Lindin - 01.09.2003, Síða 16
Börn og sorg
ÍÉÉÉSS
Séra Sigurður Pálsson,
prestur við Hallgríms-
kirkju í Reykjavík.
SVrgja börn? _
Er eitthvað til sem heitir sorg barna?
Verða þau ekki bara leið um stundar-
sakir og halda lífinu síðan áfram glöð í
bragði? Þekking á viðbrögðum barna
við sárum missi hefur verið að aukast á
liðnum áratugum. Margvíslegar rann-
sóknir á viðbrögðum barna við að-
skilnaði og missi hafa leitt í Ijós að
börn syrgja ekki síður en fullorðnir.
Sumt er líkt með sorg barna og full-
orðinna en annað er ólíkt og ræðst af
þroska þeirra og þekkingu.
Eitt mikilvægasta viðfangsefni hverr-
ar manneskju er að mynda tengsl við
aðra. Það er ein af meginforsendum
þess að við getum lifað farsælu lífi.
Fyrstu tengsl barns við þau sem annast
það í frumbernsku ráða miklu um til-
finningatengsl barnsins síðar á æfinni.
Sorg er tilfinningaleg viðbrögð við
rofnum tengslum. Því nánari sem
tengslin hafa verið þeim mun sárari er
sorgin og þeim mun lengri tíma tekur
að takast á við hana. Það sem hér
verður sagt um sorg og sorgarvið-
brögð barna miðast fyrst og fremst við
sorg sem dauðtfall vekur. Þeiiasem eru
samfei;ða börnum, hvort heldur er í
leik eða starfi, ættu samt að minnast
þess að fjöldi barna missir annað for-
eldra sinna út af heimilinu vegna skiln-
aða á ári hverju. Slíkur missir vekur oft
sorgarviðbrögð hjá börnum. Jafnvel
þótt mörg börn fái tækifæri til að við-
halda tengslum við það foreldri sem
fer, eru þau börn mörg sem fara á mis
við tengsl við það foreldri sem flytur af
heimilinu og geta þá búið við langvar-
andi sorg.
Börn virðast almennt dylja sorg sína
fremur en fullorðnir. Sökum þess hve
sorgin gengur nærri tilfinningalífi þeirra
leitast þau oft við að beina huganum
að einhverju skemmtilegu til að hlífa
sér. Börn fela líka oft sorg sína, meðvit-
að eða ómeðvitað, til að hlífa fullorðn-
um syrgjendum í kringum sig og reyna
þess í stað að geðjast þeim og gleðja.
Gömul sorg getur vitjað barna og
unglinga að nýju í hvert sinn sem þau
ganga í gegnum nýtt þroskaskeið. Með
auknum þroska kemur nýr skilningur á
dauðanum og ný vitund um þann missi
sem þau hafa orðið fyrir.
Tilteknar aðstæður eru börnum
mikilvægar eigi þau að geta syrgt náinn
ástvin á heilbrigðan og farsælan hátt.
Það sem barni er mikilvægt er:
• Að það hafi verið í nánu og traustu
sambandi við foreldra sína fýrir missinn.
• Að það fái skýringar og réttar upp-
lýsingar um það sem gerst hefur, fái
tækifæri til að spyrja um hvaðeina og
fái eins heiðarleg svör við spurning-
um sínum og kostur er.Allar spurn-
ingar barnsins ber að taka alvarlega.
• Að það geti fengið að láta tilfinningar
sínar í Ijós, hvort heldur er sársauki,
söknuður eða reiði.
• Að það fái að taka þátt í sorg og
sorgarathöfnum fjölskyldunnar.
• Að það njóti umhyggjusamrar og
huggandi nærveru þess foreldris sem
hjá því er og/eða einhvers sem því er
nákominn og sé fullvissað um að þau
tengsl rofni ekki og að um það verði
hugsað.
Það getur reynst örðugt að mæta
öllum þessum kröfum, en miklu skiptir
að það sé reynt eftir því sem aðstæður
leyfa.
16 LINDIN