Lindin

Árgangur

Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 25

Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 25
Frá opnun Ömmukaffis 2001. nærri 60 unglinga sem tóku þátt í starfinu síðastliðinn vetur Hóp- urinn hittist þrjú kvöld í mánuði, tvö í Ommukaffi í Austurstræti 20 og eitt í félagsmiðstöðinni 101 í Austurbæjarskóla. Þar fór fram fræðsla og skemmtun, en fyrst og fremst hópefli ungra innflytjenda og ungra Islendinga. Haustið 2002 heimsótti Adrenalín-hópurinn Ölver undir Hafnarfjalli þar sem KFUM og KFUK starfrækja sumarbúðir Þar var meðal annars fjallað um til- finningar en einnig skrapp hóp- urinn upp í Borgarfjörð og skoðaði Surtshelli ásamt fleiru markverðu. Um aðventuna var síðan haldin mikil hátíð á vegum hópsins í Laugarneskirkju. Þar voru mættir 100 unglingar úr Laugalækjarskóla ásamt 40 ung- lingum úr Adrenalín-hópnum til að vera viðstaddir frumsýningu nýrrar myndar hópsins. Einnig voru myndlistarverkefni kynnt og loks fengu allir smákökur og heitt súkkulaði með rjóma. Vorið 2003 var farið í sum- arbúðir KFUM og KFUK ÍVind- áshlíð. Þar var dvalið í góðu yfir- læti og unnið við myndlist og leiklist. Þingvellir voru heimsóttir og saga íslensku þjóðarinnar rifj- uð upp með hópnum. I vor var jafnframt haldinn alþjóðlegur dagur með viðamikilli dagskrá á vegum hópsins í Ráðhúsi Reykjavi1<ur. Þar komu ungling- arnir fram og sungu, léku og sögðu frá li'fi sínu. Einnig var þar feikna mikil myndlistarsýning á verkum þeirra frá því um vetur- inn. Hópar unglinga úr Breið- holtsskóla, Austurbæjarskóla og Laugalækjarskóla mættu þar ásamt kennurum og fengu frá- bæra fræðslu gegn fordómum sem var alfarið í höndum ung- linganna sjálfra sem starfa undir merkjum Adrenalíns gegn ras- isma. Öll verkefni miðborgarstarfs KFUM/KFUK og þjóðkirkjunnar snúast um það að eiga samtal við ungt fólk um raunveruleg lífs- gildi og siðferði. Hin kristna trú og boðskapur hennar er einstak- urgrundvöllurtil forvarna meðal ungs fólks. Miðborgarprestur hefur aðstöðu í Austurstræti 20, efri hæð. Þar er hægt að panta viðtöl vegna aðstoðar eða sál- gæslu í síma 561 0899 og 822 8865. Einnig er hægt að senda tölvupóst á pósfangið mid- borgarprestur@kirkjan.is. Fordómar Við kunnum ekki að elska, að virða hvert annað. Manneskjur eru allar mótaðar úr sama efninu. Ekki sumar úr gulli og aðrar úr silfri. Hvað þarf til þess að við skiljum það? Getum við aldrei lært af reynslunni? Þrátt fyrir nekt okkar og allsleysi er við komum í þennan heim þykjumst við eiga eitthvað í honum. Við særum hvert annað. Særum þó mest þá sem við elskum. Manneskja er ávallt manneskja. Þó við komum fram við hana eins og skepnu þá verður hún alltaf manneskja því hún kann ekkert annað. Of oft hefur hatrið stjórnað gerðum okkar og fá- viskan sem það er sprottið upp af. Hvernig? Hvernig getum við gert öðrum þetta? Vitum við ekki að þeir finna til eins og við, þeir gráta og gleðjast. Guð sér hjörtu mannanna.Við sjáum ekki hjörtu þeirra fyrir umbúðunum. Litir eru í raun aðeins endurkast sólargeislanna af því efni sem þeir lenda á. Ekki öll dýr sjá í lit. Af hverju reynum við alltaf að breiða yfir óöryggi okkar með því að benda á aðra? Af hverju erum við svona hrædd við að vera talin öðruvísi, ekki hluti af hópnum? Fordómar lita umhverfi okkar. Fordómar gegn því sem er öðruvísi, ekki verra, ekki betra, öðruvísi. Af því að við þekkjum það ekki og þess vegna gæti það alveg eins verið slæmt. Það gæti tekið athyglina af okkur um stund. Fordómar eru hlekkir, myndaðir úr fávisku og ótta. Þessir hlekkir meina okkur að losna úr hugarprís- und okkar og sjá heiminn í stærra samhengi. Hindra okkur í að sjá hversu auðvelt það er að elska miðað við hversu erfitt það er að hata. Að horfa með augum hins þröngsýna er eins og veiðimaðurinn sem snýr kíkinum öfugt. Hann mun aldrei sjá hlutina í nálægð. Snúum kíkinum rétt. Elskum hvert annað. Reykjavík 23. apríl 2003. Helga Kolbeinsdóttir, 18 ára.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.