu- og sam- verustundir þar sem meðal ann- ars er lesið úr Biblíu litlu barn- anna, farið með stutta bæn og sungið. Eins má geta þess að öflugt foreldrafélag er rekið í tengslum við skólann. Vinagarður var form- lega tekinn í notkun 2. apríl 2002. Hér má sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgar- stjóra, klippa á borða af því tilefni. Til hlið- ar við hana standa María Sighvatsdóttir leikskólastjóri, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson dómprófastur og Arnmundur Kr. Jónas- son stjórnarformaður leikskólans.

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.