Jólablaðið - 20.12.1957, Blaðsíða 8
8
JÓLABLAÐIÐ
kvæmdastjóri Hraðfrystihússins
er Einar Steindórsson, oddviti.
Á líðandi ári hefir verið lögð
gangstétt á götukafla í Hnífsdal
og götur verið lagfærðar. Er
Hnífsdalur fyrsta kauptúnið á
Vestfjörðum, sem fær gangstéttir.
Er hér á þetta minnst af því til-
efni.
Nokkur hluti Hnífsdælinga sinn-
ir búskap og hefir mikið verið
ræktað í Hnífsdal undanfarin ár.
Mætti gera lágdalinn að samfelld-
um töðuakri, allt frá sjó og fram
í dalbotn.
Bændur í Skutulsfirði létu í
haust undirbúa ný ræktunarsvæði.
Vann skurðgrafa frá Vélasjóði rík-
isins að skurðgreftri alllangan
tíma.
illlllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIillllllllllllllllIISIIIllllllllllllllllllllllilllllildll
BOLUNGARVIK
&L
un
(ýalúí
L
hefir eins og fyrr f jölbreyttar jólavörur við allra hæfi.
Einnig flestar byggingavörur. Hreinlætis- og heimilistæki.
I Bolungarvík hefir verið blóm-
legt atvinnulíf á líðandi ári, eins
og undanfarið. Haldast þar í hend-
ur mikill útvegur vélbáta, miklar
byggingar og miklar ræktunar-
framkvæmdir.
Stærstu framkvæmdir á líðandi
ári í Bolungarvík er Reiðhjalla-
virkjunin. Það er virkjun Fossár í
Syðridal. Með því hefir ræzt lang-
þráður draumur Bolvíkinga, sem
áreiðanlega hefir mikla framtíðar-
þýðingu fyrir hreppinn og kaup-
túnið. Talið er að Reiðhjallavirkj-
unni verði svo langt komið, að Bol-
víkingar fái að njóta raforku frá
Fossá um jólaleytið eða áramótin.
En ekki verður virkjuninni full-
lokið fyrr en á næsta ári. Þeir
Ragnar Bárðarson og Þórður
Kristjánsson hafa staðið fyrir
stíflugerð á Reiðhjalla og smíði
stöðvarhúss.
Bílvegur milli Bolungar-
víkur og Skálavíkur.
Bílvegurinn milli Bolungarvíkur
og Skálavíkur var lokið á þessu
ári. Var þessa minnst með hátíð-
legri athöfn í sumar, sem flestir
sýslunefndarmenn Norður-lsa-
fjarðarsýslu og oddviti sýslu-
nefndar sóttu.
Mátti segja að margir hrepps-
búar hafi heilshugar fagnað þessu
verki, ekki sízt Skálvíkingar, sem
lengi hafa búið einangraðir. Mik-
ið ræktunarland er í Skálavík.
Opnast það nú með veginum til
nota og framfara.
Sjómannastofa.
Fiskideildin í Bolungarvík og
Sjómannadagsráð gerðust á sínum
tíma aðilar að herbergi í hinu
myndarlega félagsheimili Bolvík-
inga. Fyrrgreindir aðilar hafa nú
opnað þarna sjómannastofu. Var
það gert síðastl. Sjómannadag.
Sjómannastofa þessi er svo vel
búin húsgögnum að til fyrirmynd-
ar er. Eru það stálhúsgögn frá
Reykjalundi.
1 þann mund, er sjómannastofan
átti að opnast, barst henni 25 þús.
króna gjöf frá þremur systkinum,
börnum eins aflasælasta formanns-
ins frá áraskipatímabilinu. Þau
hafa einnig afhent mynd af föður
sínum, sem prýðir sjómannastof-
una. Eitt þessara systkyna hefir
og heitið að gefa sjómannastofunni
bókasafn sitt, að sér látinni. Það
eru böm Kristjáns Þorlákssonar
frá Múla í Isafirði, Guðrún, Sigur-
borg og Magnús, sem hér eiga veg-
legan hlut að góðu máli, og hafa
með þessu fagurlega rækt minn-
ingu ágæts föðurs.
Ungmennafélag Bolungarvíkur
minntist 50 ára afmælis síns 2.
apríl s.l. Það var stofnað af Arngr.
Fr. Bjarnasyni og hefir varðveitt
gerðabækur allt frá upphafi. U.M.
F.B. var eitt þeirra fimm félaga
er stóðu að stofnun U.M.F.l. á
Þingvöllum 1907. U.M.F.B. hefir
jafnan rætt mörg framfaramál
hreppsins og hrint sumum þeirra í
framkvæmd, svo sem byggingu og
rekstri sundlaugar í Bolungarvík.
Það var mikið átak að koma sund-
lauginni upp, en hitt ekki minna
að annast rekstur, viðhald og end-
urbætur í mörg ár. Hefir hreppur-
inn og fleiri aðilar að vísu veitt
félaginu góða stoð, en mikið hefir
félagið og ýmsir félagsmenn lagt
fram vegna þessa máls. Ung-
mennafélagið hefir látið sig mörg
fleiri mál skipta. Það hafði t. d.
forgöngu um byggingu Félags-
heimilisins myndarlega, sem flest-
ir dá er sjá. Líka hefir það mjög
beitt sér fyrir leiksýningum í Bol-
ungarvík og hafði leiksýningar á
Skugga-Sveini heima, hér á ísa-
firði og á Suðureyri í Súgandafirði
í tilefni af afmælinu. Sýningarnar
voru vel sóttar og gáfu félaginu
sæmilegar tekjur. Þá hefur U.M.
F.B. haldið úit handrituðu blaði
allt frá byrjun. Heitir það Ása-
Þór. Kemur það víða við og mun,
er stundir líða fram, þykja merki-
leg heimild.
U.M.E.B. er eina félagið hérlend-
is, sem lifað hefir óslitið þau 50
ár síðan U.M.F.l. var stofnað.
Nýr vélbátur.
Bolvíkingum bættist nýr vélbát-
ur í byrjun síðustu síldarvertíðar.
Eigendur Bjarni Eirksson o. fl.
Báturinn er smíðaður úr eik í Dan-
mörku; 70 rúmlestir að stærð.
Skipstjóri er Jakob Þorláksson,
kunnur aflagarpur. Báturinn heit-
ir Þorlákur, í höfuðið á föður Ja-
kobs. Þorlákur sá var eitilharður
sjósóknari, var lengi einn á bát og
Óskum Bolvíkingum og öðrum viðskiptavinum
gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs.
Þökkum viðskipti á líðandi ári.
Verzlnn E. Guðfinnssonar
Hafnargötu 1/ - Sími 4 (b línur).
^'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiini
iitiiiii i
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIlllllllillll
HRAÐFRYSTIHÚS BOLUNGARVIKUR H.F.
óskar öllum viðskiptavinum víðsvegar um land
gleðilegra .jóla og gæfuríks nýárs
og þakkar viðskiptin á líðandi ári.
“ lllllllllllllllllllllllllllllllillllllll ílllllllllllllllllli 1:111111! IIIIIIIll III I: I.MIIII llllllllllll
I 1 I 11:111
Sparisjóður Bolnngarvikur
Hafnargötu 37 - Bolungarvík - Simi ltí
Stofnaður 1908.
Ávaxtar sparifé með beztu fáanlegum kjörum á
hverjum tíma.
Annast öll venjuleg sparisjóðs- og bankastörf.
Varasjóður 375 þús. krónur.
Óskar öllum Bolvíkingum og öðrum
gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar.
lillllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllilllllllllllllllBilllllllllllllllllllllllllllllIIIIIBI
.1
I
ilIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllILllllllllillllllllillfllllllllllHl ■lllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍHIII'.llllllllllllllHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllll