Börn og menning - 01.04.2001, Síða 6

Börn og menning - 01.04.2001, Síða 6
BÖRN 06 MENN|N6 Aslaug Jónsdóttir: Yfir eydimörkina á merinni Myndlýsingu Þegar ég er beðin um að tjá mig um myndlýsingar í íslenskum bókum finnst mér égþurfa að hefja rœðu mína í anda góðra œvintýra: „Einu sinni var lítið fræ... “ En svo kemst ég ekki lengra með þetta fræ. íslenskar myndlýsingar eru enn á upphafsreit og ég veigra mér við að tala um þessa meri sem við sitjum svo aftarlega. Mér finnst égþurfa að ræskja mig vel og lengi áður en ég segi eitthvað um þessa yfirséðu listgrein, þögnin ífaglegri eyðimörk okkar teiknara er svo alger. Okkar teiknara, sagði ég. Við íslenskir teiknarar erum sem betur fer ólíkir, verkefni okkar og viðfangsefni eru margvísleg. Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að við myndskreytum blasi fagleg eyðimörk. Ég vil líka gjarnan trúa því að myndskreytar sem starfa við auglýsingar og grafíska hönnun séu á góðu róli, sáttir við framgang mála á þeim sviðum. Enda ætla ég ekki að íjalla um þann geira. Mig langar hinsvegar að skoða hug minn gagnvart myndlýsingum í bókum og blöðum, og ekki síst efni ætluðu börnum. Bókaþjóð Áður er lengra er haldið skal ég viðurkenna að margt horfir til betri vegar þegar litið er á gæði myndlýsinga í barnabókum. Margir teiknarar leggja metnað í verk sín og áhugi á faginu virðist vaxandi. Engu að síður fullyrði ég að þegar á heildina er litið séu fleiri slælegri myndabækur og myndskreyttar bækur gefnar út á íslandi en hægt er að afsaka með fámennisútreikningum. Víða má sjá ófagleg vinnubrögð eða „amatörisma“, þ.e. skort á myndlistarþekkingu eða metnaði til að beita henni við myndlýsingar. Við þetta bætist að hönnun bókanna er oft ábótavant sem er óskiljanlegt þegar haft er í huga að myndabækur eiga að vera sjónræn upplifun. Bókahönnun er gífurlega vanmetin á Islandi en um hana gildir það sama og aðra hönnun: hlutleysi er ekki til. Hvert einasta atriði í útliti bókarinnar hefur áhrif og verður að vinna með heildinni, falla að efniviðnum. „Markaðurinn“ virðist ekki gera greinarmun á vinnubrögðum fagfólks og áhugamanna og krefst ekki mikils af myndlýsingum eða útliti bóka. Myndabókaflóran er einsleit og íslenskir barnabókamyndskreytar íhaldssamir í stíl og vinnubrögðum. Sú íhaldssemi birtist fremur í vankunnáttu en í tryggðum við hefðir. Ef einhverjum finnst fast að orði kveðið bendi ég fólki á að kynna sér útgáfu myndskreyttra bóka í öðrum löndum. Samanburðurinn er okkur ekki í vil. Munur á gæðum er áberandi og ég get ekki skýrt hann öðruvísi. Til merkis um einhæfa framleiðslu okkar og skort á faglegri breidd, skal ég nefna nokkur dæmi um stílbrögð og efnisflokka sem ég sakna. Hér er ég ekki aðeins að benda á einstök útlitseinkenni. Að baki þeim liggja mismunandi viðhorf, sjónarhorn, áherslur og gildi. Hér er t.d. ekki hægt að finna alvöru naivista í hópi myndskreyta. Enga ljóðrænu að hætti austantjalds- teiknaranna. Ekkert ljósmyndaraunsæi, engán surrealisma, ekkert villt málverk. Hér eru engar myndskreyttar fagbækur fyrir börn (utan skólabækurnar). Myndabækur án texta eru óþekkt fyrirbrigði. Hér eru blaðateikningar (editorial illustrations) nær eingöngu bundnar við skrípa- teikningar (cartoons) og myndaseríur (comic strips). Hér eru ekki gefnar út myndskreyttar bækur fyrir fullorðna. Hér eru eyður og gloppur í myndlýsingafaginu sem ég trúi ekki að séu af því að við eigum ekki listamenn sem kunna til verka. Þeir eru bara að gera eitthvað allt annað. Andstætt því sem víða þekkist í heiminum er myndlýsingafagið ekki viðurkennt sem alvöru fag hér á 4

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.