Lindin

Volume

Lindin - 01.09.2003, Page 21

Lindin - 01.09.2003, Page 21
Vetrarstarfið á Akureyri Á Akureyri eru starfandi tvær deildir fyrir börn og unglinga á vegum KFUM og KFUK.Yngri deildin (10-12 ára) er á mánu- dögum klukkan 17:30 en ung- lingadeildin (13-17 ára) fundará fimmtudögum klukkan 20:00. Fundirnir eru í félagsheimili KFUM og KFUK í verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð og er húsið opnað 30 mínútum fyrir aug- lýstan fundartíma. Mjög góð að- staða er í félagsheimilinu og ýmis áhugaverð leiktæki, meðal annars fótboltaspil og billj- ardborð. Brugðið á leik á fundi í KFUM og KFUK á Akureyri. Fyrir miðju er sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. hafa áhuga á skemmtilegu og gefandi félagsstarfi eru hvattir til að koma á fund í Sunnuhlíð en fundirnir hefjast fimmtudaginn I I. september (unglingadeild) og mánudaginn 15. september (yngri deild). Göngugarpar Hvats Á vegum KFUM og KFUK star- far Sportfélagið Hvatur og er það öllum opið. Nýjasta skraut- fjöðurin í hatti þess er stofnun Göngugarpa Hvats, fimmtudag- inn 22. maí síðastliðinn. Fyrsta verkefni garpanna var að ganga svokallaða Selvogsgötu úr Hafn- arfirði í Selvog í áföngum. Gengnir voru 6 stuttir áfangar í sumar en síðan endað á því að ganga alla leiðina í einum rykk, liðlega 30 km leið. Einnig var gengið um Höfðaskóg við Hval- eyrarvatn og verður haldið áfram að ganga í nágrenni Reykjavíkur fram á haustið. Sjá nánar um starfsemi Hvats á blaðsíðu 9 í blaðinu. Stofnendur Göngu- garpa Hvats við vörðu Kershellis í Gráhelluhrauni, öðru nafni Hvatshellis. Opnunartími á Holtavegi Aðalskrifstofa KFUM, KFUK og SÍK við Holtaveg verður opin í vetur sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 09-17. Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 09-16. Á dagskránni í vetur verður margt skemmtilegt og fjölbreytt í boði. Unglingadeildin mun taka þátt í landsmóti unglinga- deilda sem haldið verður í Vatnaskógi í febrúar en að auki verður reynt að fara á Hóla- vatn þar sem félögin starfrækja sumarbúðir. Æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK á Akureyri er Jóhann Þorsteinsson kennari en auk hans starfa Katrín Möller Lína Rut Olgeirsdóttin Kristín Olafsdóttir og séra Guðmund- ur Guðmundsson í deildarstarf- inu. Allir krakkar á Akureyri sem í Reykjavík á Fm 102,9 á Akureyri á Fm 103,1 á ísafirði á Fm 102,9 á Siglufirði á Fm 106,5 á Húsavík á Fm 104,5 á Ólafsfirði á Fm 106,5 á Höfn í Hornafirði á Fm 102,9 og í Vestmannaeyjum á Fm 88,9

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.