Jólablaðið - 20.12.1957, Blaðsíða 12
12
J ÓLABLAÐIÐ
FJÓRÐUNGSSAMBAND FISKIDEILDA VESTFJARÐA
I.
Orusta þeirra Haraldar harðráða
Sigurðssonar Noregskonungs og
Haraldar Guðinasonar Englands-
konungs við Stafnafurðu 1066 mun
lengi verða talin ein mikilvægasta
viðureign um landaforráð.
Báðir sigra þeir nafnar i fyrstu
lotu. Haraldur Sigurðsson vinnur
allstórt svæði af Englandi án
teljandi mótspyrnu. Margir enskir
höfðingjar játa honum hlýðni og
hollustu. Allt virðist benda til, að
Haraldur verði sigursæll enn sem
fyrr og haldi hlut sínum fullum.
En þetta breytist á svipstundu.
Þegar Haraldur harðráði gengur á
land við Stafnafurðu í þeirri trú,
að taka á móti veizlum og holl-
ustu enskra höfðingja, og því lið-
fár mætir hann hersveitum nafna
síns, Haraldar Guðinasonar. Er
það margfalt lið móti Norðmönn-
um. Haraldur Sigurðsson vill þó
eigi flýja og leita aftur til skipa
sinna og liðs síns þar, heldur
leggja til orustu og senda eftir
liðsauka. Áður en hann berst ligg-
ur Haraldur konungur nár á víg-
vellinum.
Haraldur Guðinason, Englakon-
ungur, hrósar skjótum og óvænt-
um sigri. Ógnarbíldurinn norski,
sem frægur var af sigursæld og
hernaði í mörgum þjóðlöndum
liggur nú fallinn. Mikill brestur
orðinn. Englar hafa við Stafna-
furðu unnið sigur, sem lengi verð-
ur dáður og gerir sundraða og
óttafulla þjóð sterka. Slíkt afrek
festir hinn unga konung í sessi.
Enginn innlendur höfðingi mun
framar gera árás á konungdóm
hans. Sigurlaunin við Stafnafurðu
er honum ný konungsvígsla, eld-
raun, sem tekur af öll tvímæli um
hreysti hans og ráðsnilld.
Haraldur konungur Guðinason
bjó stutt að sigrinum við Stafna-
furðu. Eftir örstu.ttan tíma er nýr
Norðmannaher kominn í rki íhans.
Honum stýrir Vilhjálmur Rúðu-
hertogi. Hann er að hefna gamall-
ar móðgunar og vinna nýtt ríki
er hann telur réttindi til. Rúðu-
hertoginn er sigursæll. I orustunni
við Hastings fellur Haraldur Guð-
inason og Normannar eignast Eng-
land — og hafa haldið því síðan.
n.
Baksvið orustunnar við Stafna-
furðu er þetta. Játvarður Aðal-
ráðsson Englakonungur, sem kall-
aður var Játvarður góði eða helgi,
andast barnlaus. Haraldur Guðina-
son var í fóstri Játvarðar og hon-
um mjög kær. Þegar konungur er
kominn að fótum fram vegna sjúk-
leika lýsir Haraldur yfir því við
tvo votta, að Játvarður hafi gefið
sér konungdóm yfir Englandi og
tekur fjárhirzlur Játvarðar og
konungsgripi í sína vörzlu. Kon-
imgur andast htlu síðar. Haraldur
kallar strax saman höfðingja í
Lundúnaborg og næsta nágrenni
og leggur fram skilríki sín um
konungdæmið. Höfðingjarnir sam-
þykkja. Konungsvígsla fer síðan
fram í snatri. Þegar tíðindi um
andlát Játvarðar helga spyrjast út
um landið er nýi konungurinn
krýndur og seztur á rkisstól.
Haraldur konungur Guðinason
átti fjóra bræður. Þeir voru allir
jarlar og mikilsháttar höfðingjar.
Elztur þeirra bræðra var Tosti.
Hinir voru Mörukári, Valþjófur og
Sveinn. Tosti taldi sig ekki síður
til ríkis borinn í Englandi en Har-
ald bróður sinn. Þótti honum um
of flýtt konungskjöri og vildi að
það færi fram á ráðstefnu allra
enskra höfðingja. Hefir eflaust þá
talið sér nokkur líkindi um kon-
ungdóm. Haraldur var slíku mót-
fallinn. Vildi láta standa við það
sem búið var. Varð þeim bræðrum
þetta að deiluefni. Haraldur svifti
þá Tosta bróður sinn herstjórnar-
völdum, svo hann yrði óskaðlegri.
Sá Tosti sinn kost vænstan, að
leita úr landi og hef ja skjöld móti
Haraldi bróður sínum. Safnaði
hann liði og skipum og varð gott
til. Leitaði fyrst til Flæmingja-
lands. Mun hafa ætlað að fá þar
málalið til viðbótar herstyrk þeim,
er honum fylgdi frá Englandi. Hef-
ir Tosti eigi fengið í Flæmingja-
landi það lið er honum dugði. Hélt
hann þaðan til Danmerkur á fund
Sveins konungs Úlfssonar frænda
síns og krafði hann um liðveizlu
til hernaðar í Englandi. Sveinn tók
ekki undir það. Tosti bauð þá
Sveini konungi forustuna og lagði
að honum að sækja að Englandi
með Danaher. Honum bæri yfir-
ráð þar eftir þá Knút gamla og
Hörða-Knút. Sveinn konungur
neitaði enn. Kvaðst eiga fullt í
fangi að halda Danmörku fyrir
Norðmönnum, og ekki sitt með-
færi að standa í þeim stórræðum
að leggja England undir sig.
Þegar Tosta var þrotin von um
liðveizlu Sveins konungs hélt hann
til Noregs á fund Haraldar kon-
ungs harðráða Sigurðssonar. Hitti
hann Harald konung í Víkinni og
bar upp erindi sitt, og segir kon-
ungi allt um för sína síðan hann
fór brott af Englandi. Haraldur
tók dræmt í erindi Tosta. Svarar
svo, að Norðmenn muni ekki
fýsa að fara til Englands og herja
og hafa þar enskan höfðingja yf-
ir sér. Mæla menn, segir konung-
óskar sjómönnum og útvegsmönnum
gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar.
r'iimmiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi =
óskum öllum viðskiptavinum
gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs.
Þökkum samstarfið á líðandi ári.
SÖLUMIÐSTÖÐ HRADFRYSTIHÚSANNA
Reykjavík.
_ 'l!lilllil!ll!!lilllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llll!lllll!!ll!llllllllillll!lll!llill!l[ll!III1il!ll!ll!llllIIII!l!!llllllll!ll!lllllll[lllllill^
1 GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT ÁR! |
= Þökkum viðskipti á líðandi ári. |
| EDDA H.F. - heildverzlun - Reykjavík.
- i:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini iii iniiiimii 111111111111111111 =
| GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! |
Guðmundur & Jóhann.
-iiiiiiiiiiiiiriiiiii iiiiiiiii iii iiiiiiiiiiiiii iiiii i i i ii iiii i “
\ GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! |
i Þakka viðskiptin á líðandi ári.
- Hálfdán Bjarnason, trésmíðameistari.
i >IHIIIIIIllllllllllHIHIII[llllllllllllllllllHlllllllllllllllll.llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllílll!llll!llilll!li:li:lllllllllll!l!l«í
I GLEÐILEG JÖL! GÆFURÍKT NÝTT AR! |
| Þökkum viðskipti á líðandi ári.
I Verzlun Jóns Ö. Bárðarsonar. =
| Verzlunin Bræðraborg. - Verzlunin París.
= 'llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIMinii:llillllMI 1111“
| GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT AR! |
Þökkum viðskipti á líðandi ári.
MAGNÚS TH. S. BLÖNDAHL H.F.
Reykjavík.
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIMIIIIlllllllllllllllilllllllllllllllllllMMMMi;
Í
1
i *
4