Lindin

Årgang

Lindin - 01.09.2003, Side 24

Lindin - 01.09.2003, Side 24
Adrenalín gegn rasisma Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir starfar sem mið- borgarprestur KFUM/KFUK og kirkjunnar. Adrenalín gegn rasisma er unglingastarf á vegum miðborgarstarfs KFUM/KFUK og kirkjunnan Starfið felst í fjöl- þjóðakvöldum á kaffihúsi og æv- intýraferðum unglinga gegn ras- isma. Markhópur verkefnisins eru Islendingar og innflytjendur á aldrinum 14 til 20 ára. Mark- miðið er að vinna að virðingu og friði milli þjóðfélagshópa af ólíkum uppruna með margvís- legan bakgrunn í menningarlegu og trúarlegu tilliti. Leitað er leiða til að ungir innflytjendur finni sig heima í íslensku þjóðfé- lagi og að ungir Islendingar finni sig heima í fjölþjóðasamfélaginu, í því skyni að koma í veg fyrir óæskilegar hópamyndanir og of- beldi vegna fordóma. Viðfangsefni verkefnisins er hin breytta mynd íslensks sam- félags í Ijósi vaxandi fjölda nýrra innflytjenda úr öllum heims- hornum, sem kallar á nýtt sam- tal með þjóðinni. Það samtal er þekkingarleit og sú leit er skammt á veg komin.Verkið er fólgið í grasrótarstarfi þar sem ungu fólki af margvíslegu bergi brotið er skapaður vettvangur til umræðu um raunveruleg lífs- gildi, siðferði og framtíðarsýn sem horfir til friðar og gagn- kvæmrar virðingar Nú eru tvö ár síðan Adrena- lín-starfið fór af stað og fer veg- ur þess alltaf vaxandi. Ungling- arnir koma frá nýbúadeild Aust- Helga Kolbeinsdóttir flytur Ijóð við opnun Ömmukaffis. urbæjarskóla og Breiðholtsskóla og síðan koma ungir Islendingar frá Laugalækjarskóla til að taka þátt í starfinu. Mikil samstaða og gleði hefur skapast milli þeirra Unglingar úr Adrenalín gegn rasisma takast á í ævintýraferð í Vindáshlíð. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og kirkjunnar hefur aðsetur í Austur- stræti 20 efri hæð og nýtur góðs af nálægðinni við Ömmukaffi á neðri hæðinni.

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.