Börn og menning - 01.04.2001, Síða 19

Börn og menning - 01.04.2001, Síða 19
BÖRN OC /v\ENN|NG unglingabókaútgáfu síðasta árs og sýndu nokkrar bækur sem þóttu á einhvern hátt athyglisverðar. Einnig greindu fulltrúar deildanha frá helstu atburðum í starfi síðasta árs. Nokkrar umræður urðu um norræna samstarfið og hvort ástæða væri að breyta því á einhvern hátt en niðurstaðan var sú að halda því nánast óbreyttu. Helsti afrakstur samstarfsins er útgáfa Nordisk blad sem lesendur Barna og menningar fá nú í hendur. Þetta tölublað var í umsjá dönsku IBBY- deildarinnar en Svíar munu sjá um útgáfu næsta blaðs. Katies Krig Pétur Pan IBBY-deildin í Svíþjóð hefur stofnað til nýrra barnabókaverðlauna. Þau eru kennd við Pétur Pan og voru veitt í fyrsta sinn á bókamessunni í Gautaborg síðastliðið haust. Ein aðalverðlaun eru veitt og þrenn aukaverðlaun sem nefnast silfurstjörnur Péturs Pan. Verðlaunin eru veitt fyrir þýddar barna- og unglingabækur sem koma út í Svíþjóð og þykja skara fram úr um efnisval, stíl og efnistök. Bækurnar verða að uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða: - Að koma á framfæri og kynna höfund sem er lítið eða alls ekki þekktur í Svíþjóð. - Að vera upprunnar í landi og menningu sem er lítið þekkt í Svíþjóð. - Að þar sé sagt frá börnum og unglingum í öðrum löndum, umhverfi þeirra og uppvaxtarskilyrðum. Fyrstu Pétur Pan verðlaunin hlaut Aubrey Flegg frá írlandi fyrir bókina Katie 's War eða Styrjöld Kötu. Bookbird Gaman er að greina frá því að í næsta tölublaði Bookbird sem er blað IBBY-samtakanna birtist mynd úr bók Aslaugar Jónsdóttur og Sigurborgar Stefánsdóttur, Prakkarasaga - saga fyrir börn með myndum og táknmáli sem Mál og menning gaf út 1996. í næsta tölublaði Bookbird verður sérstök umljöllun um bækur fyrir og um börn sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða. Myndin verður á titilsíðu þemakaflans. Börn og bækur sendi þessa bók til birtingar í katalóg sem IBBY- samtökin gáfu út og ber heitið Outstanding Books for Young People with Disabilities. Þar vakti myndlýsing úr bókinni athygli ritstjóra Bookbird sem valdi hana til birtingar í blaðinu. Stjórnarfundur IBBY Dagana 2. og 3. apríl sat nýr fulltrúi Norðurlanda í stjórn alþjóðlegu IBBY-samtakanna, Guðlaug Richter, sinn fyrsta stjórnarfund, ásamt ijórtán félögum frá flestum heimshornum. Haldnir eru tveir stjómarfundir á ári, að vori og hausti, en vorfundurinn er ævinlega haldinn í Bologna á Ítalíu í tengslum við hina árlegu barnabókamessu. Aðildarfélög IBBY-samtakanna eru nú 61 en þau eru að vonum missterk, bæði hvað varðar fjölda félaga og fjárhagslegt bolmagn. Eins og vænta mátti fór drjúgur hluti fyrri fundardagsins í að skoða fjárhagsstöðu samtakanna en hún stendur höllum fæti og er framkvæmd sérverkefna eins og veiting H. C. Andersen-verðlaunanna og IBBY Ashai-verðlaunanna kostuð af fyrirtækjum í Japan. Þegar fjármálaumræðan var afstaðin var komið að því að kjósa nýja dómnefnd fyrir H. C. Andersen-verðlaunin. Þar sem sífellt fleiri höfundar eru tilnefndir til verðlaunanna stækkar bókastaflinn sem dómnefndin þarf að skoða í hvert sinn. Því var ákveðið að fjölga í dómnefndinni og skipa 5 dómara til að skoða skáldverk en aðra 5 til að skoða myndabækur. I síðustu dómnefnd sat enginn frá Norðurlöndum en nú bauð sænska IBBY-félagið fram fulltrúa, Gunnillu Borén, með stuðningi hinna Norðurlandanna. Hlaut hún kosningu í þann hluta dómnefndarinnar sem metur skáldverk og er gott til þess að vita að einhver þar sé læs á Norðurlandamálin. Önnur mál sem hæst bar á fundinum var skipulagning næsta IBBY-þings sem verður í Basel í Sviss 29. september til 3. október 2002 auk þess sem greint var frá upphafsvinnu varðandi þingið 2004 sem verður í Höfðaborg í Suður-Afríku. 17

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.