Jólablaðið - 20.12.1949, Qupperneq 4

Jólablaðið - 20.12.1949, Qupperneq 4
4 JÓLABLAÐIÐ SUNNUKÓRINN OG TÓNLISTARFÉLAGIÐ Simnukórinn á Isafirði er Stofnaður 25. janúar 1934. Söngstjóri Sunnukórsins frá byrjun hefir verið Jónas Tóm- asson, tónskáld, þangað til nú í vetur, en þá tók Ragnar H. Ragnar við söngstj órnintii. Ekkeri söngfélag hér í bæ hefir starfað jafn lengi og kórsins til 1946, en þá tók við núverandi formaður, Ólafur Magnússon. Stai'f Sunnukórsins er ómet- anlegt. I bæjum, þar sem líkt háttar til og hér á ísafirði, er það komið undir dugnaði og fórnfýsi örfárra manna, að haldið sé uppi ýmiskonar menningarstarfsemi. Til þess Jónas Tómasson, tónskdld. Sunnukórinn. Því fer fjarri, að nein ellimörk séu á starfsemi kórsins, því að liann hefir vax- ið að verkefnum og vinsældum með hverju ári, og tekið þátt í söngkeppni á lands- og hér- aðsmótum við ágætan orðstý. Á síðastliðnu sumri fór kór- inn i söngför um Norðurland, og hlaut ágæta dóma. Það er því sízt ofmælt að ekkert félag hér í bæ hefir kynnt bæinn sinn jafn víða og jafnvel, og ótaldar eru þær ánægjustund- ir, sem Sunnukórinn hefir veitt bæjarbúum með kirkjusöngn- um og samsöngvum sínum. Samstilling söngs næst að- eins með góðri og endurnýj aðri þjálfun einstaklinga og ein- stakra radda innan kórsins,.og mun fáa rénna grvjn i.þá níiklu vinnu og erfiði sem söngstj ór- inn verður að inna af hendi. A liðnum árum hefir Sunnu- kórinn alls haldið fjölda sam- söngva, þar af nokkra utan- bæjar. Auk þessa hefir hann annast kirkjusöng hér á Isa- firði og sungið við mörg sér- stök tækifæri. Það er þvi næsta mikið starf sem Sunnukórinn hefir unnið, og söngstjórinn Jónas Tómasson, sem fyrst og fremst hefir borið þunga og híta dagsins í starfi Sunnukórs- ins. Fyrsti fonnaður Sunnukórs- ins var Sigurgeir Sigurðsson, núverandi biskup Islands. Við brottför sr. Sigurgeirs tók Elías J. Pálsson við formennsku þarf mikla þrautseigju og á- huga, því að oft er við mikið tómlæti almennings að striða. Þvi ber að þakka kórfélögum og stjórn Sunnukórsins gott og mikilsvert starf, fyrst og fremst söngstjóranum, Jónasi Tómas- syni, sem með óþreytandi á- huga hefur leitt kórinn til frama og sigurs. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskólans. Tónlistarfélag Isaf jarðar er stofnað í sambandi við söngkennslustarf hins góð- kunna píanóleikara, Ragnars H. Ragnar. Formaður Tónlist- arfélagsins var Halldór Hall- dórsson, bankastjóri, sem nú er nýlátinn; en framkvæmda- stjóri er Páll Jónsson, verzlun- armaður, en Ragnar H. Ragn- ar er aðaltónlistarkennari fé- lagsins. Síðastliðna tvo vetur hefir Tónlistarfélagið haldið uppi tónlistarskóla hér í bænum við mikla aðsókn, og á þann hátt unnið mikið starf til aukinnar tónlistarmenningar. Þá hefur Tónlistarfélagið einnig beitt sér fyrir því, að fá úrvals söng- listarmenn hingað til bæjarins, og má það kalla merkisatburð, sem hefir verið fagnað af öll- um almenningi. Forstaða Sunnukórsins og Tónlistarfélagsins hefir nú fluzt á herðar Ragnars H. Ragnar, en hann er bæði ágæt- lega menntaður á sviði söng- listarinnar og hinn mesti á- hugamaður. Hefir Ragnar H. Ragnar einnig tekið að sér for- stjórn Karlakórs Isafjarðar, sem nýlega hélt fyrsta sam- sönginn undir stjórn hans. Var Samsöngnum mjög vel tekið. Það er sameiginleg ósk og von flestra bæjarbúa,, að starf- semi Sunnukórsins og Tónlist- arfélagsins megi dafna sem bezt. Sú ósk er ekki eingöngu borin fram vegna íélaganna sjálfra heldur líka blönduð eigingirninni með voninni um, að njóta margra ánægjustunda við góðan söng og flutning á- gætra tónverka. Smjörlíkisgerð Isafjarðar h.f., ísafirði óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Þakka öllum viðskiptamönnum mínum ánægju- leg viðskipti á árinu 1949 og óska öllum gæfu og gengis á næsta ári. GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÍTT Á R! Virðingarfyllst, Heildverzlun Valg. Stefánssonar, Akureyri. GLÉÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Netagerðin Grænigarður P. Njarðvík, Isafirði. Utvegsmannafélag ísfirðinga óskar öllum félögum sínum og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS!

x

Jólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.