Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 28
Þórarinn Björnsson,
guðfræðingur
Evrópusamband KFUM
fagnaði 30 ára afmæli
með stórmóti í Prag
3.- 9. ágúst síðastliðinn.
Flér sýnir ungt fólk úr
KFUM í Búlgaríu brúðu-
leik fyrir gesti og gang-
andi í miðborg Prag
þar sem hluti dagskrár-
innar fór fram.
Vegleg afmælishátíð í
Ekki brunnu skógareld-
ar í nágrenni Prag í hita-
bylgjunni í sumar
en slökkviliðsmenn
borgarinnar héldu sér í
æfingu með því að
kæla mótsgesti KFUM í
Letnagarðinum.
Það er óhætt að segja að
hin töfrandi höfuðborg
Tékklands, Prag, hafi tekið einkar
hlýlega á móti Frónbúunum
sextán sem þangað lögðu leið
sína í byrjun ágúst síðastliðinn til
að taka þátt í 30 ára afmælishá-
tíð Evrópusambands KFUM. Sól
skein í heiði alla dagana og hit-
inn var að jafnaði um og yfir 30
gráður en slagaði hátt í 40
gráður þegar heitast var Þá kom
sér vel að geta leitað í skugga
hárra trjáa og húsa eða brugðið
sér undir bununa frá slökkviliðs-
bilnum sem af og til heimsótti
Prag
Letnagarðinn í Prag til að kæla
mótsgesti og auka á fjörið og
hátíðarstemninguna sem var
ósvikin allt til enda. Sumir gættu
sín reyndar ekki nægilega á
mætti sólarinnar og fengu snert
af sólsting en sem betur fer án
varanlegs skaða.
Alls sóttu um 7.500 manns
frá nálægt 40 þjóðríkjum afmæl-
ismótið í Prag, aðallega ungt fólk
á aldrinum 18-25 ára. Dagskráin
tók mið af þessu og var einkar
fjölbreytt og áhugaverð, I Letna-
garðinum var sett upp eins kon-
ar KFUM-þorp þar sem nokkrir
tugir tjalda af öllum stærðum og
gerðum sköpuðu notalega um-
gjörð um dagskrána. Þar var
hægt að setjast niður með kaffi-
bolla eða ís í hönd, njóta kyrrð- i
ar og ifiugunar í „TheTent of Si-
lence", horfa á kvikmynd, skoða
sýningabása frá félögum vítt og
breitt um Evrópu, kaupa minja-
gripi, fá plástur á sár eftir byltu í
fótbolta eða taka þátt í um 100