Jólablaðið - 20.12.1957, Side 14

Jólablaðið - 20.12.1957, Side 14
14 JÓLABLAÐIÐ eiga hinnar snörpustu hríðar von heldur en við berum lægri hlut. Tosti jarl bað konung ráða þessu sem öðru; lézt og vera eigi gjarn að flýja. Haraldur konungur lét setja upp merki sitt, Landeyðuna. Merkið bar maður sá er Frírekur hét. Fylkti konungur svo liði sínu, lét fylkinguna vera langa og ekki þykkva. Sveigði fylkingararmana aftur á bak, svo saman lukust. Var fylkingin þá víður hringur og þykkur og jafn öllum megin utan skjöld við skjöld, og svo fyrir of- an, en konungssveitin var fyrir ut- an hringinn og bar merki. Það var valið lið. Tosti jarl var í öðrum stað með sína sveit. Hann hafði annað merki. Því var þannig fylkt, að kon- ungur vissi, að riddarar voru van- ir að ríða að í riðlum og víkja þeg- ar aftur. Konungur segir að hans sveit og jarlssveit skuli fram ganga sem mest þarf, en bogmenn okkar skulu þar vera með oss. Þeir sem fremstir standa, skulu setja spjótshala sína í jörðina, en setja oddana fyrir brjóst riddurum, ef þeir ríða að. Þeir, sem næstir standa skulu setja sína spjótsodda fyrir brjósti hestum riddaranna. Hófst síðan orustan. Haraldur konungur Guðinason var kominn með óvígan her, bæði riddara og fótgöngulið. Haraldur Sigurðsson reið fram með fylkingu sinni og skynjaði hvernig fylkt var. Hann reið svörtum hesti blesóttum. Hesturinn féll undir honum og konungur skutlaðist fram af á jörð niður. Stóð hann skjótt upp og mælti: Fall er farar heill. Har- aldur konungur Guðinason mælti til Norðmanna er. með honum voru: Kennduð þér þann mikla mann, er féll af hestinum, á blá- um kyrtli og með fagran hjálm. Það er konungurinn sjálfur, sögðu þeir. Haraldur Guðinason svaraði: Mikill maður og ríkmannlegur, og þó vænna, að farinn sé að ham- ingju. Tuttugu riddarar riðu nú fram fyrir fylkingu Norðmanna og voru albrynjaðir og svo hestar þeirra. Einn af riddurum kallaði. Hvort er Tosti jarl í liðinu? Tosti svar- ar: Ekki er því að leyna, hér munu þér hann finna. Þá mælti riddar- inn: Haraldur bróðir þinn sendir þér kveðju og þau orð með, að þú skyldir hafa grið og Norðimbra- land allt. Og heldur en eigi viljir þú til hans hneigjast þá vill hann gefa þér þriðjung ríkis alls með sér. Jarl- svarar: Þá er nokkuð annað boðið en ófriður og svívirð- ing sem í vetur. Hefði þá verið þetta boðið, þá væri margur maður sá á lífi, er nú er dauður, og betur myndi þá standa ríki í Englandi. Nú ef ég tek þenna kost hvað vill hann þá bjóða Haraldi konungi Sigurðssyni fyrir sitt starf? Sagt hefir hann þar nokkuð frá, hvers I hann mun honum unna af Eng- landi, sjö fóta rúm eða því lengra, sem hann er hærri en aðrir menn. Tosti jarl sagði: Farið þér nú og segið Haraldi konungi að hann bú- ist til orustu. Annað skal satt að segja með Norðmönnum en það að Tosti jarl fari frá Haraldi kon- ungi Sigurðarsyni og í óvinaflokk hans, þá er hann skyldi berjast í Englandi vestur. Heldur skulu vér allir taka eitt ráð, deyja með sæmd eða fá England með sigri. Riddaramir riðu þá aftur. Har- aldur konungur mælti þá við jarl: Hver er þessi málsnjalli maður? Jarl svaraði: Það var Haraldur konungur Guðinason. Þá sagði Haraldur konungur: Of lengi vor- um vér þessu leyndir. Þeir vom svo komnir fyrir lið okkar, að eigi myndi þessi Haraldur kunna að segja banaorð vorra manna. Jarl mælti: Satt er það herra. Óvarlega fór slíkur höfðingi, og vera mætti svo sem þér segið. Sá ég það, að hann vildi mér grið bjóða og ríki mikið, en ég væri banamaður hans, ef ég segði til hans. Vil ég heldur, að hann sé minn banamaður en ég hans. Haraldur konungur mælti til sinna manna: Lítill maður var þessi og stóð steigurlega í stigreip. Svo segja menn, að Haraldur kon- ungur kvað vísu þessa: Fram göngum vér í fylkingu; brynjulausir und bláar eggjar. Illlilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Frá bankaútibúunnm á tsafiröi Engin afgreiðsla í almennum spari- sjóði frá 24. desember 1957 til og með 2. janúar 1958. Ennfremur verða útibúin lokuð 2. janúar 1958. Landsbanki Islands Útibúit) d Isafirði. ITtvegsbanki íslands Útibúit) á ísafirbi. -!l!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllll!lllilllllllltllll!lllllllll!lllll!IUII;ll!im Hjálmar skína | hef ég mína | Nú liggur skrúð vort f að skipum niðri. Emma hét brynja Haraldar. Hún § var síð, svo að honum tók á mitt = bein, og svo sterk, að aldrei hafði | vopn á fest. Þá mælti hann: Þetta 1 er illa kveðið, og mun verða að | gera aðra vísu betri. Þá kvað hann | þetta: I Krjúpum vér fyrir vopni = valteigs, hrökum eigi, | svo bauð Hildur að hjaldri, | haldorð, í bug skjaldar. | Heildverzlun ÁRNA JÓNSSONAR, Reykjavík hefir jafnan fyrirliggjandi: Úrval af margbreyttum vörum með nýtízku sniði. Ágætar gjafavörur. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Þjóðólfur kvað: | Skálka, frá, þótt fylkir | „ m^I!■ 11111■ 11■ 11■ 11■ 11■ II■ 11■ 111íI■ 11■ IIIIIIII■ 111!I■ 1!■ 11111■ 11111111■ I!I!I■ 11■ 11■!1111■!1111■;!■!I■ 11■!I■ 11111■ JI■ 111!I■ I.■ i11 ■. I:lll!l a I !1 II! falli s]alfur til vallar, gengur sem goð vill, ungum grams erfingjum hverfa. Skín á sól að sýnni snarráðs, en þá báða. Haralds eru haukar gervir hefnendur, konungsefni. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vátrygging h.f. Hátt bað mig þar mætist menskorð bera forðum, hlakkar íss og hausar, hjálmstafn í gný málina. Nú hefur upp orustu. Veita enskir áreið Norðmönnum. Viðtak- llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllll!lllllllllllllllllllllllllll!llll 111111111111111 llllll li IG11111!!! lll!llllllllllllllllIlllllllllllilllllllllllllll!lllllllilllll!llTTllllllll!lllBlllllllllllllllllinilllllllIIIIIIIII|||ll|l|l|BII|,||||||||l||ll|!|lllll,||ll,llll|! |:l|:!|llllll^"*>,ll,lllll,lllllll,ll,,llll,,l|llllll,llllllllllllllll,IIIIIIIIIII,lll,ll,BI,ll,llllllll,l,llllllllllllllllllllllll,ll|li:lilll,ll,llll,l|,lllllllllll,,l,lll|l|!llllllllll,ll'IB !*■ H,l■,,■,,■ll■l*■*l,ll,l,*,llll,lll,■,ll,ll,ll,ll,,l,,lllllll,

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.