Lindin - 01.09.2003, Side 26
Tengsl s álfsmyndar
og lífshamingju
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri
Geðræktar
Sjálfsmynd
okkar er sú
mynd sem við
höfum af okkur
sjálfum í sam-
bandi og sam-
skiptum við
aðra.
Sá sem fær
hlýju, jákvæða
snertingu og
ást mótar með
sér þá tilfinn-
ingu að hann
sé mikilvæg
og dýrmæt
manneskja...
í leit að lífshamingju
Oll eigum við það sameiginlegt
að vilja líða vel og njóta farsæld-
ar í lífinu. I samfélagi nútímans er
oft reynt að telja okkur trú um
að kaupa megi hamingju. Flestir
átta sig þó fyrr eða síðar á því
að engar skyndilausnir duga til
að öðlast hamingju í lífinu.
A seinni árum eru vísinda-
menn farnir að skoða markvisst
hvað einkenni hamingjusamt
fólk. Eitt mikilvægasta atriðið
sem þeir hafa bent á er nauð-
syn þess að finna Iffi sínu tilgang
og hafa góða sjálfsmynd.
Hvað er sjálfsmynd?
Sjálfsmynd okkar er sú mynd
sem við höfum af okkur sjálfum
í sambandi og samskiptum við
aðra.Við fæðumst ekki með
þessa mynd heldur mótast hún
út allt lífið og allar athugasemdir
sem við tökum til okkar frá um-
hverfinu hafa áhrif á þessa
mynd.
Sjálfsmyndin byrjar að mótast
við fæðingu. Sá sem fær hlýju,
jákvæða snertingu og ást mótar
með sér þá tilfinningu að hann
sé mikilvæg og dýrmæt mann-
eskja en sá sem fær litla snert-
ingu og býr við afskiptaleysi
kann að móta með sér þá til-
finningu að hann sé lítils verðun
Foreldrar eða uppalendur móta
því sjálfsmynd barna sinni hvað
mest til að byrja með. Fljótlega
bætast síðan leikfélagar og
kennarar í hópinn, svo og aðrir
samferðarmenn.
Erfiðleikan veikindi og önnur
áföll geta komið í veg fyrir að
foreldrar geti gefið börnum sín-
um þann jákvæða stuðning sem
þau þurfa á að halda til að
þroska með sér jákvæða sjálfs-
mynd. Mikilvægt er þó að hafa
hugfast að sjálfsmyndin er aldrei
fullmótuð og því er áfram tæki-
færi til að styrkja hana. Það eru
hins vegar ekki til neinar skyndi-
lausnir til að bæta sjálfsmyndina.
Það dugar til dæmis skammt að
sannfæra sig um eigið ágæti
með því að segja 20 sinnum við
spegilmyndina á morgnana: ,,Eg
er frábær".
Hvaða máli skiptir
sjálfsmyndin?
Sjálfsmyndin, það hvernig við
metum okkur sjálf, hefur áhrif á
allar okkar ákvarðanir, allt frá
því að velja hvaða fötum við
klæðumst í dag og til stærri
ákvarðana um það hvað við
ætlum að gera við líf okkar Sá
sem hefur góða sjálfsmynd
kann að meta kosti sína, er
reiðubúinn að vinna með galla
sína og sættir sig við að vera
ekki fullkominn. Sá sem hefur
slæma sjálfsmynd þekkir oft ekki
kosti sína eða kann ekki að
meta þá og einblínir á gallana í
fari sínu.
Slæmri sjálfsmynd fylgir oft
mikil vanlíðan, kvíði og streita.
Það er mikið álag að einblína á
hið neikvæða í eigin fari og velta
sér upp úr því, það leiðir ekki til
góðs. Allir hafa einhverja kosti
og hæfileika og það er okkur
öllum nauðsynlegt að komast
að því hverju við búum yfir og
kunna að meta það. Góð sjálfs-
mynd snýst að verulegu leyti
um að lifa í sátt við sjálfan sig,
hvort heldur varðar persónu-
leika, útlit eða annað sem við
notum til að skilgreina okkur frá
öðrum.
Hvað getum við
gert til að styrkja
sjálfsmynd okkar
og annarra?
Hrós er yfirleitt það fýrsta sem
kemur upp í huga fólks þegar
spurt er hvernig hægt sé að
styrkja sjálfsmyndina. Og það er
vissulega rétt að það er mikil-
vægt að hrósa fólki, en hrósið
26 LINDIN