Lindin - 01.09.2003, Side 29
mismunandi dagskrártilboðum
og vinnustofum á degi hverjum,
svo sem kórstarfi, skátastarfi,
biblíulestri, þjóðdönsum, risalúd-
ói, andlitsmálun, grímugerð,
batikvinnu og jafnvel finnsku
gufubaði (sauna). Hvert sem lit-
ið var iðaði mannlífið af sköp-
unargleði og hátíðarbrag.
Yfirskrift mótsins í Prag var:
„Inspired to serve" sem útleggja
mætti: „Innblásinn til þjónustu".
Segja má að öll dagskráin hafi
miðað að því að gera yfirskrift-
ina að veruleika því rík áhersla
var lögð á mikilvægi þess að
þjóna náunga okkar með þeim
hæfileikum og gjöfum sem við
höfum þegið úr hendi Guðs.
Hver dagur byrjaði til dæmis
með sameiginlegri helgistund
þar sem þema mótsins var túlk-
að í söng, látbragðsleik, dansi,
leik og stuttri hugvekju. Hljóm-
sveit Judy Bailey frá Bretlandi
leiddi sönginn en Ulrich Parsany,
framkvæmdastjóri KFUM f
Þýskalandi, annaðist hugvekjurn-
ar Síðan tóku við fjölbreyttar
i'þróttir og ótal vinnustofur fram
eftir degi en á kvöldin voru
kvöldvökun tónleikar; helgistund-
in þjóðdansan karaoke og margt
fleira í boði fram undir mið-
nætti. Einnig sáu mótsgestir um
fjölbreytta dagskrá á strætum
Prag og smituðu borgina af
gleði og hátíðarbrag sem mun
seint líða þeim úr minni sem
þátt tóku.
Fimmtudagskvöldið 7. ágúst
vitnaði hljómsveitin The Tribe
frá Manchester í Englandi um
trú sína og hélt glæsilega tón-
leika á aðalsviði mótsins í
Letnagarðinum við mikinn
fögnuð viðstaddra.
Gyða Karlsdóttir, framkvæmda-
stjóri Landssambands KFUM
og KFUK á íslandi og John
Knox, fyrrum framkvæmda-
stjóri KFUM í Skotlandi, búa
sig undir að stíga skoskan
þjóðdans saman.