Jólablaðið - 20.12.1949, Qupperneq 9

Jólablaðið - 20.12.1949, Qupperneq 9
JÓLABLAÐIÐ 9 llllllllll!lllllll!llllllllllllllllllllllllllllllil|||||||||||||||||||||||||||lllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l|!l|||||||||||||ll|||III|||||||||||) jólin. Gömlu Um allar aldir hafa jólin verið sérstök fagnaðarhátíð kristinna manna. Þá var allt fágað og prýtt eft- ir beztu föngum, og þá var framreitt allt það hezta sem til var á lieimilinu. Gömlu jólin voru hreinieg og einföld fagnaðarhátíð alls þorra manna, og algerlega laus við þann mikla íburð, sem nú hefir rutt sér til rúms á allt of mörgum heimilum iiér á landi. Bezt er að fólk ráði sínum hátíðafagnaði. Þó getur svo far ið að þetta sem annað komist úr hófi, og dragi þungan efna- iegan dilk á eftir sér. Óvíst er, að hin nýtízkulegu jól með allan íburðinn veiti jafn mikinn lífsfögnuð og skilji eftir fegurri endurminningar en gömlu jólin. Þegar gjafir eins og leppar í skóna, vettling- ar og fleira smávegis, sem fólk- ið vann sjálft, voru svo kærar, að þær urðu upphaf æfilangr- ar vináttu. Það er vissulega fagur siður að gefa jólagjafir, en verð- mæti gjafanna má ekki verða gefandanum ofurefli. Hlýleik- inn að baki gjafanna getur oft verið miklu verðmeiri en gjöf- in sjálf, og varðveizt þegar gjöfin er gleymd. Jólin eru fyrst og fremst há- tíð hins innri fagnaðar, sem verður köld og dauð hátið, ef hjörtu okkar fagna ekki og leggja sinn skerf til þess að gera ljóma hátiðarinnar sem stærstan og skærastan. Jólin eru hátið trúar og minninga, sameiningarhátíð við jötu Jesúbarnsins. Hátíð, sem tendrar ljós jafnt hið innra sem ytra. Hátíð, sem skil ur eftir bjarta minningu, sem yljar og vermir í stormum og hretviðrum lífsins. Verið getur að mörgum hafi þótt gömlu jólin um of hvers- dagsleg, en það er víst að þau áttu þann hugblæ og hátíðleik, sem skapaði minningar, sem lifðu og veitti fólkinu styrk í stríði nauða. Við sköpum sjálf umhverfi jólanna, og við eigum að gæta þess að það sé ávallt þannig, að kjarni jólahátíðarinnar varð- veitist. Ef þú átt heita hugsun. Ef þú átt heita hugsun hjartkæri vinur minn láttu hana lýsa og ljóma, leyf henni að bera blóma helgan um himininn. Þann ástareld er áttu ei sýn sem elding skalt. Lát hugann leita hæða og helgra ljóssins gæða. Þá blessast böl vort allt. Benzín Brennsluolíur 1 L Smnrningsolíur | á sívaxandi traust allra | Yiðskiptamönnum okkar um | allt land óskum við GLEÐILEGRA JÖLA! GÖÐS KOMANDIÁRS! I H.F. SHELL Á ISLANDI. frá Brunabótafélagi Islands til brunavátryggjenda. Að gefnu tilefni er vakin athygli brunavátryggjenda á því, að ef brunatjón verður, ber að tilkynna það til um- boðsmanns eða skrifstofu félagsins innan 48 klukkustunda frá því tjón varð. Ef það er ekki gert má draga frá bruna- bótum, og ef engin tilkynning er gerð eða bótakrafa innan eins mánaðar frá því að brunatjón varð, hefir sá er fyrir tjóninu varð, misst allan rétt til brunabóta. Framvegis verður farið stranglega ef tir þessum ákvæð- um. BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS. Hátíðamessjir. Isafjörður: Aðfangadagur kl. § e.h. Jóladagur kl. 11 f.h. Barna- messa. Jóladagur kl. 2 e.h. Almenn messa. Jóladagur kl. 3 e.h. Messað í sjúkrahúsinu. Gamlársdagur kl. 23 e. h. Hnífsdalur: Aðfangadagur kl. 8 e.h. Annar jóladagur kl. 11 f.h. Barnamessa. Klukkan 2 e.h. Al- menn messa. Nýársdagur kl. 2. Alm. messa. v. llllllllllllllllllllllillllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllli;illlilli:i: lllllllllIliBillllliiSiilUMli.lhlliMliillllllIilllllllllllUllilllllllliaii'.uslllliBiib llllllllllllllllllililllllllllllllllllillllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllili:

x

Jólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.