Börn og menning - 01.04.2001, Síða 13

Börn og menning - 01.04.2001, Síða 13
BÖRN 06 MENN|N6 Úr bókinni Nye Gode Historie. Myndskreyting: Cato Thau-Jensen. útgefendum hennar datt í hug að koma henni í samband við ljóðskáldið Christina Hesselholdt sem vann með henni þessar tvær fyrrnefndu bækur en þær marka þáttaskil í gerð nútíma myndabóka fyrir börn. Tine Modeweg Hansen hefur gert höfuðið að meginviðfangsefni sínu til að túlka tilfinningar. Hennar andlit eru ekki á hreyfingu eða í dansi, þvert á móti stara þau oft hreyfingarlaus á lesandann. Að vissu leyti má greina þarna áhrif frá hinum merku myndskreytum Austur-Evrópu. Þetta er einkum greinilegt í annarri af fyrrnefndum bókum, Drengen og sandslottet. Sagan er ljóðræn og fjallar um fund stórhöfða drengs og prinsessunnar sem ríkir yfir sæhestunum á ströndinni. Drengurinn byggir prinsessunni kastala og sólin skín á gulhvítan sandinn frá heiðbláum himni. í þessu verki kynnir Tine til sögunnar annað einkenni í myndmáli þessara nýju myndskreyta sem er að rjúfa framgang sögunnar og mála einmitt rétta „ranga“ andartakið. í næsta verki sínu, Brandmanden fra for,, segja Christina Hasselholdt og Tine Modeweg Hansen frá því hvernig vingast á við eldrauðan slökkviliðsmann en þar er myndmál listamannsins orðið talsvert villtara. Því miður tókst ekki að útvega þessar bækur en birt er mynd Tine Modeweg við söguna Den yngste væverske eftir Josefine Ottesen. Cato Thau-Jensen (f. 1966) varð þekktur á einni nóttu fyrir nokkrar myndskreytingar við smásögu í safnriti fyrir börn, Nye Gode Historier (Kaupmannahöfn 1998). Sagan sem hann mynd- skreytti, Lidt har ogsá ret, er eftir Bent Haller sem hlaut norrænu barnabókaverðlaunin 2000. Sagan segir frá móður sem þrælar nótt og dag en tekst ekki að láta enda ná saman og fæða hungruð börn sín. Hún á ekki annars úrkosti en að elda súpu úr eigin líkama. Sagan er sögð eins og ævintýri og engin miskunn sýnd en myndskreytinum tekst að lyfta textanum upp í hæðir dyggðar og fórnfýsi. Enda þótt Cato Thau-Jensen hafi myndskreytt fjölmargar bækur með sínu blæbrigði af nýbylgjunni verður hann að nokkru leyti teljast utan hennar. Að vísu bera myndir hans nokkur einkenni nýbylgjunnar eins og mikla hreyfingu og stór andlit en það má segja að Cato sé frekar einn í ljóðrænum steppdansi heldur en að hann dansi með félögum sínum. Ekki má láta hjá líða að minnast á annað verk Catos sem ber hinn undarlega titil Kan du sovse en vovse. Þetta er safn af rímuðum bullspurningum eftir Ejgil Soholm sem kom út 1997 í Kaupmannahöfn og er þegar orðin klassísk í Danmörku. Þar sýnir listamaðurinn Cato undraverða hæfni sína í draga upp súrrealískar myndir af hreinu bulli. Cato Thau-Jensen er að sönnu frumlegur myndskreytir. Og hann er rétt að byrja. 11 Guðlaug Richter og Guðrún Hannesdóttir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.